Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 124
122
TlMARIT VFl 1967
jarðslaga og mygla, enn fremur er maðkurinn
hinn mesti vágestur skreiðarinnar, ef of lengi
vors er haldið áfram að hengja upp fiskinn.
Saltfiskurinn hefir lengi verið ein af okkar
aðalútflutningsvörum. Er óhætt að segja, að
hann hafi verið okkur happadrjúgur. Þeirri
geymsluaðferð fylgir sá vandi, að ekki reynist
unnt að geyma fiskinn nema takmarkaðan tíma.
Eftir nokkra mánaða geymslu, fer fiskurinn að
missa sinn upphaflega hvíta lit. Jarðslagi, gula
og sveppagróður gera oft vart við sig, ef fisk-
urinn er látinn bíða útflutnings of lengi.
Þriðja aðferðin, að geyma fisk í ís, hefir
mikið verið notuð hér á landi, einkum á botn-
vörpuskipum, allt frá öðrum áratug aldarinnar.
Sú aðferð hefir reynzt vel, einkum ef um stutt-
an tíma er að ræða, en þegar komið er yfir
7—10 daga, tekur rotnunarbakterían að segja
til sín, svo að naumast þykir gerlegt að vera
lengur á veiðisvæði með ísvarinn fisk en 14
daga.
Hin fjórða og nú þekktasta aðferðin, sem
notuð er við geymslu á fiski, er hraðfrystingin,
sem borið hefir góðan árangur í meir en fjórð-
ung aldar.
Eftir síðustu heimsstyrjöld létu Englendingar
smíða 3 verksmiðjuskip (skuttogara), hin svo-
kölluðu Fairtry-skip. Eru þau öll í gangi og
hafa gefið allgóða raun, en þó hafa komið í
ijós ýmis vandkvæði, svo sem erfiðleikar við
að halda mannskap í hinum löngu veiðiferðum,
sem taka allt frá 3(4-5 mánuði. Er því stöð-
ugt verið að skipta um menn, og þýðir það
að sjálfsögðu óvant fólk að staðaldri, og hlýtur
það að hafa mikil áhrif á vörugæðin.
Næsta tilraun, sem gerð var af Englending-
um, var sú, að þeir létu smíða tilraunaskip, sem
heilfrysti fiskinn á veiðisvæðinu og flutti hann
síðan til vinnslustöðva í landi, sem þíddu hann
upp og ýmist endurfrystu hann eða seldu fisk-
inn uppþíddan á fiskmarkaði.
Nú er svo komið, að öll hin stærri botnvörpu-
skip, sem byggð eru í Bretlandi, eru gerð fyrir
heilfrystingu.
Vestur-þýzkir útgerðarmenn hafa hins vegar
byggt flest sín frystiskip sem skuttogara með
frystivélum, er skila fiskinum flökuðum og unn-
um að nokkru leyti. 1 upphafi gerðu Þjóðverjar
tilraunir með að fullvinna fiskinn um borð til
útflutnings, en það reyndist ekki gefa nægilega
góða raun.
Fyrir 7 árum létum við Islendingar smíða
nokkra úthafstogara, 1000 smálestir að stærð.
Áttu þessi skip að veiða við Vestur-Grænland
og Nýfundnaland, sem þá höfðu upp á mjög
góð fiskimið að bjóða. Var ég einn af þeim, að
ég vil segja, ógæfusömu mönnum, sem réðust í
þá framkvæmd og lét byggja togarann Narfa.
Skömmu eftir að skip þessi voru komin í gagnið,
brugðust umrædd fiskimið að mestu leyti og
hafa naumast gefið nokkurn afla að ráði síðan.
Fór ég því að velta því fyrir mér, hvort ekki
væri unnt að gera þann litla afla, sem fékkst,
verðmeiri. Lagði ég því leið mína til Bretlands
og Þýzkalands til þess að kynna mér þær fram-
farir, sem orðið höfðu í hraðfrystingu um borð
í togurum.
Eftir 6 mánaða undirbúning voru frystitæki
til heilfrystingar á fiski sett í togarann Narfa.
Tæknilega reyndist allt vel, en í ljós kom, að
hinn brezki markaður gaf ekki nægilega hátt
verð til þess að hægt væri að ná saman endum
í rekstri.
Ástæðan fyrir hinum lága markaði var sú,
að fiskkaupmennirnir, sem hinn heilfrysta fisk
keyptu, voru flestir togaraeigendur og vildu þar
af leiðandi ekki hleypa heilfrysta fiskinum inn
á frjálsan markað, þar sem það hefði þýtt stór-
aukin útgjöld til áhafna skipanna.
Brezka fyrirtækið J. Man & Son Ltd. hefir
haft mjög góða reynslu af heilfrystum fiski og
rekur nú nokkra skuttogara, búna heilfrysti-
tækjum. Gerðu þeir margþættar tilraunir með
uppþíðingu á þeim fiski. Sú aðferð, sem mest
er notuð við uppþíðingu á fiski, er kennd við
Man. Byggist hún á því, að fiskurinn er settur
inn í klefa með heitu rakamettuðu lofti. Hefir
sú aðferð gefið bezta raun, ekki sízt með tilliti
til þess, hve lítið þungatap á sér stað.
Um tveggja ára tímabil seldi ég hinn heil-
frysta fisk af togaranum Narfa í Bretlandi.
Reyndist fiskurinn mjög vel. Fékk ég að jafn-
aði 1-1(4 pence hærra verð fyrir stone, en al-
mennt var greitt fyrir fiskinn af brezku tog-
urunum.
Þegar fullreynt var, að verðið á heilfrysta
fiskinum mundi ekki hæltka á brezkum mark-
aði, þá fór ég að kynna mér verð á þeirri vöru
á öðrum mörkuðum. Að nokkrum tíma liðnum
fékk ég samning við v/o Prodintorg í Moskvu,
sem undirritaði samning upp á 2.500 tonn af
hausuðum og slægðum fiski, sem afhendast átti
á árinu 1966.
Gekk í alla staði vel með þann samning og
var afgreitt sem næst umsamið magn. Því mið-
ur hefir ekki ennþá tekizt að fá samning við v/o
Prodintorg að nýju, þar sem þeir bera við of
miklum fiskbirgðum af eigin togaraflota. Enn