Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 41
TlMARIT VPl 1967
39
c) Milli 100.000 og 250.000 gerla í grammi
voru 29 (26,2%) og af þeim fundust coli-
gerlar í 22 (19,8%) þeirra.
d) Yfir 250.000 gerla í grammi voru 40
(36,0%) sýnishom og af þeim fundust
coligerlar í 36 (32,5%) þeirra.
1 heild tífaldaðist því gerlaf jöldinn frá roðflett-
un, unz flökin voru tilbúin til frystingar. Þessi
mikla aukning benti til, að gerlamengun úr um-
hverfinu væri mikil. Hin háa hundraðstala coli-
gerla í fullunnum flökum benti eindregið á skort
hreinlætis og hreinlætisaðgerða í frystihúsum.
Á þeim þremur árum, sem liðin eru síðan þessi
rannsókn fór fram, hafa opinberir aðiljar ekki
látið fara fram kerfisbundna rannsókn á hrein-
læti eða gerlagróðri í freðfiski. Eitt sölusamtaka
frystihúsanna hefur á þessu tímabili látið rann-
saka gerlagróður í freðfiski og safnað gögnum
um hreinlætisástand í frystihúsum innan sinna
vébanda. Virðist höfundi, sem fyllsta ástæða væri
til, að slík rannsókn væri endurtekin og væri
fastur liður í opinberu eftirliti með freðfiskfram-
leiðslu.
Engar líkur skal að því leiða, hvert sé hið
raunverulega ástand í hreinlætismálum frysti-
húsa hérlendis. Ýmsar aðgerðir, sem framkvæmd-
ar hafa verið á þessu tímabili, ættu þó að hafa
stuðlað að bættu hreinlæti í frystihúsum. Ber þá
helzt til að nefna fyrirmæli Fiskmats ríkisins
um klórblöndun alls vatns, sem notað er við freð-
fiskframleiðslu, og svo að mælt hefur verið fyrir,
að starfsfólk í frystihúsum skuli eingöngu nota
pappírsþurrkur við handþvott.
Helztu atriðin, sem orsaka mengun fiskflaka
Ljóst er af rannsókninni, sem gerð var 1962—
1963, að fiskhold getur mengazt víða á leiðinni
frá móttöku í frystingu. Erlendis hafa verið gerð-
ar margar athuganir og rannsóknir á þessum
mengunaruppsprettum. (Sjá t.d. 12 og 7, bindi
IV, bls. 1).
Hluti af rannsókninni 1962—1963 á hreinlætis-
ástandi í frystihúsum var að fá yfirlit yfir aukn-
ingu gerlafjöldans á ýmsum vinnslustigum. Sýn-
ishorn voru tekin í nokkrum frystihúsum í því
skyni, og voru niðurstöður þessar:
Gerlafjðldi í 1 gr.
Vinnslustig flaks við 37 °C ræktun
1) Flökun 6.000 (meðalt.)
2) Roðflettun 29.000 (meðalt.)
3) Færibönd og bakkar 203.000 (meðalt.)
4) Flök tilbúin til frystingar 425.000 (meðalt.)
Verður nú rætt um mengunarhættu á ýmsum
vinnslustigum.
1) Fiskþvottur.
BQutverk fiskþvottar er að fjarlægja sem mest
af þeim óhreinindum, sem eru á roði og í kvið-
arholi fisks. Hérlendis eru ótal aðferðir notaðar
við fiskþvott. Rannsóknir benda til, að hann sé
yfirleitt gagnslítill til að fjarlægja smitnæm
óhreinindi (gerla). Full ástæða er til að láta
rannsaka þetta mál nánar, og má í því skyni
styðjast við erlendar athuganir. Slælegur þvott-
ur hlýtur að auka möguleika mengunar fisk-
holdsins eftir flökun og roðflettun.
Sá háttur, sem hafður er á víða erlendis, t.d.
í Kanada, að flaka upp úr rennandi vatni, er
talinn þar í landi gefa mjög góða raun. Með því
minnkar gerlamengun frá roði og kviðarholi og
minna berst inn í vinnslusalinn.
2) Flökun.
1 íslenzkum frystihúsum tíðkast hvoru tveggja
handflökun og vélflökun. Við flökun verður fisk-
holdið fyrir mengun af umhverfinu, svo sem hníf-
um, bökkum, færiböndum, flökunarborðum og
frá starfsfólkinu. I sumum frystihúsum tíðkast
sá ámælisverði háttur, að flakarar nota ýmis
konar ílát (t.d. dollur) með volgu vatni til þess
að skola hnífa og hendur. Augljóst er, að þetta
eykur hættu á mengun, því að volgt vatn með
alls kyns fiskleifum er góð gróðrarstía fyrir gerla.
Notkun þessara íláta er yfirleitt óþörf, því að í
flestum frystihúsum eru kranar með rennandi
köldu vatni við hvert flökunarborð.
Mjög vafasöm þróun frá gerlafræðilegu og
hreinlætissjónarmiði hefur átt sér stað á síðustu
árum með breyttum vinnuaðferðum við flökun.
Meðan færibönd voru alls ráðandi í frystihúsum
létu flakarar, sem kunnu skil á verki sínu, flök-
in á færiböndin eitt og eitt og sneri holdhlutinn
upp en roðhluti flaksins hvíldi á færibandinu. Síð-
an farið var að vinna í ákvæðisvinnu og vinnu-
hagræðingin hóf innreið sína, eru flökin látin
holt og bolt í eina kös í álbakka. Á þennan hátt
mengast fiskholdið allt. Sé fiskþvottur slælegur,
verður þessi mengun fiskholdsins alger. Ástæða
er til að ætla, að bakkarnir, sem notaðir eru undir
fiskflökin til að flytja þau í roðflettun, séu oft
lítið sem ekkert þrifnir, ekki einu sinni skolaðir
úr rennandi vatni. Bakkarnir eru síðan fluttir á
grindavögnum að roðflettivél. Sá er þó gallinn á,
að grindumar í vögnunum liggja svo nærri hver
annarri, að botn þeirrar, sem ofar er, nemur við
kúfinn á bakkanum, sem undir er.