Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 253
TlMARIT VPl 1967
251
Slóginu var safnað, þegar netabátar komu að
landi kvöldið 13/4 og strax sett í geymslu við
6°C.
Eins og taflan ber með sér fer nýtanlegt lýsín
lækkandi á öllu geymslutímabilinu, og á það rót
sína að rekja til þess, að eggjahvítuefnin
(próteínin) klofna fyrir áhrif meltingarefna nið-
ur í einfaldari efnasambönd, þar á meðal amínó-
sýrur.
Ammóníak fer vaxandi eins og gera má ráð
fyrir og er aukningin sjálfsagt miklu meiri en
efnagreiningin sýnir, þar sem mikið hlýtur að
hverfa við þurrkunina.
4. Slógfita
Slógfitan er sérstaklega auðug af kólesteróli,
en það er eftirsótt efni fyrir lyfjaiðnaðinn
(hormónar, D3-vítamín). Árið 1955 voru gerðar
kólesterólákvarðanir á fitu, sem leyst var úr
hinum ýmsu hlutum slógsins með ethylen-di-
klóríði að undangenginni þurrkun með azeo-
tropiskri eimun og birtast niðurstöður hér á eftir
í töflu 6.
Niðurstöður þessara rannsókna eru skráðar í
ársriti Fiskifélags Islands 1944—1946 (Fiskiðn-
rannsóknir VI). Þær sýna, að bæði fitumagn og
kólesterólmagn sviljanna eykst, eftir því sem
líður á vertíðina og ná hámarki rétt fyrir gotið.
SIóg\TiimslutiIraunir
Þegar um er að ræða að hagnýta slóg í veru-
legu magni hér á landi, koma ýmsar leiðir til
greina og má þá helzt nefna:
Framleiðsla á slógkjama
Framleiðsla á slógmjöh
Framleiðsla á blönduðu mjöh
Hagnýting einstakra Uffæra eftir
aðgreiningu frá slóginu
Framleiðsla á slógkjarna
1 slóginu eru meltingarefni fisksins. Eftir
dauða fisksins verka þau á sjálft slógið, kljúfa
niður próteínsambönd þess og leysa það í sund-
ur. Þessi sjálfsmelting (autolysis) getur orðið
TAFLA 6
Slógfita
Fat from cod organs
Innyfli Organs % fita, fat (ethylene dichlo- ride extraction) % ósápanleg efni í fitu unsaponifiable % kólesteról í fitu cholesterol in fat % kólesteról í innyflum cholesterol in organs
Hrogn Roes 1,71 16,8 14,0 0,24
Svil Milt 1,85 19,8 18,0 0,33
Magar Stomachs 1,18 20,3 18,1 0,21
Garnir Intestines 1,53 18,8 16,3 0,25
Kólesterólmagnið var fundið með digitonin-
útfellingu úr hinum ósápanlega hluta fitunnar.
Eins og sjá má af töflunni er kólesterólmagnið
mest í sviljunum. Nokkrar rannsóknir á þorska-
sviljum með hagnýtingu þeirra fyrir augum hafa
farið fram hjá RFl mörg undanfarin ár, en þó
einkum árið 1945. Það sýndi sig fljótt, að svilin
geymast Ula. Jafnvel þótt þau séu fryst og
geymd við —15 til —20°C klofnar sviljafitan
tiltölulega fljótt.
1 ársbyrjun 1945 hófust kerfisbundnar rann-
sóknir á þorskasviljum, einkum með tilliti til
kólesteróhnnihalds þeirra.
mjög ör, ef aðstæður eru hentugar. Slógið verð-
ur þá þunnt og vatnsleysanlegt svo að auðvelt
er að eima vatnið úr því í soðkjarnaeimurum
niður í 40—50% þurrefnismagn. Aðferðin virð-
ist því lcoma til greina hjá verksmiðjum, sem
hafa eimara til soðkjarnavinnslu.
1. Tilraunir á Rannsóknastofu
Fiskifélags Islands árið 1954
Slógið var tætt í lítilh hamrakvörn (Miracle
Mill Ltd., London. Tegund Jr. No. 2) knúinni
með 10 ha mótor. Snúningshraði kvamar var
um 3000 sn/mín. Stærð sigtis var 17,1 x 48,3