Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 228
226
TlMARIT VPl 1967
miklu betur geymslu en lýsi, þ.e. fyrst og fremst
áhrif súrefnis í loftinu, ljóss og hita.
Með hreinsun er fitan svo losuð við óbragð
og lykt.
Við hreinsun og herzlu verður lýsið að alit
annarri vöru en það var og með gjörólíka eigin-
leika. Við breytinguna verður það nothæft í
smjörlíki, bökunarfitu og steikarfitu o.s.frv.
Breytingin, sem gerir þetta kleift, verður fyrst
og fremst við herzluna, en þá binzt lýsið vetni
og við það hækkar bræðslumarkið, fitan harðn-
ar. Fitan verður miklu síður viðkvæm fyrir áhrif-
um áðumefndra spillandi afla, súrefnis o.s.frv.,
en auk þess verða aðrar breytingar (iso-sýru-
myndun, isomerisation o.fl.), sem hafa mikil á-
hrif á eiginleika harðfeitinnar, svo sem plastiska
eiginleika (smureiginleika).
Herzlan eða vetnisbindingin fer fram við 150—
200°C, tiltölulega lágan þrýsting og er nikkel
notað sem hvati (katalysator). Er hann oftast
framleiddur úr nikkelformati í fitu og felldur á
kísilgúr eða annað álíka burðarefni.
Lýsið er hert í kerum, sem taka allt upp í 20—
30 smálestir og tekur herzlan 3—6 klst.
Að herzlu lokinni er hvatinn síaður frá fitunni
og notaður að nokkru leyti aftur.
Þegar hvatinn hefir verið síaður frá, verður
eftir í harðfeitinni lítið eitt af nikkel, kolefni úr
hvatanum o.fl.
Við herzluna myndast sýra í fitunni.
Harðfeiti þarf því að afsýra og hreinsa að lok-
inni herzlu. Að svo búnu fer hún í lokahreinsun,
sem er bragð- og lykteyðing.
Áhrif hinna ýmsu þýðingarmestu þátta á gang
herzlunnar og eiginleika harðfeitinnar, svo sem
hræringar (agitation), hitastigs, þrýstings, gæða
og magns hvata o.fl. eru mjög flókin og verða
ekki rakin hér. En mikilvægt er, að það herðist
fyrst, sem mest er ómettað í lýsinu (selektivitet).
Lýsið er hert mismunandi mikið eftir því, hvemig
á að nota það. Yfirleitt er hert þangað til skammt-
urinn hefir náð ákveðnu bræðslumarki eða
bræðslusviði (melting range), sem að jafnaði er
tilgreint með tveimur tölum, t.d. 30/32°C, 40/
42°C. Fylgzt er með gangi herzlunnar með því
að mæla brottölu (refractive index) fitunnar, en
breytingar á henni fylgja mjög náið breytingum
á joðtölu. Og þegar hert er við ákveðin skilyrði
segir brottalan til um, hvenær skammturinn hefir
náð bræðslumarkinu.
Á markaðnum er hert lýsi með bræðslumarki
frá 30/32—50/52°C og jafnvel lægra, t.d. 25/
27°C.
Auk hinna algengustu einkennistalna harðfeiti,
svo sem joðtölu, bræðslumarks, óbundinna sýra
o.fl. eru í vaxandi mæli tilgreindar þensluein-
kennistölur (dilatometric characteristics, dilation
values), en þær eru einmitt mikilvægur mæli-
kvarði á hina plastisku eiginleika fitunnar.
1 grein McKerrigans, sem áður var getið (3)
eru birtar m.a. þennslueinkennistölur herts lýsis,
sem notað er í matarfitu í Bretlandi. Slíkar tölur
eru einnig í vörulýsingum (specifications) herzlu-
verksmiðjanna, sumra að minnsta kosti.
Það munu vera starfræktar nokkrar verk-
smiðjur, sem hafa samfellda (continous) herzlu,
en þær munu flestar hafa lítil afköst (5,6) og
ekkert hefir verið birt um árangur þeirra.
Lokahreinsun harðfeiti
Þegar harðfeitin hefir verið afsýrð að lokinni
herzlu fer hún í lokahreinsun, þar sem eytt er
úr henni óbragði og lykt. Nefnist sú hreinsun al-
mennt deodorisation á erlendum málum, en það
er gufuþvottur við lágan þrýsting (5—10 mm
abs Hg þrýsting) og háan hita (um 200°C). Er
hleypt hæfilega miklu magni af gufu með lágan
þrýsting gegnum feitina við þau skilyrði í nokkr-
ar klst. Rífur gufan með sér efni, sem valda
óbragði og lykt.
Þegar þeirri hreinsun er lokið, er fitan kæld
og síuð. Er hún síðan ýmist látin á stál- eða ál-
tunnur, í pappírsumbúðir (10) eða flutt í tönk-
um til notenda.
Á þessu sviði hafa rutt sér til rúms síðustu
árin aðferðir til samfelldrar lykteyðingar (deo-
dorisationar), einkum í Bandaríkjum Norður-
Ameríku. Er fitan þá látin streyma niður turna,
syllu af syllu á móti gufunni.
Afsýrt, bleikt og lyktareytt lýsi en ekki hert
er notað í stað olívuolíu við niðursuðu síldar,
sardína o.fl.
Lýsisherzla á Islandi
Upphaf lýsisherzlu á Islandi
Menn hafa að vonum hugleitt, hvort ekki væru
tök á að vinna lýsi meira hér heima en gert hefir
verið og auka þannig verðmæti þess.
Hefir athyglin einkum beinzt að hreinsun og
herzlu lýsisins, svo að það yrði nothæft til mann-
eldis.
Það mál hefir oft verið til umræðu hér á landi
síðustu áratugina.
Islendingar hafa lengi haft náin kynni af Norð-
mönnum á sviði hvalveiða, síldveiða og lýsisverzl-
unar. Norðmenn hafa jafnan keypt talsverðan
hluta af lýsisframleiðslu Islendinga.