Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 145
TlMARIT VFl 1967
143
Saltfiskiðnaður Islendinga
Loftur Loftsson, verkfræðingur
Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda
Framleiðsla og útflutningur
Framleiðsla á saltfiski hófst ekki hér á landi
fyrr en seint á 18. öld, en áður hafði skreið verið
helzta útflutningsvaran. Á síðustu öld og einnig
á þessari, allt fram að heimsstyrjöldmni síðari,
var saltfiskur aðalútflutningsvara okkar. í síð-
ari heimsstyrjöldinni lokaðist fyrir aðalsaltfisk-
markaði okkar og lá því saltfiskframleiðslan svo
til niðri, en eftir stríðið hófst hún aftur, og er
nú meðal ársframleiðslan helmingi meiri en á
árunum á milli heimsstyrjaldanna. Hin síðari ár
hefur myndazt hér nokkurs konar jafnvægi á
nýtingu þorskaflans, þannig að um Va hans fer
í frystingu, % fer í salt, en það, sem eftir er,
fer í skreið, til innanlandsneyzlu eða er selt er-
lendis ísvarið.
Hin síðari ár hefur þorskafli fiskibáta aukizt
mjög en þorskafli togaranna dregizt að sama
skapi saman. Þetta orsakar það, að meðalstærð
á veiddum þorski hefur vaxið hér, ólíkt því, sem
er víða annars staðar. Það er mjög mikilvægt
fyrir saltfiskiðnaðinn, að fiskurinn sé stór, því
að í helztu markaðslöndum okkar er saltaður
stórþorskur álitinn sérstök gæðavara, og er greitt
mun hærra verð fyrir hann en smáfisk. Má segja,
að þetta séu helztu séreinkenni á íslenzkum salt-
fiski, þ.e. hin góða stærð hans, og kaupendurnir
keppast um hann, en undanfarin ár hefur eftir-
spurnin verið meiri en framboðið.
I töflunni má sjá, hvernig útflutningur salt-
fisks hefur aukizt frá s.l. aldamótum og fram
að heimsstyrjöldinni síðari. Á þessum árum var
saltfiskur helzta útflutningsvara okkar. í stríð-
inu og næstu 5 árin á eftir lá saltfiskframleiðsl-
an mikið til niðri, en á s.l. 15 árum hefur orðið
mikil aukning á framleiðslu og útflutningi salt-
fisks.
Enda þótt útflutningur saltfisks nemi nú orðið
ekki nema um 10% af heildarútflutningsverð-
mætum okkar, skipar hann engu að síður 3. sætið
í útflutningnum. Árið 1965 var t.d. stærsti út-
flutningsliðurinn í krónutölu fiskmjöl og fisk-
XJtflutningur saltfisks frá íslandi, ársmeðaltal
Export of sáltfish from Iceland, annual average
Tlmabil Period Þurrkaður saltfiskur tonn Dried metric tons Blautur saltfiskur tonn Wetsalted metric tons Hluti heildar- útflutnings- verðmæta % Part of total export
1901—1905 14.625 331
1906—1910 16.993 441
1911—1915 22.398 3.189 66% (1913)
1916—1920 20.386 4.651 70% (1920)
1921—1925 37.493 11.016
1926—1930 49.917 20.719
1931—1935 51.766 16.776 50,7% (1935)
1936—1940 22.122 15.636
1941—1945 1.540 5.690
1946—1950 1.228 19.607
1951—1955 8.658 33.093 26,5%
1956—1960 6.926 25.922 13,4%
1961—1965 2.814 27.313 10,1%
olíur, næst komu frystar sjávarafurðir, síðan
saltfiskur (545 millj. kr.), þá saltsíld, síðan skreið
og svo ísvarinn fiskur.
Þá sýnir taflan m.a., hversu útflutningur
blautverkaðs saltfisks (blautur upp úr salti) hef-
ur aukizt í hlutfalli við þurrkaðan (verkaðan)
saltfisk.
Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru m.a. þær,
að helztu markaðslönd okkar, svo sem Spánn
og Portúgal, hafa komið upp hjá sér stórum og
fullkomnum þurrkklefum, auk stórra kæli-
geymslna. Þar sem vinnulaun eru þar lægri en
hér, telja þeir hagkvæmara að kaupa fiskinn héð-
an strax á vorin beint upp úr salti, geyma hann
í kæligeymslum sínum og þurrka eftir því, sem
markaðurinn segir til um. Auk þess hefur hér
verið erfitt að fá nægilegt rekstrarfé frá lána-
stofnunum og því þykir oft hagkvæmara að fá
greitt strax fyrir fiskinn upp úr salti en að