Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 312

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 312
310 TlMARIT VFl 1967 ur mál, að um þróun þeirra og möguleika þarf að reyna að spá fram í tímann, en oft eru þessar spár að sjálfsögðu meira og minna loftkastalar. E.t.v. finnst mörgum ýmislegt að því, sem dr. Jakob Sigurðsson hefur sett hér fram, fyrst í mjög ýtarlegri grein og síðar í ræðu hér áðan, loftkastalar, sem lítt sé takandi mark á, en ég vil algjörlega hafna því og skoðun slíkra manna, m.a. vegna þess, að eftir því sem mér hefur tek- izt að kynna mér fiskiðnað og sjávarútvegsmál á íslandi, virðist mér, að of oft hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til framtíðardrauma manna eins og dr. Jakobs Sigurðssonar, ef ég mætti komast svo að orði. 1 framhaldi af þessum orðum vil ég svo halda því fram, að það, sem mest og bezt hefur áunn- izt í þessum atvinnuvegi, hefur verið gert af ís- lenzkum útgerðarmönnum og verkfræðingum, sem hafa lagt sig í líma við að leysa ýmis tækni- vandamál sjávarútvegs og fiskiðnaðar. Ég sé að sumir brosa hér inni og þá sérstaklega spámenn nýja tímans, sem eru eins og við vitum sumir sérfræðingar ríkisvaldsins. En ef við, sem stönd- um í þessum atvinnuvegi, gefumst upp við það, að glíma sjálfir við vandann og þau mál, sem að okkur snúa í daglegu starfi, og njótum ekki trausts og eigum ekki gott samstarf og þá sér- staklega við verkfræðingana, sem hafa tekið virk- an þátt í uppbyggingu þessa atvinnuvegar, er lítil framtíð í íslenzkum sjávarútvegi og fiskiðnaði. Og þá er rétt að líta í aðrar áttir. Ég hef starfað fyrir hraðfrystiiðnaðinn undan- farin 6 ár, sem svo nefndur talsmaður stærsta fyrirtækisins innan þessarar greinar, Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Það er að ýmsu leyti nokkuð flókið verkefni, vegna þess að það getur stundum verið erfitt að þurfa að skýra frá því, þegar sérstaklega vel hefur gengið. Það gera okk- ar þjóðfélagsaðstæður, sem við þekkjum allir, og svo samanburðaraðstaðan gagnvart hinum ýmsu mörkuðum, sem er þannig háttað, að oft er ekki æskilegt að birta of nákvæmar upplýsingar um verðlag og þess háttar. En ef menn líta til baka og hugsa til áranna í kringum 1940, þegar hrað- frystiiðnaðurinn var raunverulega að hefjast hér á Islandi, þá er það mjög athyglisvert, að það voru ekki togaraútgerðarmennirnir, sem höfðu mikinn áhuga fyrir hraðfrystiiðnaðinum, heldur yfirleitt bátaútvegsmenn, sem bjuggu ekki við eins mikla velgengni og togaraútgerðin á þeim árum. Ég hef spurt menn, sem hafa unnið með og eru gjörkunnugir mörgum togaraútgerðar- mönnum, af hverju þetta stafaði. Þeir hafa ýms- ar skýringar á því. Einn, sem var mjög nátengd- ur togaraútgerðinni, sagði mér, að hann hefði fært það í tal við stórútgerðarmenn í togaraút- gerð á þeim tíma, hvort ekki væri rétt, að þeir færu út í hraðfrystiiðnaðinn eins og aðrir. En svarið, sem hann fékk, var það, að það væri vafa- samt, hve mikil framtíð væri í hraðfrystiiðnað- inum eftir styrjöldina. Sem sagt, mjög fáir af togaraútgerðarmönnum fóru út í hraðfrystiiðn- að. Síðan hef ég talað við annan stórútgerðar- mann, sem enn rekur togara í einkaútgerð með sæmd, um þessi mál, og hans svar var þetta: „Því miður fór ég of seint út í hraðfrystiiðnað samhliða minni togaraútgerð“. Þetta er sá tog- araútgerðarmaður, sem enn rekur 3 togara í einkarekstri. Hann á auðvitað eins og aðrir við erfiðleika að stríða í dag, bæði með sína togara- útgerð og sitt hraðfrystihús. Þetta vildi ég að- eins segja til þess að undirstrika það, að spá- dómar og framtíðarsýn manna getur verið mis- jafnlega góð, og þess vegna vil ég ekki fortaks- laust fordæma allar þær hugmyndir, sem dr. Jakob Sigurðsson kemur með, nema síður sé. Ég tel, að einmitt við, sem erum í þessari atvinnu- grein, eigum frekar að fagna því, að enn skuli vera spámenn á meðal okkar. Um það, sem Sveinn Benediktsson sagði í sam- bandi við niðursuðuna, sem ég hef reynt að kynna mér nokkuð, þá er það auðvitað allt sam- an satt og rétt, að það er enginn grundvöllur fyrir niðursuðu á íslandi í dag. En það er þrennt, sem ber að líta á í sambandi við niðursuðuiðnað á sjávarafurðum, sem eru auðvitað augljósar staðreyndir fyrir jafn menntaða menn og hér eru inni. Framleiðsluskilyrði verða að vera fyrir hendi. Mikil verðbólguþróun er það versta, sem hægt er að hugsa sér í sambandi við framleiðslu og sölu á niðursoðnum afurðum, og svo þarf að sjálfsögðu að líta til markaðanna. Ég minnist þess að hafa séð í erlendum skýrslum, að árleg sala niðursoðinna og niðurlagðra sjávarafurða sé um 500.000 tonn í öllum heiminum. Markaðir fyrir þessa vöru eru yfirleitt mjög stöðugir. Það er ekki mikil aukning í eftirspurn eftir niður- soðnum og niðurlögðum vörum, og verð eru ótrygg vegna breyttra neyzluhátta, sem hafa breytt eftirspurn eftir þessari vöru. Neyzlan stefnir meira og meira í þá átt, að fólk vill fá frystar afurðir eða frekar tilbúnar afurðir úr nýmeti. 1 þessu sambandi er ég auðvitað að tala um eftirspurn og neyzluvenjur íbúa háþróaðra ríkja, eins og t.d. Bandaríkjanna. Hér á árunum í kringum 1959 og 1960 var norskur sérfræðingur, sem gerði úttekt á því, hvort það væri grundvöllur fyrir að efna til nið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292
Blaðsíða 293
Blaðsíða 294
Blaðsíða 295
Blaðsíða 296
Blaðsíða 297
Blaðsíða 298
Blaðsíða 299
Blaðsíða 300
Blaðsíða 301
Blaðsíða 302
Blaðsíða 303
Blaðsíða 304
Blaðsíða 305
Blaðsíða 306
Blaðsíða 307
Blaðsíða 308
Blaðsíða 309
Blaðsíða 310
Blaðsíða 311
Blaðsíða 312
Blaðsíða 313
Blaðsíða 314
Blaðsíða 315
Blaðsíða 316
Blaðsíða 317
Blaðsíða 318
Blaðsíða 319
Blaðsíða 320
Blaðsíða 321
Blaðsíða 322
Blaðsíða 323
Blaðsíða 324
Blaðsíða 325
Blaðsíða 326
Blaðsíða 327
Blaðsíða 328
Blaðsíða 329
Blaðsíða 330
Blaðsíða 331
Blaðsíða 332
Blaðsíða 333
Blaðsíða 334
Blaðsíða 335
Blaðsíða 336
Blaðsíða 337
Blaðsíða 338
Blaðsíða 339
Blaðsíða 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.