Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 124

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 124
122 TlMARIT VFl 1967 jarðslaga og mygla, enn fremur er maðkurinn hinn mesti vágestur skreiðarinnar, ef of lengi vors er haldið áfram að hengja upp fiskinn. Saltfiskurinn hefir lengi verið ein af okkar aðalútflutningsvörum. Er óhætt að segja, að hann hafi verið okkur happadrjúgur. Þeirri geymsluaðferð fylgir sá vandi, að ekki reynist unnt að geyma fiskinn nema takmarkaðan tíma. Eftir nokkra mánaða geymslu, fer fiskurinn að missa sinn upphaflega hvíta lit. Jarðslagi, gula og sveppagróður gera oft vart við sig, ef fisk- urinn er látinn bíða útflutnings of lengi. Þriðja aðferðin, að geyma fisk í ís, hefir mikið verið notuð hér á landi, einkum á botn- vörpuskipum, allt frá öðrum áratug aldarinnar. Sú aðferð hefir reynzt vel, einkum ef um stutt- an tíma er að ræða, en þegar komið er yfir 7—10 daga, tekur rotnunarbakterían að segja til sín, svo að naumast þykir gerlegt að vera lengur á veiðisvæði með ísvarinn fisk en 14 daga. Hin fjórða og nú þekktasta aðferðin, sem notuð er við geymslu á fiski, er hraðfrystingin, sem borið hefir góðan árangur í meir en fjórð- ung aldar. Eftir síðustu heimsstyrjöld létu Englendingar smíða 3 verksmiðjuskip (skuttogara), hin svo- kölluðu Fairtry-skip. Eru þau öll í gangi og hafa gefið allgóða raun, en þó hafa komið í ijós ýmis vandkvæði, svo sem erfiðleikar við að halda mannskap í hinum löngu veiðiferðum, sem taka allt frá 3(4-5 mánuði. Er því stöð- ugt verið að skipta um menn, og þýðir það að sjálfsögðu óvant fólk að staðaldri, og hlýtur það að hafa mikil áhrif á vörugæðin. Næsta tilraun, sem gerð var af Englending- um, var sú, að þeir létu smíða tilraunaskip, sem heilfrysti fiskinn á veiðisvæðinu og flutti hann síðan til vinnslustöðva í landi, sem þíddu hann upp og ýmist endurfrystu hann eða seldu fisk- inn uppþíddan á fiskmarkaði. Nú er svo komið, að öll hin stærri botnvörpu- skip, sem byggð eru í Bretlandi, eru gerð fyrir heilfrystingu. Vestur-þýzkir útgerðarmenn hafa hins vegar byggt flest sín frystiskip sem skuttogara með frystivélum, er skila fiskinum flökuðum og unn- um að nokkru leyti. 1 upphafi gerðu Þjóðverjar tilraunir með að fullvinna fiskinn um borð til útflutnings, en það reyndist ekki gefa nægilega góða raun. Fyrir 7 árum létum við Islendingar smíða nokkra úthafstogara, 1000 smálestir að stærð. Áttu þessi skip að veiða við Vestur-Grænland og Nýfundnaland, sem þá höfðu upp á mjög góð fiskimið að bjóða. Var ég einn af þeim, að ég vil segja, ógæfusömu mönnum, sem réðust í þá framkvæmd og lét byggja togarann Narfa. Skömmu eftir að skip þessi voru komin í gagnið, brugðust umrædd fiskimið að mestu leyti og hafa naumast gefið nokkurn afla að ráði síðan. Fór ég því að velta því fyrir mér, hvort ekki væri unnt að gera þann litla afla, sem fékkst, verðmeiri. Lagði ég því leið mína til Bretlands og Þýzkalands til þess að kynna mér þær fram- farir, sem orðið höfðu í hraðfrystingu um borð í togurum. Eftir 6 mánaða undirbúning voru frystitæki til heilfrystingar á fiski sett í togarann Narfa. Tæknilega reyndist allt vel, en í ljós kom, að hinn brezki markaður gaf ekki nægilega hátt verð til þess að hægt væri að ná saman endum í rekstri. Ástæðan fyrir hinum lága markaði var sú, að fiskkaupmennirnir, sem hinn heilfrysta fisk keyptu, voru flestir togaraeigendur og vildu þar af leiðandi ekki hleypa heilfrysta fiskinum inn á frjálsan markað, þar sem það hefði þýtt stór- aukin útgjöld til áhafna skipanna. Brezka fyrirtækið J. Man & Son Ltd. hefir haft mjög góða reynslu af heilfrystum fiski og rekur nú nokkra skuttogara, búna heilfrysti- tækjum. Gerðu þeir margþættar tilraunir með uppþíðingu á þeim fiski. Sú aðferð, sem mest er notuð við uppþíðingu á fiski, er kennd við Man. Byggist hún á því, að fiskurinn er settur inn í klefa með heitu rakamettuðu lofti. Hefir sú aðferð gefið bezta raun, ekki sízt með tilliti til þess, hve lítið þungatap á sér stað. Um tveggja ára tímabil seldi ég hinn heil- frysta fisk af togaranum Narfa í Bretlandi. Reyndist fiskurinn mjög vel. Fékk ég að jafn- aði 1-1(4 pence hærra verð fyrir stone, en al- mennt var greitt fyrir fiskinn af brezku tog- urunum. Þegar fullreynt var, að verðið á heilfrysta fiskinum mundi ekki hæltka á brezkum mark- aði, þá fór ég að kynna mér verð á þeirri vöru á öðrum mörkuðum. Að nokkrum tíma liðnum fékk ég samning við v/o Prodintorg í Moskvu, sem undirritaði samning upp á 2.500 tonn af hausuðum og slægðum fiski, sem afhendast átti á árinu 1966. Gekk í alla staði vel með þann samning og var afgreitt sem næst umsamið magn. Því mið- ur hefir ekki ennþá tekizt að fá samning við v/o Prodintorg að nýju, þar sem þeir bera við of miklum fiskbirgðum af eigin togaraflota. Enn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292
Side 293
Side 294
Side 295
Side 296
Side 297
Side 298
Side 299
Side 300
Side 301
Side 302
Side 303
Side 304
Side 305
Side 306
Side 307
Side 308
Side 309
Side 310
Side 311
Side 312
Side 313
Side 314
Side 315
Side 316
Side 317
Side 318
Side 319
Side 320
Side 321
Side 322
Side 323
Side 324
Side 325
Side 326
Side 327
Side 328
Side 329
Side 330
Side 331
Side 332
Side 333
Side 334
Side 335
Side 336
Side 337
Side 338
Side 339
Side 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.