Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 39
TlMARIT VFl 1967
37
eða sjó úr höfnum og sjóblönduðu vatni úr bor-
holum voru tekin sýnishorn á 58 stöðum og töld-
ust 16 (22%) góð (eingöngu borholur), 5 (9%)
gölluð (allt borholur) og 37 (69%) slæm (allt
sjór úr höfnum) eða ónothæf til þvotta og fisk-
vinnslu.
Niðurstaðan í heild var því sú, að af þessum
127 vatnsbólum, sem rannsökuð voru, töldust
samtals 48 (38%) góð, 15 (12%) gölluð og 64
(50%) óneyzluhæf og ónothæf.
Þetta voru ískyggilegar tölur, ekki aðeins fyrir
fiskiðnaðinn í landinu, heldur einnig fyrir íbúa
þeirra bæja og þorpa úti á landi, sem verða að
neyta drykkjarvatns mengað coligerlum af saur-
uppruna.
Fiskmatsráð kannaði nú leiðir til úrbóta og
var meðal annars haft samband við ýmis bæjar-
félög, hvort líkindi væru til að þau gætu bætt
úr ástandinu. Einnig var yfirmanni heilbrigðis-
mála hérlendis, landlækni, tjáð ástandið og leitað
undirtekta um, hvort aðstoðar væri að vænta frá
hinu opinbera. Niðurstaða þessarar könnunar var
sú, að hvorki einstök bæjarfélög né hið opinbera
töldu sér fært að leysa þetta mál upp á sitt ein-
dæmi eða hið opinbera í heild fyrir landið. Aug-
ljóst var því, að fiskiðnaðurinn og þá sérstaklega
frysti-iðnaðurinn varð að leysa þetta vandamál
á eigin spýtur. Er hér var komið málum, lét
Fiskmatsráð hinum ýmsu sölusamtökum, sem
reka frystihús, í té niðurstöður af vatnsrann-
sóknum viðkomandi frystihúsa innan þeirra vé-
banda og hvatti til að þau tækju lausn málsins
í sínar hendur, og kæmu upp klórblöndunartækj-
um í frystihúsunum. Sölusamtökin hófust þá
handa um útvegun og uppsetningu klórtækja,
sem flest ef ekki öll eru frá fyrirtækinu Wallace
& Tiernan, sem er einn stærsti framleiðandi slíkra
tækja.
Fiskmat ríkisins gaf út seint á árinu 1963 fyr-
irmæli um hreinlætisráðstafanir við vinnslu á
fiski, sem er frystur til útflutnings. 1 1. grein
þessara fyrirmæla segir svo: „1. gr. Allt vatn
eða sjór, sem notað er til þvotta á fiski, áhöld-
um, húsnæði eða til handþvottar fyrir verkafólk,
skal blanda með klór eða öðrum jafngildum ger-
ileyðandi efnum. Styrkleiki blöndunnar svo og
allur útbúnaður til blöndunarinnar er háð Fisk-
mati ríkisins". 1 4. gr. sömu fyrirmæla Fiskmats
ríkisins segir svo: „4. gr. Fiskmatsmönnum við-
komandi frystihúsa, svo og viðkomandi yfirfisk-
matsmönnum ber að sjá um, að fyrirmælum
samkv. 1., 2. og 3. grein þessara fyrirmæla verði
framfylgt, svo og að tæki og útbúnaður sé í
fullkomnu lagi á hverjum tíma.“
1 samráði við Rannsóknastofu Fiskifélagsins
var ákveðið, að magn það af fríu klóri í vatn-
inu, sem mælt skyldi með að nota, væri 5 p.p.m.
í allri fiskvinnslu og ekki minna en 25 p.p.m. í
þrifum, eða til gerileyðingar að loknum þvotti.
Var hér fylgt fordæmum, sem tíðkast í fiskiðn-
aði í Bandaríkjunum (23) og í Kanada (24, bls.
25), (5, bls. 224).
Er þetta er skrifað (1966), eru flest en ekki
öll frystihús, stór og smá, útbúin klórtækjum.
Vart hefur orðið við ýmsa byrjunarörðugleika í
sambandi við uppsetningu tækja (ekki nægur
eða réttur vatnsþrýstingur), skort á nægu eftir-
liti með frágangi og viðgerð bilaðra tækja, van-
rækslu verkstjóra og eða vélstjóra að hafa tæk-
in ávallt í notkun, er fiskvinnsla fer fram, og
fleiri atriði, sem eru framkvæmdalegs eðlis.
Hversu margar fiskvinnslustöðvar, sem verka
saltfisk og skreið eingöngu, hafa klórtæki, er
höfundi ekki nægilega kunnugt um. Telja verður
þó, að mikill hluti saltfisks- og skreiðar- verkun-
arhúsa eigi aðgang að vatni, blönduðu klóri. 1
nýútkominni reglugerð um meðferð á humar og
rækju er kveðið svo á, að nota skuli klórblandað
vatn við þrif á kössum, tækjum, geymslusvæði
og vinnusölum.
Um notkun sjávar úr höfnum er það að segja,
að mjög fáar fiskvinnslustöðvar, ef nokkrar, nota
sjó, sem ekki er blandað í klór (gerileyddur),
enda ætti að banna slíkt og leggja viðurlög við,
ef sannaðist.
Mjög erfitt vandamál, sem að mestu er óleyst,
er öflun nægilegs magns af hreinu og ómenguðu
vatni til þvotta á fiskiskipum. Sjór úr höfnum
er enn mjög almennt notaður til þess. Þó veita
þrjú bæjarfélög, þ.e.a.s. Reykjavík, Hafnarfjörð-
ur og Akureyri, þessa sjálfsögðu þjónustu. 1 Vest-
mannaeyjum er sjóveita, sem útbúin er með klór-
tækjum til gerileyðingar. 1 sambandi við þvott á
fiskiskipum úr sjó má geta þess, að Ferskfisk-
eftirlitið beitti sér fyrir tilraun með klórtæki
(Wallace & Tiernantæki) til gerileyðingar á sjó
úr höfnum, sem notaður var um borð í vélbáti
nokkrum úr Reykjavík. Gaf sú tilraun góða raun,
og hafa tæki verið sett í nokkur fiskiskip, bæði
vélbáta og togara. Lögð hefur verið áherzla á
að setja slík tæki í sem flesta báta, sem gera
út frá Vestmannaeyjum, en höfundi er ókunnugt
um tölu þeirra. Gætu slík klórtæki um borð í
fiskiskipum að einhverju eða miklu leyti leyst
þann vanda, sem skipin eiga í við öflun ómeng-
aðs vatns til þvotta og þrifa.
Það skal að lokum tekið fram, að ekki hefur
farið fram skipulögð rannsókn á vatni, sem not-