Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 261
TlMARIT VPl 1967
259
eða hvenær gera þarf sérstakar ráðstafanir. Það
veltur á svo mörgu, svo sem rakastigi loftsins,
ástandi og aldri slógsins o.s.frv. Við teljum þó
ekki ástæðu til að gera sérstakar ráðstafanir
vegna umbúða, ef slógmagnið nemur ekki meiru
en 10 til 15% af blöndunni.
Rétt er einnig í þessu sambandi að leggja
áherzlu á að vinna slóg sem nýjast, þar sem
rakasæknin eykst við geymslu.
TAFLA 13
Rakasækni mjöls, sem geymt var í mjölgeymslu
í strigapokum
Hygroscopicity of fish meál in jute sacTcs
Hráefni Vatn Moisture 14. apríl % Vatn Moisture 22. nóv. %
1. Ný þorskbein 5,3 9,0
2. Ný þorskbein 90% . . .
Nýtt slóg- 10% 5,1 11,3
3. Ný þorskbein 80% ...
Nýtt slóg 20% 8,4 13,6
Hagnýting einstakra líffæra eftir
aðgreiningu frá slóginu
Möguleikar á því að hagnýta slógið á þann
hátt að aðgreina líffærin og vinna úr þeim ýmis
verðmæt efni fyrir lyfja- og efnaiðnaðinn voru
kannaðir. Þessi viðleitni bar þó ekki þann árang-
ur, sem vonazt hafði verið eftir. Rannsóknirnar
beindust einkum að efirfarandi atriðum.
ÞorskgaTl
Eini hagnýti árangurinn af þessum rannsókn-
um var söfnun á gallblöðrum úr þorski, sem
stofnað var til í öllum helztu verstöðvum á ár-
unum 1951—1953. Árið 1954 var söfnun hætt,
þar sem efnaiðnaðurinn í Bandaríkjunum hafði
farið inn á nýjar brautir við framleiðslu þeirra
efna, sem framleidd voru úr gallinu. Söfnun á
galli er talsvert tafsamt verk og lætur nærri,
að einn maður safni ekki meiru en 3—4 kg af
gallblöðrum á klst. úr slógi frá aðgerð á þorski.
Gallmagnið, sem fæst úr fiskinum, er allbreyti-
legt, mest fyrri hluta vertíðar ca. 1 kg pr. tonn
af fiski, en minnkar verulega eða hverfur alveg,
þegar loðnan kemur á miðin seinni hluta ver-
tíðar. GaUsöfnun fór aðallega fram á árunum
1951—1953 og var þá blöðrunum safnað í tunn-
ur yfir vertíðina, sem voru látnar standa í kæli-
geymslum, þar til vinnsla gallvökvans fór fram
um vorið, en þá voru blöðrurnar hitaðar í potti
upp í 60—70°C, en við það sprungu flestar þeirra
og var þá hægt að sía blöðrur frá vökva. Tals-
verð brögð voru að lifrarbroddum í galhnu og
var reynt að sía þá frá, áður en losnaði um fit-
una í þeim. Ef rétt er að farið, lætur nærri að
fáist um 4 g gallþurrefni pr. 100 g frásíaðar
blöðrur. Þurrefni í gallvökvanum er venjulega
12—17%. Að lokinni síun var blöðrunum hent,
en vatn soðið úr gallvökvanum, unz þurrefnis-
innihaldið var orðið ca. 75%. Þá var efnið sett
á tunnur og selt til Ameríku. Suðan fór fram
í opnum pottum og þurfti talsverðrar aðgæzlu við,
þar sem gallið hafði nokkra tilhneigingu til að
ólga upp úr pottinum.
Það, sem einkum gerir gallið verðmætt, er að
í því finnst efni, svonefnd kólinsýra, sem til
skamms tíma hefur verið notuð til framleiðslu
á gigtarlyfinu cortisone.
Það lætur nærri að við vinnslu fáist sem svar-
ar þriðjungi gallþurrefnisins sem hrein kólínsýra.
I þorskgalli finnst hins vegar ekki desoxykólín-
sýra, sem einnig er verðmætt efni og finnst í
spendýragalli. Þegar nýjar leiðir opnuðust til
framleiðslu á cortisone, varð verðfall á galli, sem
orsakaði að ekki þótt koma til greina lengur að
safna þorskgalh til útflutnings á sama hátt og
áður. Það var horfið að því ráði að kanna mögu-
leikana á því að framleiða úr gallinu óhreina eða
hreina kólínsýru hér heima og auk þess að fara
einu stigi lengra og framleiða úr kólínsýru ann-
að efni, sem nefnist dehydrókólínsýra og einnig
er markaðsvara. Við framleiðslu á óhreinni kólín-
sýru fengust úr 10 kg af gallþurrefni ca. 8,5
kg af lcólínsýru, en ca. 5,2 kg eftir þurrkun, sem
var framkvæmd í soghitaskápi. Eftir þurrkun var
efnið malað og síðan hreinsað við umkrystöllun
úr alkóhóli og fengust þá ca. 3,4 kg hrein kólín-
sýra. Við framleiðslu á hreinni dehydrókólínsýru
úr 3,4 kg af hreinni kólínsýru fengust 1,5 kg.
Alls voru framleidd á rannsóknastofunni um 40
kg af hreinni dehydrókólínsýru í tilraunaskyni.
Því miður hefur enn sigið á ógæfuhliðina í mark-
aðsmálunum, svo að ekki hefur orðið frekar úr
framleiðslu. Árið 1957 kom hingað til lands
bandarískur efnafræðingur dr. Sven Lassen, og
var hann okkur meðal annars til ráðuneytis um
þessi mál. Ýmsar upplýsingar um þessa fram-
leiðslu eru tiltækar hjá RF fyrir hvern, sem
þess óskar.
Insúlín og próteólytisk enzym
Nokkrar rannsóknir voru gerðar til þess að
fá úr því skorið, hvort ekki mætti vinna próteó-