Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 313
TlMARIT VFl 1967
311
ursuðuiðnaðar á Islandi. Samkvæmt útreikning-
um hans hefði verið grundvöllur fyrir að reka
niðursuðuverksmiðju eða niðursuðuverksmiðjur á
Islandi, strax eftir gengisbreytingarnar 1960 og
1961. En hvernig í ósköpunum er hægt að byggja
upp atvinnuveg eins og niðursuðuiðnað við þær
efnahagsaðstæður, sem verið hafa í okkar þjóð-
félagi síðustu 5—6 árin, án þess að ég sé að
gera lítið úr þeirri miklu velmegun og framþró-
un, sem verið hefur, heldur bendi á hitt, að verð-
bólgan hefur, samkvæmt opinberum skýrslum,
aukizt um 10-13% á ári, og sumir vilja halda því
fram, að hún hafi verið allt að 20%, sé hinn
svo nefndi húsaleigukostnaður tekinn með að
fullu. Á þeim mörkuðum, þar sem við getum selt
niðursoðnar vörur í háum gæðaflokki, hefur
verðbólgan verið 3-5% á ári hið hæsta. Það þarf
engan speking til að sjá, að það er vonlaust að
byggja hér upp atvinnuvegi, sem eiga að selja á
slíkum mörkuðum, vegna þessara innlendu
kringumstæðna.
Þetta er auðvitað eitt aðal vandamálið, sem
ekki verður leyst á einhverju skrifborði, frekar
en hvernig á að byggja upp íslenzka atvinnu-
vegi, hvort sem það er hraðfrystiiðnaður, sjáv-
arútvegur eða niðursuðuiðnaður. Og vandinn
verður ekki leystur í gegnum skýrslur og spá-
mennskulega dóma manna, sem ekki koma ná-
lægt þessum atvinnuvegi. Þetta verður aðeins
leyst fyrir tilverknað þeirra, sem standa í ís-
lenzkum atvinnurekstri og þeirra, sem starfa
hjá þessum aðilum. Og þar til þurfa að koma
stjórnendur þessa lands, þ.e.a.s. stjórnmálamenn-
irnir, sem eiga sjálfir að taka ákvarðanir og
eiga beint samstarf um þessi mál við vinnuveit-
endur og launþega.
Um hraðfrystiiðnaðinn og möguleika hans til
þess að fara út í enn frekari nýtingu þess, sem
hægt er að setja í frystingu, annað hvort hér-
lendis eða erlendis, vil ég taka undir það, sem
Sveinn Benediktsson sagði réttilega hér áðan um
verksmiðju S.H. í Bandaríkjunum, að því miður
fannst mér dr. Jakob Sigurðsson fjalla alllosara-
lega um jafn stórt mál og hér um ræðir. Hlýt
ég að harma það, vegna þess, að það setur all-
verulega niður hans mál og hans grein, sem hann
hefur lagt fram hér á ráðstefnunni, vegna þess,
að þessi verksmiðja og þetta framtak er, eins
og Sveinn Benediktsson sagði, án efa eitt af
stærstu átökunum, sem Islendingar hafa sjálfir
gert í sambandi við sín markaðsmál og yfirleitt
í uppbyggingu sinna atvinnuvega.
Það er rétt að rekja nokkuð forsögu þessa
máls, til þess að varpa nokkru ljósi á það,
hvers vegna meira hefur ekki verið gert í þess-
um efnum, sérstaklega í Vestur-Evrópu, áður en
ég skýri stöðu S.H. þar að mati þeirra, sem um
þessi mál hafa fjallað í Sölumiðstöðinni. Hug-
myndin um það, að byggja verksmiðju í Banda-
ríkjunum, mun fyrst hafa komið fram á aðal-
fundi Sölumiðstöðvarinnar um og eftir 1950.
Mun það hafa verið Jón Gunnarsson, verkfræð-
ingur, þáverandi sölustjóri S.H. í Bandaríkjun-
um, sem kom fram með þessa hugmynd. Hvað
sem öðru líður, þá var það fyrir hans frum-
kvæði, að tekin var á leigu mjög lítil verksmiðja
eða verksmiðjuhús í Nanticoke í Maryland um
mitt árið 1954. Framkvæmdahugmyndir hans
voru á þá lund, að farið skyldi út í að fram-
leiða fiskblokkir á Islandi, sem síðar yrðu not-
aðar í framleiðslu tilbúinna fiskrétta til sölu á
bandaríska markaðnum. Menn vissu auðvitað
ekki þá, hvað í var ráðizt með þessari nýju
framkvæmd, en það kom snemma í Ijós, að sú
spá Jóns Gunnarssonar, að þarna væri verið að
fara inn á réttar brautir, reyndist rétt, því að
1-2 árum síðar keypti Coldwater Seafood Corp.,
dótturfyrirtæki S.H. í Bandaríkjunum, þessi
verksmiðjuhús í Nanticoke og færði út kvíarnar.
Fyrstu árin var ákaflega lítill skilningur fyrir
þessari framkvæmd hér á landi. Allt það, sem
gert var í þessari verksmiðju, var gert fyrir það
takmarkaða fjármagn, sem frystihúsaeigendur
höfðu aflögu hér heima eða gátu lagt fram.
Vegna þessa og hins, hvað markaðirnir opnuð-
ust sterkt fyrir þessari vörutegund, þá þurfti
að leggja á herðar íslenzkra hraðfrystihúsaeig-
enda þyngri bagga en þeir áttu gott með að
standa undir á þessum tíma.
Og vegna skilningsleysis hér á íslandi frá
1956-1960, þá munaði litlu, að þessi framkvæmd
riði samtökunum að fullu hér heima, m.a. vegna
þess, hvernig ráðizt var á samtökin fyrir það,
hvernig þau voru að reyna að verja og byggja
upp sína markaðsaðstöðu í Bandaríkjunum. Og
það athyglisverða er, að sá maður og þeir menn
í Sölumiðstöðinni, sem stóðu í fylkingarbrjósti,
voru raunverulega sóttir til saka og ofsóttir eins
og um glæpamenn væri að ræða. Þá skeður það,
að menn hér heima skrifa greinar í dagblöð og
tímarit og ráðast á þessa framkvæmd og þessi
fyrirtæki, jafnframt því, að menn, sem skildu
ekki markaðsstöðu íslendinga erlendis, sættu fær-
is og reyndu að koma því að á æðri stöðum, að
nú væri tími til kominn að klekkja á útflutn-
ingssamtökum þjóðarinnar og gefa öðrum tæki-
færi til að fara út í þessa útflutningsatvinnu-
grein, og þá var fokið í flest skjól í sumum