Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 254
252
TÍMARIT VFI 1967
sm. Sigtið var með kringlóttum 6 mm götum,
og voru afköst kvamarinnar um 17 1 af slógi á
mínútu.
Meltingin fór fram í 30 1 potti, sem var hitað-
ur óbeint með heitu vatni og var útbúinn með
vélknúinni hræru. Slógið var melt í 6—12 klst.
við um 40°C og eðlilegt sýrustig (pH 6,8—7,0).
Við þau skilyrði meltist það ört.
Meltan var hituð í 80—90°C til þess að eyði-
leggja meltingarefnin. Síðan var sýrt með brenni-
steinssýru niður í pH — 4,5 og fitan skihn úr
heitri meltunni í lítilh Sharpless-skilvindu.
Að því búnu var svo framleiddur soðkjarni úr
meltunni í tilraunaeimara á rannsóknastofunni.
1 öllum tiifellum gekk ágætlega að melta slóg-
ið og slógkjarninn var vel fljótandi heitur með
um 40% vatnsmagni. Vatnsuppleysanleg próteín-
sambönd voru yfir 95% af próteínefnum kjarn-
ans.
2. Tilraimir í Hafnarfirði
1 verksmiðju Lýsis og mjöls h.f., Hafnarfirði,
voru sett upp tæki til slógkjarnavinnslu. Þau
helztu voru: Meltugeymir, 6,3 m3, hitari fyrir
slóg með 25 pípum 12A” í þvermál og 2,5 m
löngum, hitaður óbeint með heitu vatni, hamra-
kvörn og dæla. Soðkjarnatæki verksmiðjunnar
voru notuð við eimunina.
1 þessum tækjum voru framleiddar nokkrar
smálestir af slógkjama. Gekk sú framleiðsla eftir
atvikum vel og komu ekki fram neinir þeir
vinnsluerfiðleikar, sem ekki var talið, að auð-
veldlega mætti sigrast á. Þess er enginn kostur
að lýsa hér einstökum þáttum þessara tilrauna,
en að sjálfsögðu eru ítarlegar upplýsingar um
þær til reiðu fyrir hvem, sem þess óskar.
Sýnishom af slógkjamanum vom send ábyrg-
um fóðursölufyrirtækjum í Bandaríkjunum og
óskað umsagnar þeirra um söluhorfur fyrir þessa
framleiðslu. Svör þeirra vom í stuttu máli á
þessa leið: Lítill markaður er fyrir soðkjarna í
Bandaríkjunum, sé hann boðinn á tunnum. Sama
máh myndi gilda um slógkjama. Slógkjamann
yrði því að flytja í tankskipum og tankvögnum
á ákvörðunarstað. Fóðurtilraunir sýndu, að slóg-
kjaminn var ekki sambærilegur við soðkjarna og
myndi því seljast á lægra verði. Nokkur áhugi
var á því að kaupa þurrkaðan slógkjama, en
hann er mjög rakasækinn og er flutningur hans
því vandkvæðum bundinn. Loks réðu fyrirtækin
frá því að reyna sölu slógkjama í Bandaríkjun-
um.
Hugsanlegt væri að blanda slógkjama í fisk-
mjöl eins og soðkjama, en þar er sá hængur á,
að heiimjöl er sjálft svo rakasækið, að það þolir
ekki hina miklu rakasækni, sem íblöndun slóg-
kjarna myndi valda.
1 töflu 7 eru birt efnahlutföll í slógkjarna, sem
framleiddur var í Hafnarfirði þann 2. apríl 1954.
TAFLA 7
Efnahlutföh í slógkjama, sem framleiddur var í
Hafnarfirði 2. apríl 1954
Composition of condensed fish viscera digest
Óbreytt As análysed MiðaS við 8% vatn Based on 8% moist.
Próteln (Nx6,25) .... 45,0 69,2
Protein
Vatn 40,1 8,0
Moisture
Fita 8,8 13,5
Fat
Salt 1,6 2,4
Salt
Framleiðsla slógmjöls
1. Þurrkun í gufuþurrkara við venjulegan
loftþrýsting
Tilraun var gerð hjá h.f. Lýsi í Reykjavík.
Slógið var tætt í Héðins-hamrakvöm, HK2, sem
knúin var með 50 ha mótor. Snúningshraði
kvarnar var 1450 sn/mín. Sigtið var með aflöng-
um götum 6 X12 mm. Kvörnin virtist velta slóg-
inu dálítið í sér, áður en hún skilaði því gegnum
sigtið, sennilega vegna þess, að snúningshraðinn
var of lítih. Tætta slóginu var dælt frá kvörn-
inni inn í þurrkarann, og olli það engum erfið-
leikum, enda þótt slógið væri þykkt og límkennt.
Afköst kvamarinnar vom rúmar 2 smál./klst.
Þurrkarinn var gufuþurrkari með hræm, þar
sem þurrka mátti ákveðinn skammt í einu. Lengd
hans var 4,25 m og þvermál 1,0 m. Hann var
hitaður óbeint með gufu og var hitaflötur um
13,5 m2.
Alls voru um 1700 kg af slógi þurrkuð. Gufu-
þrýstingur var nokkuð misjafn, en að meðaltali
mun hann hafa verið um 3 kg/sm2 (2 kg yfir-
þrýstingur).
Þurrkað var í 8 stundir, en þær síðustu vom
ódrjúgar vegna þess, að mjöhð hnoðaðist upp í
kúlur, sem voru allt að 3 kg að þyngd, og voru
þær blautar innan. Efnahlutföh mjölsins er að
finna í töflu 8.
2. Þurrkun í gufuþurrkara við loftþynningu
1 framhaldi af ofanskráðri tilraun var reynd