Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 187
Prósent - Percent Þúsundir tonna - Thousand Metric Tons
TlMARIT VFl 1967
185
TAFLA 7
Heimsframleiðsla og útflutningur á fisklýsi og hvallýsi í þús. tonnum (5)
World production and export of fish hody oils, fish liver oils and whale oil in thousand metric tons
Framlelðsla Útflutningur
Production Export
Bollýsi Pish body oils Lifrarlýsi Fiah liver oils Hvallýsi Whale oil Samtals Total Tonn Metric tona %
1948 180 60 356 596
1958 286 60 395 741 421 56,8
1961 537 65 388 990 572 57,8
1962 606 57 354 1.017 582 57,2
1963 540 65 267 872 658 75,5
1964 700 66 226 992 581 58,6
1965 710 60 198 968 658 68,0
Heimsframleiösla og útflutningur fisk- og hvallýsis
i þúsundum tonna.
World Production and Export of FishOit andWhaleOil
in Thousand Metric Tons.
Mynd 3 (16).
Markaðsmál
Á ánmum 1959 og 1960 varð mikið verðfall á
hvers kyns fiskmjöli á heimsmarkaðinum, einkum
vegna mikillar og ört vaxandi fiskmjölsfram-
leiðslu í Perú og skipulagsleysis í sölumálum
framleiðenda þar. Fram að þeim tíma höfðu fisk-
mjölsframleiðendur í hinum ýmsu löndum ekki
haft skipulegt samstarf sín á milli, en nú varð
ljóst, að æskilegt var, að fulltrúar þeirra gætu
hitzt öðru hverju til þess að skiptast á skoðun-
um um hagræn og tæknileg vandamál. Alþjóða-
félag fiskmjölsframleiðenda, International Asso-
ciation of Fish Meal Manufactureres (IAFMM),
var síðan stofnað í þessum tilgangi í Madrid í
októbermánuði 1959.
1 Alþjóðafélaginu eru nú 16 lönd, þar á meðal
öll þau lönd, er framleiða fiskmjöl að ráði, nema
Japan.
Ári síðar var stofnað Félag útflutningsland-
anna, Fishmeal Exporters Organization (FEO),
er í Ijós kom, að hagsmunir þeirra landa, er fyrst
og fremst framleiða fiskmjöl til útflutnings,
voru nokkuð aðrir en hagsmunir hinna, er ein-
göngu framleiddu fyrir innanlandsmarkað.
Meðlimir FEO eru sem stendur 6, þ. e. Portúgal
(Angola), Chile, Island, Noregur, Perú og Suður-
Afríka. Tilgangurinn með stofnun FEO var
aðallega sá, að vinna að skipulegri dreifingu og
sölu fiskmjöls.
Fullyrða má, að þessi samtök fiskmjölsfram-
leiðenda hafi orðið aðilum sínum að verulegu
gagni á liðnum árum, því að fátt er eins hættu-
legt ört vaxandi iðnaði eins og óvissa og skipu-
lagsleysi í afurðasölumálum. Samtökin hafa þó
til þessa látið sig bollýsið of litlu skipta.
Til fróðleiks eru hér teknar með 2 myndir, er
sýna verðsveiflur síðustu ára á fiskmjöls- og
lýsismörkuðimum.