Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 152
150
TlMARIT VFl 1967
Umrœður
Loftur Loftsson:
Saltfiskframleiðsla hefur haft mikið gildi fyrir
efnahag Islendinga og ennþá er saltfiskur þýð-
ingarmikil útflutningsvara, hefur enda undan-
farinn áratug oftast skipað þriðja sæti á lista
yfir verðmætustu útflutningsvörurnar.
Það er ekki neinni tilviljun háð, að saltfiskur
er nú á tímum tækninnar svo mikilvægur fram-
leiðsluliður, þar sem við Islendingar höfum sér-
stöðu til saltfiskframleiðslu, sem fólgin er í eft-
irfarandi atriðum:
a) Yfir vetrarvertíðina er meðalhitastig við
vestur- og suðurströndina hagstætt, en hæfi-
legur kuldi er mikilvægur til að framleiða
megi góðan saltfisk.
b) Hráefni í saltfisk er hér mjög gott, þar sem
um helmingur af öllum bolfiski, sem berst
hér á land, er stórþorskur, en saltaður stór-
þorskur er einmitt talinn sérstök gæðavara
í markaðslöndunum og því greitt mun hærra
verð fyrir hann en aðrar tegundir af salt-
fiski (keilu, ufsa, ýsu og löngu) eða saltað-
an smáþorsk.
c) Staðinn saltfiskur hefur ágætt geymsluþol í
óupphituðum fiskhúsum hér yfir vetrarmán-
uðina, eða þar til búið er að senda hann úr
landi, og í markaðslöndunum geymist fisk-
urinn vel mánuðum saman í einföldum kæli-
geymslum.
d) Þá er það einnig kostur, að soðinn saltfisk-
ur er sérlega auðmelt fæða, en það er já-
kvætt fyrir matarræði fólks í heitari lönd-
um, þar sem hans er aðallega neytt, þ.e. í
rómönsku löndunum við Miðjarðarhafið og í
Suður-Ameríku.
e) Það er staðreynd, að saltfiskát er fastur lið-
ur í matarvenjum fólks í þessum löndum, og
þar er saltaður stórþorskur talinn gæðavara,
sem fólk þar sækist eftir og vill greiða vel
fyrir, enda hefur verð á söltuðum stórþorski
hækkað mjög síðustu árin.
Þessar staðreyndir mæla með áframhaldandi
saltfiskframleiðslu hérlendis, og þá sérstaklega
söltun á stórþorski.
Ársframleiðsla saltfisks er nú yfirleitt 25-
30.000 tonn á ári. Þetta magn samsvarar því,
að yrði brú lögð í beina línu frá Islandi, salt-
fiskbrú, þannig að sporður eins fisks snerti
hnakkastykki hins næsta og svo koll af kolli,
myndi slík brú ná óslitið til Lissabon og þaðan
áfram yfir Portúgal, Spán, Italíu og yfir til
Grikklands, sem sagt yfir helztu markaðslöndin,
þar sem hver fiskur úr þessari geysilegu brú
yrði vel þeginn á matborð neytandans.
Hér er saltfiskur allur þungsaltaður. Léttsölt-
un þekkist ekki hér, eins og t.d. í Kanada. Mun-
urinn á þessum tveim verkunaraðferðum er að-
allega fólginn í því, að léttsaltaði fiskurinn hef-
ur tiltölulega lítið geymsluþol og þarf að þurrk-
ast fljótlega eftir söltun, ef hann á ekki að
skemmast. Á vetrarvertíð hér yrði erfitt að
standa bæði í þurrkun og söltun á meðan mikið
magn af fiski berst í húsin á skömmum tíma.
Þótt mest af fiskinum hér sé þurrsaltað, er
þó einnig nokkur hluti hálf-pækilsaltaður, þ.e.
fiskurinn er saltaður í ker, og myndast þá fljót-
lega pækill, sem umlykur fiskinn í kerinu. Eftir
nokkra daga er svo fiskurinn tekinn úr pæklin-
um og þurrsaltaður í stæður. Annars staðar,
þar sem fiskur er pækilsaltaður, t.d. í Kanada,
er hann látinn liggja í eigin pækli, þar til hann
er fullsaltaður, en ekki þurrsaltaður líka. Þetta
á þó aðallega við um léttsaltaðan fisk, sem er
mun skemur í salti en þungsaltaður fiskur.
Um vélvæðingu í saltfiskiðnaðinum: Saltfisk-
iðnaðurinn hefur verið seinni til að taka tæknina
í þjónustu sína en margar aðrar og yngri at-
vinnugreinar hér, eins og t.d. freðfiskiðnaðurinn.
Á síðari árum hefur þó orðið töluverð breyting
á þessu, því nú er svo komið, að meirihluti salt-
fisks er framleiddur í stöðvum, sem telja má
ágætlega vélvæddar miðað við það, sem áður
var. T.d. nota mörg húsanna ágæt hagræðing-
artæki, svo sem vélskóflur við saltmokstur, gaff-
allyftur við tilfærslur og lyftingar á fiskinum á
ýmsum vinnslustigum. Húsakynni og aðbúnaður
hafa víða verið stórbætt, þurrkklefar margir
ágætir og aðgerðarkerfunum hefur verið mjög
breytt frá því, sem áður þekktist.
I söltun er það mikilvægt atriði að koma fisk-
inum sem fyrst í salt, því dráttur á því kann
að valda gæðarýrnun á fiskinum upp úr salti og
framleiðandanum miklu fjárhagstjóni. Fer því
mikið af aðgerðarvinnunni fram á kvöldin yfir
vetrarvertíðina, þareð bátarnir koma oft að
lanai seinni hluta dags og á kvöldin. Fljótvirkt