Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 30
28
TlMARIT VFl 1967
við aðrar atvinnugreinar, en hins vegar til tregð-
unnar að viðurkenna þessa sérstöðu beinlínis og
opinskátt og móta heilsteypta stefnu í efna-
hagsmálum í samræmi við þetta. Þýðingarmesta
verkefnið, þegar ný viðhorf eru nú komin til
sögunnar, er að taka á næstu árum þessi grund-
vallaratriði til endurskoðunar og leitast við að
móta stefnu, er taki tillit til þeirrar sérstöðu,
sem aðgangur að fiskimiðunum skapar fiskveið-
um og frumvinnslu, án þess að þetta tillit skapi
óeðlilega erfið starfsskilyrði fyrir aðrar atvinnu-
greinar og mismuni þeim innbyrðis. Slík endur-
skoðun er ennþá þýðingarmeiri en ella myndi,
vegna þess að við munum á næstu árum þurfa
að endurskoða tollakerfi okkar frá grunni til
þess að laga okkur að þróun tolla- og markaðs-
mála í heiminum yfirleitt, og alveg sérstaklega
í Vestur-Evrópu.
Ég mun ekki í þessu erindi ræða það, hvernig
sú stefna gæti verið í einstökum atriðum, er upp-
fyllti þau almennu skilyrði, sem ég hefi gert
grein fyrir hér að framan, enda er það ekki
tímabært. Á hinn bóginn myndi ég vilja gera
nokkra grein fyrir því, hvernig mér virðist eðli-
legt að starfað sé að mótun slíkrar stefnu, að
þvi er sjávarútveginn snertir beinlínis.
Á undanförnum árum hefur skilningur farið
mjög vaxandi hér á landi á nauðsyn þess, að
ákveðin stefna varðandi einstakar atvinnugrein-
ar sé mótuð af hálfu hins opinbera í samráði við
fulltrúa hlutaðeigandi atvinnugreinar. Slík
stefnumörkun hefði það ekki sízt að markmiði,
að samræma aðgerðir opinberra aðila og fram-
kvæma þær í ljósi heildaryfirsýnar yfir þróun
atvinnugreinarinnar og efnahagslífsins yfirleitt.
Á hinn bóginn gera menn sér sjálfsagt tæplega
grein fyrir því, hvernig þurfi að vinna að mót-
un slíkrar stefnu og hvernig hægt sé að fram-
kvæma hana. Nærtækasta leiðin virðist þá oft
vera að skipa ráð með fulltrúum atvinnugrein-
arinnar og ríkisvaldsins, er hafi forustu um mót-
un stefnunnar og fylgist með framkvæmd henn-
ar. Skipun slíkra ráða getur að sjálfsögðu verið
eðlileg leið til þess að skapa nauðsynlegt sam-
band á milli stjórnvalda og atvinnugreinar, en
starfsemi slíks ráðs getur ekki komið að miklu
haldi, ef hún er ekki studd af öflugri starfsemi
annarra stofnana, þar sem sjálfar grundvallar-
athuganirnar fara fram og hugsanlegar leiðir eru
kannaðar, og sízt af öllu getur hún komið að
haldi, ef ekki er fyrir hendi þróttmikil starf-
semi atvinnufyrirtækjanna sjálfra og samtaka
þeirra. Miðdepillinn í mótun og framkvæmd
stefnu í atvinnumálum hljóta ætíð að verða
þau ráðuneyti sjálf, sem um málefni hlutaðeig-
andi atvinnugreinar fjalla. Ég myndi því telja
eflingu sjávarútvegsmálaráðuneytisins frumskil-
yrði þess, að hægt sé að móta og framfylgja
ákveðinni stefnu í sjávarútvegsmálum á skipu-
legri hátt en verið hefur. Samhliða því þyrfti
að eiga sér stað endurskoðun á sambandi ráðu-
neytisins og Fiskifélags Islands og á verkaskipt-
ingu þeirra á milli. Þá er þýðingarmikið, að
söfnun tölfræðilegra gagna og hagfræðilegra
upplýsinga um sjávarútveginn sé aukin og hag-
fræðilegar athuganir um hann efldar. Eðlilegt
virðist, að þessi starfsemi eigi höfuðbækistöð
sína hjá Fiskifélagi íslands eins og verið hefur,
og Fiskifélagið starfræki beinlínis sérstaka hag-
deild sjávarútvegsins. Jafnframt gæti sú hag-
fræðilega starfsemi á þessu sviði, sem Efnahags-
stofnunin og þar áður Hagdeild Framkvæmda-
bankans hafa stundað, flutzt til þessarar hag-
deildar. I þessu sambandi held ég einnig, að
þýðingarmikið sé, að nánari tengsl en verið
hafa skapist á milli hagfræðilegrar starfsemi á
sviði sjávarútvegsins og bæði líffræðilegrar og
tæknilegrar rannsóknastarfsemi, en slík tengsl
færast nú mjög í vöxt erlendis. I því sambandi
er mér sérstaklega minnisstæð hin nána sam-
vinna af þessu tagi, er ég, fyrir atbeina dr. Her-
manns heitins Einarssonar, á sínum tíma kynnt-
ist í Hafrannsóknastofnuninni í Perú. Jafnframt
eru tengsl hagfræðilegrar starfsemi og rann-
sóknastarfsemi við samtök sjávarútvegsins og
einstök fyrirtæki veigamikið atriði, sem gefa
þarf náinn gaum. Loks má minna á, að stofn-
lánaveitingar í sjávarútvegi eru nú að mestu
sameinaðar hjá einni lánastofnun, Fiskveiðasjóði
Islands. Skapar þetta ákjósanlegri skilyrði en
áður til að samræma stefnuna í lánamálum sjáv-
arútvegsins þeirri almennu stefnu, sem mörkuð
er í málefnum hans.
Ég hefi hér í stórum dráttum rakið þau al-
mennu skilyrði, sem mér virðist að þurfi að
vera til staðar, svo að raunveruleg stefnumörk-
un í sjávarútvegi geti átt sér stað. Um fram-
kvæmd þeirrar stefnu, sem mörkuð er, gera
menn sér sjálfsagt einnig óljósar og jafnframt
mismunandi hugmyndir. Það er fjarri mínum
skoðunum að telja, að slík framkvæmd verði
að fela í sér meira vald opinberra aðila en nú
tíðkast yfir ákvörðunum einstakra fyrirtækja,
og þá fyrst og fremst ákvörðunum um fjármuna-
myndun. Opinber afskipti af því tagi hafa bæði
hér á landi og í nágrannalöndum okkar reynzt
bæði óskynsamleg og óframkvæmanleg, nema
sem neyðarráðstafanir við alveg sérstakar að-