Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 283
TlMARIT VFl 1967
281
nema vitlaus útkoma, ef undirstaðan væri ekki
rétt. En að ætla að láta róbot stjórna öllu fyrir
oklcur og ráða fram úr öllum flóknustu málum,
til þess held ég að vanti undirstöðuna enn sem
komið er. En því aðeins hef ég viljað styðja
þetta mál, að ég held að með nógu rækilegum
margra ára, jafnvel áratuga, undirbúningi sé
hægt að fá eitthvað vit í útkomuna. En ég full-
yrði það, eins og þessi mál standa hér í dag,
að þá lízt mér ekki á, að það sé hægt að byggja
á þeirri mjög svo veiku undirstöðu, sem enn er
fundin, neitt nema eitthvað, sem væri á borð við
nýju fötin keisarans. Hvernig á t.d. að segja fyrir
um það samkvæmt þessum tækjum fyrirfram, að
á vissum vetri myndist klakastífla við N-Græn-
land, sem hindri Pólstrauminn norður af Græn-
landi, en það hefur áhrif á hafstrauma, sem aft-
ur valda því, að sjórinn við Island kólnar óeðli-
lega miðað við það, sem áður var. Ég vildi sjá
þá menn, sem gætu stillt þetta tæki þannig, að
það gæfi þessa útkomu. Og ég vildi líka sjá þá
menn, sem gætu sagt fyrir um það t.d. nú
í dag, hvað Rússar senda mörg skip á
síldarmiðin í sumar og hvemig þau verða út-
búin. Ég held að róbotinn myndi aldrei svara
því. Og við skulum segja: Hvað senda Þjóðverj-
ar marga togara? Það er kannski hægt að fá
upplýsingar um það með því að senda menn út
til Þýzkalands og rannsaka málið þar á staðn-
um o.s.frv., en róbotinn svarar því ekki í dag.
Þegar svo er mál með vexti, að það er fram-
leiðsla á ýmiskonar jurtafeiti og framleiðsla á
lýsi hjá Perúmönnum, Norðmönnum og Dönum
og fleirum, sem sker úr um það, hvaða verð
við fáum fyrir okkar síldarlýsi og þess vegna
setur svip á það, hvaða verð við getum greitt
fyrir okkar hráefni, þá verðum við, til þess að
geta fengið svar við því, hvað framundan er,
að vita það, sem enginn veit, og það er það, hvað
verður mikil framleiðsla af ýmissi jurtafeiti í
Bandaríkjunum, hvað verður hún mikil í Asíu,
hvað verður hún í Afríku og hvað verður hún
mikil um allan heim? Hvað senda Japanir mörg
skip til veiða, hvað senda Rússar? Róbotinn
svarar því ekki í dag. Ég er á því, eins og ég
þykist hafa sýnt í verki, að styðja það, að það
sé reynt að komast það áfram í þessu máli sem
hægt er, en ég hefi enga ofurtrú á þessu verk-
færi í dag, því að það er ekki búið að finna
undirstöðuna ennþá, og alveg eins og Þóroddur
sagði: Án undirstöðunnar kemur engin útkoma,
sem mark er takandi á. Þó að þessir tveir menn
séu ágætir, og ég hefi traust á þeim persónu-
lega, þá hygg ég, að það sé ofurefli nokkurra
einstaklinga að finna út úr svona flóknum mál-
um. Það verður að vera hópur manna á löngum
tíma. Ég held að það sé nú anzi stórt tekið
upp í sig að segja: „Við látum róbotinn svara
því, hvernig við eigum að stjórna okkar þjóðfé-
lagi“. Hvernig í ósköpunum geta menn með heil-
brigðri skynsemi látið annað eins út úr sér. Ég
skil þetta ekki. Það er víst alveg nóg fyrir þá,
sem eru taldir með fullu viti, að eiga að stjórna
þessum erfiðu viðfangsefnum þjóðfélagsins, þó
að ekki sé tekið járnarusl, sem ekki er búið að
stilla á réttan hátt, og það eigi að horfa á það
eins og einhverja véfrétt til þess að finna, hvað
við eigum að gera.
Þóroddur Th. Sigurðsson:
Ég þakka Sveini Benediktssyni fyrir þetta
skemmtilega innlegg. Við höfum rætt þetta mál
áður, þ.e.a.s. við höfum háð glímu um það áður.
1 ræðu Sveins kom fram nokkur misskilningur
um hlutverk rafreiknisins, þ.e.a.s. að honum væri
ætlað að ráða gerðum mannanna. 1 erindi mínu
kemur það e.t.v. ekki nægjanlega skýrt fram, að
rafreiknirinn kemur aldrei til með að ráða einu
eða öðru, hann er aðeins þræll þeirra, sem stjórna
honum, og gerir eingöngu það, sem honum er
sagt að gera. Það er hlutverk Sveins Benedikts-
sonar og hans líka að meta og vega þær lausnir,
sem rafreiknirinn gefur, og ef þeir álíta, að þær
séu skynsamlegri og betri en þær lausnir, sem
þeir hefðu annars valið, þá fara þeir eftir hans
lausn, annars velja þeir aðra lausn. Það er alveg
rétt hjá Sveini, að til þess að fært sé að fá góð-
ar úrlausnir með aðstoð rafreiknis, þá vantar
upplýsingar um íslenzka síldarútveginn, m.a.
vegna þess, að sú upplýsingasöfnun, sem gerð
hefur verið fram til þessa, hefur eigi verið ætluð
til slíkra nota. Aðrar upplýsingar er eigi mögu-
legt að fá fyrirfram og þar verður að styðjast
við misjafnlega öruggar líkur. Því miður er raf-
reiknir þannig gerður, að sé hann mataður með
vitleysum, þá verður úrlausn hans einnig vit-
leysa. Þrátt fyrir þessa annmarka má það ekki
verða til þess, að Islendingar geri ekki alvarlega
tilraun til þess að nýta þá möguleika, sem um-
rædd tækni veitir og eigi sízt vegna þess, að
bæði keppinautar okkar á erlendum mörkuðum
og kaupendur afurðanna hafa í nokkur ár svo
vitað er notfært sér hana með verulegum árangri.
Fiskveiðiþjóðir hafa notað þessa tækni á ólikleg-
ustu sviðum, t.d. við hönnun fiskveiðiskipa og
veiðiútbúnaðar, staðsetningu og gerð fiskvinnslu-
stöðva og við lausn vandamála, sem fram koma
við dreifingu og sölu á sjávarafurðum. Kaupend-