Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 309
TlMARIT VFl 1967
307
hafði verið falin stjórn á svo kallaðri Síldar-
niðursuðuverksmiðju ríkisins samkvæmt lögum
frá 1947, og þannig var það, að þetta fyrirtæki,
Síldarniðursuðuverksmiðja ríkisins, komst í um-
sjá Síldarverksmiðja ríkisins, og stjórn þeirra
hefur haft með hana að gera.
Við höfum reynt að gera ýmsar tilraunir
til þess að frameiða slíka vöru, bæði áð-
ur en okkur var falin stjórn þessa fyrir-
tækis og eins síðar. Við höfðum, á sínum
tíma, borgað nokkurn styrk til náms dr. Jakobs
Sigurðssonar, sem hérna talaði, og í framhaldi
af því þá fengum við hann til þess að gera til-
raunir með niðursoðna síld fyrir okkur á Siglu-
firði. Það er orðið langt síðan, ég held að það
hafi verið árið 1946, og það voru í tilraunaskyni
soðnir niður nokkur hundruð kassar af síld. Það
var niðursoðið — ekki niðurlagt. Okkur kom
saman um það, að þessi vara væri mjög ljúf-
feng og virtist útgengileg, þegar var búið að
koma þessu í dósirnar. Og við óskuðum aðstoð-
ar dr. Jakobs til þess að hjálpa okkur að selja
þetta. En eftir 2-3 mánuði var komið svo, að
síldin hafði skipt um bragð, og síldin í dósun-
um frá því að vera, að okkar smekk, góð vara
var það alls ekki lengur, hvað bragðið snerti,
og mátti kannski heita varhugaverð vara fyrir
það, að bragðið var ekki sem skyldi. Ég er ekki
að gefa honum neina sök á þessu, og ég gef
honum heldur enga sök á því, þó ekki hafi selzt
af þessu neitt nema fáeinir kassar innanlands.
En það er hægara að tala um hlutina, heldur en
að koma þeim í framkvæmd.
Eftir að það var komin þessi viðbót á þessar
7 millj., sem mátti flytja af niðurlagðri síld til
Sovétríkjanna, þá jókst hlutdeild Síldamiður-
suðuverksmiðju ríkisins svo, að við gátum fram-
leitt til útflutnings þangað sem svaraði hráefni
úr 1433 tunnum á sl. ári — til Tékkóslóvakíu
var það hráefni úr 60 tunnum — til Bandaríkj-
anna úr 164 — V-Þýzkalands 71 — Danmerkur
68 — og innanlands 399 tunnum — samtals 2195
tunnum. 1 sambandi við það, að Rússar virðast
vera þeir einu, sem þó hafa að þessu takmark-
að leyti einhvern áhuga á að taka við hinni
niðurlögðu síld, þá fórum við, eftir að þessi
samningur var gerður 1965, að stækka okkar
húsakynni til þess að geta betur mætt þeim
möguleikum, sem þarna kynnu að opnast, og
verksmiðjan framleiddi afurðir á s.l. ári fyrir
tæpar 9 millj. króna. Þar af voru um 21/? millj.
króna síld, sem seld var út í heilum tunnum,
svo kölluð dresseruð síld, svo það verða um
6Vo millj. króna eða ríflega það, sem er raun-
verulega niðurlögð síld. Og ég verð að segja
það, að við höfum fallið í þessa sömu gryfju
og aðrir, sem þarna hafa komið nálægt, að það
er á þessu mikið tap. Tapið á rekstri þessarar
Síldarniðursuðuverksmiðju ríkisins nam á sl. ári
kr. 3.635.000 og er það ekkert smáræði á ekki
stærri rekstri. Ég hygg, að ef ætti að gera upp
reksturinn hjá öðrum fyrirtækjum, sem hafa átt
við þennan rekstur, þá væri hann í sumum tilfell-
um betri, en í sumum tilfellum hefur hann verið
áþekkur þessu. Og samt má segja, að ef það
heldur áfram, að Rússar vilji kaupa fyrir 33 Y>
millj., og Síldarniðursuðuverksmiðja ríkisins fær
kannski úthlutað af því tæpum helmingi, þá
mætti kannski vænta þess, að þetta mikla tap,
sem varð á sl. ári, hyrfi að verulegu leyti. En
ég vil, af því að dr. Jakob Sigurðsson var svo
stórorður um þetta mál, einnig í sinni ritgerð,
sem hér er lögð fram, minna hann á það, að
hann hefur sjálfur sem forstjóri fyrir Fiskiðju-
veri ríkisins átt hlut að þessari starfsemi, og
hann hefur ýtt af stað annarri starfsemi á nið-
ursuðu- eða niðurlagningarverlcsmiðjum, sem
hafa orðið að leggja árar í bát.
Ég kemst ekki hjá því að minnast á eitt at-
riði, sem dr. Jakob Sigurðsson var mjög lang-
orður um, og það var það, að við ættum að
taka upp umbúðaverkun á fiski hér og senda
fisk í neytendaumbúðum út á markaðinn í hin-
um ýmsu löndum. En hins vegar minnti hann
ekki á þann góða árangur, sem hefur orðið af
hinni svo kölluðu fish-stick verksmiðju Cold-
waters í Ameríku, sem eins og allir vita, er á
snærum S.H. samtakanna, og talaði dr. Jakob
um hana á heldur leiðinlegan hátt í þessari rit-
gerð sinni, þar sem hann segir: „Lengi framan
af munu lítil sem engin viðbótarverðmæti hafa
borizt til íslands fyrir fisk, sem þannig var unn-
inn vestra, en sagt er nú, að það standi til bóta“.
Þetta þykir mér vera heldur kaldranaleg ummæli
um fyrirtæki, sem hefur kannski meira en nokk-
uð annað fyrirtæki stuðlað að verðmætaaukn-
ingu á íslenzkum afurðum. Og þó að ekki hafi
borizt hingað til lands fyrstu árin aukin verð-
mæti, eða lítil sem engin viðbótarverðmæti, þá
hafa þau verið lögð í verksmiðjuna og menn
átt þar verðmæti, sem seinna hafa komið að
góðu gagni eins og reynslan sýnir. Ég vil benda
á það, að það mun ekki vera hyggilegt að fara
að flytja inn ýmislegt efni, sem þarf til þess að
matbúa og setja í neytendaumbúðir ýmsa vöru,
sem við gætum kannski unnið á hliðstæðan hátt
og gert hefur verið hjá Coldwater í Ameríku
með miklu betri árangri og þannig m.a. komizt