Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 155
TlMARIT VFl 1967
153
asson fram, að reynandi væri að nota háfjalla-
sól í þurrkhúsum.
Yfirleitt má segja, að tilraunir og rannsóknir
á framleiðslu fullverkaðs saltfisks hafa alltof
lengi verið vanræktar. Þetta er arðvænleg at-
vinnugrein, sem skapar mikla vinnu, og mér skilst
markaður vera mikill fyrir afurðirnar. En hún
krefst mikils rekstursfjár, því langur tími líður
frá því fiskurinn er keyptur og þar til hann er
seldur aftur fullverkaður. Þetta mun vera ein
aðalorsök þess, hversu lítið hún er stunduð. Hin
ástæðan mun vera óþarflega mörg og mikil mis-
tök við gerð og rekstur þurrkhúsa.
Vonandi er að Lofti Loftssyni takist með
starfsemi sinni að hefja þessa atvinnugrein að
nýju til þess vegs, sem henni ber réttilega í ís-
lenzku atvinnulífi.
Bergsteinn Á. Bergsteinsson:
Herra fundarstjóri. 1 sambandi við vélvæð-
ingu, sem Loftur Loftsson minntist á í fram-
söguerindi sínu, vil ég ræða gildi flatningsvéla.
Eins og hann benti á, þá eru mörg hin stærri
framleiðslufyrirtæki nú komin með flatnings-
vélar og með mjög góðum árangri, a.m.k. þegar
þær eru í góðu lagi. Það hefur komið fram við
mat á óverkuðum saltfiski, að fiskur hjá vinnslu-
stöðvum, sem nota flatningsvélar, hefur farið
miklu meira af saltfiskinum í betri gæðaflokka
en af handflöttum fiski. Þetta stafar sennilega
af tvennu. I fyrsta lagi að vegna afkasta vél-
anna er unnt að koma fiskinum miklu fyrr í
geymsluhæft ástand, heldur en ef um handflök-
un er að ræða. 1 öðru lagi: Ef áætlað er, að
slík vél vinni á við 10—12 menn, mun erfiðleik-
um bundið ef ekki útilokað að fá 10 menn, sem
fletja allir jafn vel og vélin.
Svokölluð saltgula í saltfiski kemur af og til
fram og er vandamál. Það er kunnugt, að fyrir
mörgum árum fann Geir Arnesen, verkfræðingur,
að gula í saltfiski stafaði af kopar í saltinu.
Síðan hann uppgötvaði þetta skilst mér að fyrir-
tæki erlendis, sem við kaupum frá salt, hafi fjar-
lægt allan kopar úr sínum verksmiðjum eða sín-
um geymsluhúsum, þannig að þar sé ekki leng-
ur um að ræða hættu af koparmengun. Hins
vegar hefur það upplýstst, að kopar í salti s.l.
vetur stafaði frá lest í skipi, er flutti saltið til
landsins. Þegar slíkt kemur fyrir, þá er þetta
mikið tjón og mikið óhagræði við íslenzka salt-
fiskframleiðslu, og ég vil beina þeirri spurn-
ingu til Geirs Arnesens, hvort ekki mundi vera
unnt að koma því á, að skip, sem leigð eru til
að flytja salt til tslands, væru athuguð erlendis,
áður en saltinu er skipað um borð í þau.
Vegna smápakkninga, sem Loftur Loftsson
lýsti hér áðan, minnist ég þess, að um eitt skeið
var talið bæði í Bandaríkjunum og Noregi að
geymsla þeirra væri vandamál og fiskurinn
þyrfti þá helzt að pakkast í framleiðslulandi.
Það er ljóst, að ef unnt væri að selja mikið
magn af saltfiski í neytendaumbúðum, þá væri
útflutningsverðmæti hans meira. Hins vegar
hefi ég kynnzt því sums staðar í Miðjarðarhafs-
löndum, að beinlaus flök eða neytendapakkning-
ar, eru talin hækka of mikið vísitölu miðað við
ef um venjulegan saltfisk er að ræða. Miðjarð-
arhafslönd, Spánn, Portúgal, Italía og Grikk-
land, eru aðalkaupendur að okkar óverkaða salt-
fiski, blautsöltuðum. Á Grikklandi og Italíu er
saltfiskurinn notaður til neyzlu án þess að þvo
hann og þurrka. Hann er aðeins skorinn niður
á mismunandi hátt. 1 Portúgal og á Spáni er
fiskurinn allur þveginn og þurrkaður, áður en
hann er boðinn til sölu. Öll þessi lönd eiga það
sameiginlegt, að þau vilja helzt ekki kaupa aðra
gæðaflokka heldur en nr. 1 og nr. 2 skv. okkar
mati, en telja nr. 3 of lélegt, þótt þeir kaupi
nokkuð af því. Islenzkir saltfiskframleiðendur
hafa því farið þá leið að harðþurrka mikið til
nr. 3 og það sem lakara er og selja þetta til
S-Ameríku. Þegar slíkur fiskur er þurrkaður,
sem er frekar lélegur að gæðum, t.d. með sprung-
inn vöðva og gölluð þunnildi, þá má náttúrlega
gera hann svipfallegri með því að harðþurrka
hann, og á því hefur e.t.v. þessi verzlun byggzt.
En þegar fiskurinn kemur í heitt umhverfi og
rakt, þá blotnar hann tiltölulega fljótlega upp
aftur og tekur á sig sitt upprunalega form, sem
líka kemur fram, þegar hann er matreiddur.
Það er engin ástæða til að vera að leyna því, að
þessi fiskur af lágum gæðum, sem hefur verið
seldur undanfarin ár til S-Ameríku, hefur í sam-
bandi við þá verzlun oft valdið ýmsum vandamál-
um vegna þess, hve varan er léleg.
Ég skal geta þess hér, að vegna erfiðleika á
sölu þessara lélegu gæða til S-Ameríku, þá hef-
ur hin síðari ár mikið verið gert af því að selja
þessa gæðaflokka til Bretlands, en síðan hafa
Bretar þurrkað fiskinn þar í landi og sent hann
til samveldislandanna sinna og þá einkum til
V-India, sennilega í einhverjum vöruskiptum eða
á hagkvæmari hátt heldur en við getum komið
við. Á Spáni og í Kanada mun vera farið að
nýta lélegan saltfisk á þann hátt að tæta hann
niður og pakka í smápakkningar (Shredded).
Þetta væri athugandi að gera hér.