Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 286
284
TlMARIT VFl 1967
sem ræður við það að taka ákvarðanir, og sem
betur fer kannski oftar réttar en rangar, um það,
hvað gera skuli. Það verður ekki fyrr en búið
er að vinna að þessu mjög lengi, sem hægt er
að treysta á svona tæki til þess að það hafi
hönd í bagga með stjórn atvinnuvegar eða hvað
þá alls landsins. Og ég vil undirstrika þetta. Það
er sjálfsagt að við verðum að athuga það, sem
menn eru að reyna að gera til þess að koma
einhverju nýju fram, þar sem kannski eitthvað,
sem ekki hefur verið að öllu leyti ósambærilegt,
hefur gefið árangur annars staðar. Ég held að
eitt hið flóknasta dæmi, sem hægt sé að stilla
upp, sé síldarútvegurinn og hvað muni ske þar
í hinum ýmsu greinum. Og eins held ég, að það
sé æði flókið dæmi, hvemig eigi að stjórna þessu
landi, og við sækjum það ekki í þetta verkfæri
núna næstu mánuðina.
Kjartan Jóhannsson:
Ég er mjög glaður yfir þeim skilningi, sem
Sveinn Benediktsson sýndi í seinni ræðu sinni,
á gildi athugana sem þessara og mjög þakklátur
fyrir það og fyrir þann skilning, sem hann sýndi
á því, að þetta væri verk, sem ekki yrði unnið
á einni nóttu af einum manni, heldur mjög vanda-
samt og um mikið verk að ræða. Varðandi grund-
völlinn — þær upplýsingar, sem við þurfum á
að halda — þá er það alveg rétt hjá Sveini Bene-
diktssyni, að útkoman verður röng, ef grund-
völlurinn, upplýsingarnar eru ekki réttar. En
það er nú svo, að það eru margir menn, sem
sitja inni með fullt af upplýsingum, sem getur
kannski verið erfitt að komast í seinna, og þess
vegna á að byrja fyrr en seinna á því að undir-
búa svona verkefni. Allur sá hafsjór af upplýs-
ingum, sem eru í kollinum á Sveini Benedikts-
syni t.d., er mikils virði. Hvernig eigum við að
fara að, þegar hann er allur? Hver hefði t.d.
munað eftir klakastíflunni við Grænland, annar
en Sveinn? Varðandi það, að róbotinn eigi að
stjórna einhverju, þá er það alrangt — hann
stjórnar engu. Það erum við, sem stjórnum hon-
um. Hér er einungis um það að ræða að hafa
tæki í höndunum, og rafreiknirinn, sem ég geri
ráð fyrir að sé þessi róbot, er bara lítill hluti
af því tæki. Tækið er tæknin öll. Og sú tækni á
að hjálpa okkur við að meta, hvað gerist, ef
svona eða svona fer. Hvaða áhrif hefur það á
ýmsa aðra liði, ef þessar og þessar ytri aðstæður
ráða, eða ef við tökumst á hendur að gera eitt
eða annað. Hann tekur engar ákvarðanir. Það
erum við, sem ráðum yfir þessari tækni, og mein-
ingin er einungis að hann aðstoði við að taka
ákvarðanir. Ég held að notað hafi verið hér í
ótíma orðið lausn. Þetta er stærðfræðingum
tamt, en með lausn er ekki átt við það, að hér
komi einhver útkoma og nú eigi að fara eftir
henni, heldur hitt að geta metið mismunandi
aðstæður.