Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 15
TlMARIT VFl 1967
13
KRABBADÝR OG SKELDÝR
Unnur Skúladóttir, fiskifræðingur
Hafrannsóknastofnunin
Inngangur
Einhverjar gómsætustu sjávarafurðir er, eins
og kunnugt er, að finna meðal krabbadýra og
skeldýra. Hér við land eru einkum 2 krabbadýra-
tegundir veiddar. Eru þetta rækjan stóri kampa-
lampi, Pandalus borealis (litli kampalampi, P.
montagui er mjög lítið veiddur) og leturhumar-
inn, Nephrops norwegicus. Rækjan finnst víða
í kringum land, en þekkt rækjumið er að finna
á svæðinu frá Breiðafirði til Húnaflóa. Letur-
humarmið eru hins vegar aðallega fyrir Suður-
og Vesturlandi.
Enda þótt krabbaddýraaflinn sé ekki mikill,
borinn saman við heildarafla ýmissa fiskteg-
unda, þá er hann töluvert verðmætur. Árið 1965
voru flutt út frystur humar og rækja fyrir um
130 milljónir króna, og er þá ótalin niðursoðin
rækja og sala innanlands.
Hið sama gildir um krabbadýrin og aðrar
dýrategundir, sem nytjaðar eru, að hagkvæmast
er að nýta þau til hins ýtrasta, en hvorki of eða
van. Þess ber þó að geta í sambandi við ýmsar
fisktegundir, að veiði þeirra hér við land er
oftast ekki bundin við veiði einnar þjóðar held-
ur margra. Rækju- og leturhumarveiðar hafa þá
sérstöðu að vera stundaðar nær eingöngu inn-
an 12 mílna fiskveiðitakmarkanna. Islendingum
er því í lófa lagið að stjórna þessum veiðum á
sem hagkvæmastan hátt.
Hér á eftir verður fjallað um rækju og letur-
humar, og þá einkum með tilliti til afurðagetu.
Hér við land eru það einkum 2 tegundir skelja,
sem til greina kemur að nota til manneldis.
Þessar sömu tegimdir voru áður notaðar til
beitu.
Má þar fyrst nefna krækling Mytilus edulis,
sem er víða etinn. Hin tegundin er kúfskel
Cyprina islandica. Verður hér gerð grein fyrir
skeljarannsóknum, er gerðar hafa verið á veg-
um Hafrannsóknarstofnunarinnar. Enn fremur
verður rætt um eitrun í skeljum.
Krabbadýr
Rœkja
Rækjuveiðar hófust hér við land árið 1936 (1)
í Isafjarðardjúpi. Nokkru seinna hófust rækju-
veiðar í Arnarfirði. Á Öfeigsfjarðarflóa hófust
veiðar ekki fyrr en árið 1961. Árið 1965 fannst
mikil rækja í Hrútafirði og Steingrímsfirði, og
hafa veiðar verið stundaðar þar síðan. Árið 1966
faxmst rækja í Breiðafirði og hófust veiðar þar
1 apríl 1967. Má búast við að fleiri rækjumið eigi
enn eftir að finnast í kringum landið.
Rækjuafliim hefur verið að meðaltali um 940
lestir á ári frá og með tilkomu fjnrstu pillunar-
vélar 1959 fram til ársins 1966, en þá komst
rækjuafli upp í 1794 lestir. Aukningin varð í
fyrsta lagi vegna veiða á nýja veiðisvæðinu í
Hrútafirði, í öðru lagi vegna aukins afla í Isa-
fjarðardjúpi, í þriðja lagi vegna aukinnar sókn-
ar báta í Arnarfirði og þó einkum í Isafjarðar-
djúpi, þar sem dagskammti var aflétt á vorver-
tíðinni. Enda þótt dagskammti væri aftur komið
á mn haustið, var bátum fjölgað úr 17 í 23 og
jafngildir það um 35% aukinni sókn miðað við
árið 1965.
Þau sjónarmið eru mjög ríkjandi hérlendis
meðal þeirra, sem hafa hagnað af rækjunni, að
hana sé ekki unnt að ofveiða. Styðjast menn í
því sambandi við skoðanir dr. Birgis Rasmus-
sens á rækjuveiðum Norðmanna. Að þessum
fiskifræðingi undanskildum eru fiskifræðingar
bæði austan hafs og vestan yfirleitt sammála um
hið gagnstæða (2, 3, 4 og 5). Schmidt (6) álítur,
að ekki sé tímabært að tala um ofveiði á rækju-
veiðisvæðum Grænlendinga. 1 því sambandi
leggur hann fram niðurstöður veiðitilrauna, sem
gerðar voru á helztu veiðisvæðunum í Diskó-
flóanum. Þar er borinn saman afli á togtíma á
tímabilinu 1947—1961, eða meðan rækjumiðin
voru lítið nýtt, og var hann þá 94—122 kg/klst,
og afli á togtíma árið 1964 var 105—153 kg/klst.
Þessar tölur eru allar fengnar af einu og sama