Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 46
44
TlMARIT VFl 1967
1) Gæðaeftirlit.
Gæðaeftirlit með freðfiskframleiðslu á að
tryggja, að framleidd sé vara, sem uppfyllir kröf-
ur gæðamats um gæðastaðla vörunnar. Þessa
staðla setja opinberir aðiljar, sem annast gæða-
eftirlit, einstök viðskiptalönd eða einstakir kaup-
endur. Gæði vörunnar eiga ekki að vera háð til-
viljun. Vara er því aðeins góð, að vel hafi verið
vandað til vals á hráefni og samvizkusamlega
unnið að framleiðslu hennar. Gæðaeftirlit nær því
til og felur í sér alla þætti framleiðslunnar, allt
frá því að vera hráefni og unz hún er tilbúin til
sölu. Gæðaeftirlitinu ber því skylda til að hafa
eftirlit með, að fyllsta hreinlætis sé gætt á öllum
stigum fiskvinnslunnar.
Gæðaeftirlit lýtur flestum þeim sömu lögmál-
um og skyldum sem hreinlætiseftirlit, en hefur, að
dómi sumra, þó þá sérstöðu, að vera að nokkru
leyti háð verzlunarsamningum og viðskiptavenj-
um.
2) Hreinlætiseftirlit.
Sú siðferðilega skylda hvílir á framleiðendum
freðfisks, að hann sé slíkur að gæðum og sé
framleiddur við þær aðstæður, að neytendur fisks
bíði ekki tjón af neyzlu hans. Það er hlutverk
gæða- og hreinlætiseftirlits að fylgjast með gæð-
um og hreinlæti. Starfssvið hreinlætiseftirlits í
frystihúsum er því mjög víðtækt og ber að ná
til sem flestra þátta starfsemi þeirra. Upptalning
á þáttum þeim, sem starfssvið hreinlætiseftirlits
á að ná til, er svo yfirgripsmikil, að það verður
ekki gert hér (sjá t.d. 4, bls. 264), enda eru án
efa skiptar skoðanir um starfssvið og fram-
kvæmd hreinlætiseftirlits í frystihúsum.
Eins og áður var getið, eru það tveir aðiljar,
sem eiga að annast hreinlætiseftirlit í frysti-
húsum. Annars vegar er það hið opinbera, þ.e.
Fiskmat ríkisins og Ferskfiskeftirlitið, og hins
vegar eftirlitsdeildir sölusamtaka frystihúsanna
sjálfra. Hjá hvorugum þessarra aðilja eru starf-
ræktar hreinlætiseftirlitsdeildir innan vébanda
gæðaeftirlitsins. Eðlilegt má teljast, að hið opin-
bera hafi forgöngu í því að skipa hreinlætiseftir-
litinu þann sess, sem því ber, með stofnun og
starfrækslu hreinlætiseftirlitsdeilda, sem væru í
tengslum við gæðaeftirlitsdeildir. Þessar deildir
hefðu á að skipa þjálfuðu og sérmenntuðu starfs-
liði í hreinlætisfræðum.
Eins og málum er nú háttað, virðist fram-
kvæmd ákvæða laga um eftirlit og mat á fersk-
um fiski og freðfiski vera aðallega fólgin í gæða-
mati eða hráefnismati samkvæmt gildandi verð-
lagsákvæðum og mati á efnislegum gæðum fisk-
afurða með tilliti til hæfni til útflutnings. Minni
áherzla hefur verið lögð á hið eiginlega gæða-
eftirlit með aðbúnaði öllum við öflun hráefnis og
vinnslu þess og eftirliti með gerilvörnum, hrein-
læti og hreinlætisaðgerðum í freðfiskframleiðslu.
Þessi þróun orsakast meðal annars af því, að
skortur er á sérþjálfuðum og sérmenntuðum
hreinlætiseftirlitsmönnum. Afleiðingin er því
skortur á alhliða upplýsingum um raunverulegt
hreinlætisástand frystihúsanna og nægilegu að-
haldi með eftirliti hreinlætis við freðfiskfram-
leiðslu.
Rétt þykir að benda á, að kerfisbundnar hrein-
lætisskoðanir á frystihúsum koma að miklu
gagni við framkvæmd þrifnaðaraðgerða (4, bls.
264, 294). Tilgangurinn með kerfisbundnum
hreinlætisskoðunum er: 1) Að ákveða eðli og
yfirgrip hreinlætisvandamála frystihúsa. 2) Að
safna upplýsingum, sem nota má til þess að
grundvalla og framkvæma hreinlætisaðgerðir. 3)
Að meta framgang og þróun hreinlætisaðgerða
í frystihúsum. 4) Að fylgjast reglulega með
framkvæmd hreinlætisaðgerða. — Niðurstöður
hreinlætisskoðana gefa vísbendingu um, hvort
ástand frystihúss er samkvæmt gildandi lögum
og reglugerðum um hreinlæti í frystihúsum.
Kostnaður vegna lagfæringa og úrbóta á hrein-
læti getur án efa orðið þungur á metunum, en
kemur því aðeins til álita, að kröfur séu meiri
en lög og reglugerðir kveða á um.
Við framkvæmd opinbers hreinlætiseftirlits
verður að framfylgja ákvæðum laga og reglu-
gerða um útbúnað, framleiðsluhæfni og hrein-
læti frystihúsa í ríkari mæli en tíðkazt hefur
hingað til. Uppfylli frystihúsin ekki ákvæði laga,
ber viðeigandi opinberu eftirliti með hreinlæti að
láta gera tilskildar ráðstafanir til úrbóta, en að
öðrum kosti að beita leyfissviptingu fyrir rekstri
eða sektarákvæðum.
Að lokum, með tilliti til stöðugt aukinna krafna
um vörugæði og hollustu, sem mörg markaðs-
lönd okkar gera til freðfisks, er okkur skylt að
láta fara fram athugun á því, hvort ástæða sé
til að endurskoða og samræma gildandi lög og
reglugerðir um hreinlæti og hreinlætisaðgerðir í
freðfiskframleiðslu.
Summary
This article deals with sanitation and sanitary
problems in the production of frozen fish. As
such it discusses the sanitary conditions in the
Icelandic fish freezing plants.
Following an introduction is a chapter dealing
with the definition of sanitation and a discussion