Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 219
TlMARIT VPl 1967
217
farið stöðugt minnkandi og var .árið 1962 kom-
inn niður í 7,9% og 1964 í 2,7% af heildarfram-
leiðslunni. Þessi þróun stafar af minnkandi afla
togaranna á þorskfiskveiðum jafnhliða vaxandi
afla vélbátanna. Togurunum hefir líka fækkað
og einnig hafa þeir lagt sig meira eftir karfa
en þeir áður gerðu, og hefir það haft sín áhrif.
Loks hafa togararnir á seinni árum lagt lýsi í
vaxandi mæli á land í erlendum höfnum, og er
það ekki talið með í tölunum hér að framan.
Afkastageta hfrarbræðslnanna í landi er allt
frá nokkrum hundruðum htra upp í 120 þús.
lítra á sólarhring. 1 töflu 4 eru þær flokkaðar
eftir framleiðslumagni á árinu 1964.
1 nær öllum þessum bræðslum var lifrin
brædd með háþrýstri gufu frá katli. Eftirvinnsla
grútsins skiptist þannig eftir framleiðsluaðferð-
um, að 70% af honum var lútsoðið, 17% sog-
eimað og 13% ýmist unnið með öðru móti eða
ekki hagnýtt.
1 bræðslutækjum togaranna má yfirleitt bræða
5—10 þús. lítra af lifur á sólarhring. Þar fer
ekki lengur fram nein eftirvinnsla á grútnum.
Þegar hann er hirtur, er hann fluttur í land og
unninn þar. Þrír togarar, sem allir eru með þeim
nýjustu, hafa ekki nein bræðslutæki um borð og
flytja þeir því lifrina í land, þar sem hún er
brædd.
Hér verður nú lýst aðalbræðsluaðferðunum,
sem notaðar eru í landbræðslunum:
Gufubrœðsla,
Gufubræðslutæknin hefir litlum breytingum
tekið síðan henni var fyrst komið á hérlendis.
Trétrektarnar, sem upphaflega voru notaðar, eru
þó nú að mestu horfnar, en í þeirra stað hafa
komið járnker, misstór og margvíslega löguð.
Brætt er með gufu frá katli, og má hún ekki
hafa minni þrýsting en 4 kg/sm2. Bræðslu skal
jafnan lokið á 15—20 mínútum (28). Eftir %
klst. stöðu er lýsið síðan fleytt ofan af kerun-
um.
1 grútnum verða eftir öll vefjarefni lifrarinn-
TAFLA 5
Efnahlutföll í gufubræddum þorskalifrargrút
Composition of cod liver foots from steamed
livers
Vatn 64%
Water
Lýsi 25%
Oil
Lýsislaust þurrefni 11%
Oilfree solids
ar, þéttivatnið frá gufunni, sem venjulega er um
15% af þunga lifrarinnar, og auk þess nokkurt
lýsi. Efnahlutföll í hfrargrút frá gufubræðslu
eru að meðaltali eins og sýnt er í töflu 5.
Það fer fyrst og fremst eftir því, hve feit lifr-
in er, hve mikið fæst af gufubræddu lýsi úr
henni. Úr lifur, sem inniheldur 65% af lýsi, er
algengt, að fáist 49% af gufubræddu, fleyttu
lýsi, en 16% verða eftir í grútnum, hvorttveggja
miðað við lifur. Ef þessar tölur eru umreiknaðar
og miðaðar við lýsið í hfrinni, kemur í ljós, að
gufubrætt, fleytt lýsi nemur 75,5%, en 24,5%
verða eftir í grútnum.
Lútsuða
Vorið 1936 var byrjað að bræða karfalifur með
lútsuðu á Sólbakka við Önundarfjörð. Var það
í fyrsta skipti að þessi bræðslutækni var notuð
í stórum stíl við bræðslu lifrar á Islandi (29).
Á vertíðinni 1937 var síðan farið að vinna þorska-
lifrargrút með þessari aðferð. 1 karfalifrinni eru
að meðaltah 28% af lýsi, og er hún því mjög
áþekk þorskalifrargrút í þessu tilliti.
Lútsuðan nefnist á fagmáli álkalisk hydrolysa,
og er ein hinna sígildu aðferða, sem efnafræðin
ræður yfir til þess að kljúfa og leysa upp eggja-
hvítu. Á Islandi var lútsuðan í fyrstu fram-
kvæmd þannig, að hráefnið, hvort heldur var
lifur eða grútur, var marið eða tætt í pressu
eða tætara. Næst var blandað í það nokkru vatni
og um það bil 1% af natrónlút (NaOH) látið
út í blönduna, sem síðan var hituð eða soðin með
beinni gufu. Lifrarvefurinn leystist þá í sundur
og fór í upplausn, en jafnframt myndaðist lítið
eitt af sápu. Blandan var síðan skilin í sívirkri
diskaskilvindu og bætt í hana heitu vatni eða
sjó til þess að auðvelda skilnaðinn. Væri magnið
af natrónlút nógu mikið og suðunni haldið
áfram nægjanlega lengi, skildi blandan sig greið-
lega að, er suðunni var hætt, og flaut þá upp
lýsiskvoða, en undir hana settist lýsissnautt blóð-
vatn. Blóðvatninu var síðan hleypt undan og
kvoðan ein skilin. Kvoðan innihélt um 60% af
lýsi, þegar hún var fullstaðin.
Lútsuðuaðferðin hefir þróazt stig af stigi á
þeim tæpum 30 árum, sem hún hefir verið í notk-
un á Islandi, og eru nú til af henni mörg af-
brigði. Hún er vafalítið ein þeirra fiskvinnslu-
aðferða, sem Islendingar hafa átt hvað mestan
þátt í að fullkomna. Þannig var Ásgeiri Þor-
steinssyni (30) veitt einkaleyfi árið 1940 á lút-
suðuaðferð, sem meðal annars einkenndist af
því, að hráefnið var fyrst hitað óþynnt upp í
. suðu með beinni gufuhitun og óuppleystum