Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 39

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 39
TlMARIT VFl 1967 37 eða sjó úr höfnum og sjóblönduðu vatni úr bor- holum voru tekin sýnishorn á 58 stöðum og töld- ust 16 (22%) góð (eingöngu borholur), 5 (9%) gölluð (allt borholur) og 37 (69%) slæm (allt sjór úr höfnum) eða ónothæf til þvotta og fisk- vinnslu. Niðurstaðan í heild var því sú, að af þessum 127 vatnsbólum, sem rannsökuð voru, töldust samtals 48 (38%) góð, 15 (12%) gölluð og 64 (50%) óneyzluhæf og ónothæf. Þetta voru ískyggilegar tölur, ekki aðeins fyrir fiskiðnaðinn í landinu, heldur einnig fyrir íbúa þeirra bæja og þorpa úti á landi, sem verða að neyta drykkjarvatns mengað coligerlum af saur- uppruna. Fiskmatsráð kannaði nú leiðir til úrbóta og var meðal annars haft samband við ýmis bæjar- félög, hvort líkindi væru til að þau gætu bætt úr ástandinu. Einnig var yfirmanni heilbrigðis- mála hérlendis, landlækni, tjáð ástandið og leitað undirtekta um, hvort aðstoðar væri að vænta frá hinu opinbera. Niðurstaða þessarar könnunar var sú, að hvorki einstök bæjarfélög né hið opinbera töldu sér fært að leysa þetta mál upp á sitt ein- dæmi eða hið opinbera í heild fyrir landið. Aug- ljóst var því, að fiskiðnaðurinn og þá sérstaklega frysti-iðnaðurinn varð að leysa þetta vandamál á eigin spýtur. Er hér var komið málum, lét Fiskmatsráð hinum ýmsu sölusamtökum, sem reka frystihús, í té niðurstöður af vatnsrann- sóknum viðkomandi frystihúsa innan þeirra vé- banda og hvatti til að þau tækju lausn málsins í sínar hendur, og kæmu upp klórblöndunartækj- um í frystihúsunum. Sölusamtökin hófust þá handa um útvegun og uppsetningu klórtækja, sem flest ef ekki öll eru frá fyrirtækinu Wallace & Tiernan, sem er einn stærsti framleiðandi slíkra tækja. Fiskmat ríkisins gaf út seint á árinu 1963 fyr- irmæli um hreinlætisráðstafanir við vinnslu á fiski, sem er frystur til útflutnings. 1 1. grein þessara fyrirmæla segir svo: „1. gr. Allt vatn eða sjór, sem notað er til þvotta á fiski, áhöld- um, húsnæði eða til handþvottar fyrir verkafólk, skal blanda með klór eða öðrum jafngildum ger- ileyðandi efnum. Styrkleiki blöndunnar svo og allur útbúnaður til blöndunarinnar er háð Fisk- mati ríkisins". 1 4. gr. sömu fyrirmæla Fiskmats ríkisins segir svo: „4. gr. Fiskmatsmönnum við- komandi frystihúsa, svo og viðkomandi yfirfisk- matsmönnum ber að sjá um, að fyrirmælum samkv. 1., 2. og 3. grein þessara fyrirmæla verði framfylgt, svo og að tæki og útbúnaður sé í fullkomnu lagi á hverjum tíma.“ 1 samráði við Rannsóknastofu Fiskifélagsins var ákveðið, að magn það af fríu klóri í vatn- inu, sem mælt skyldi með að nota, væri 5 p.p.m. í allri fiskvinnslu og ekki minna en 25 p.p.m. í þrifum, eða til gerileyðingar að loknum þvotti. Var hér fylgt fordæmum, sem tíðkast í fiskiðn- aði í Bandaríkjunum (23) og í Kanada (24, bls. 25), (5, bls. 224). Er þetta er skrifað (1966), eru flest en ekki öll frystihús, stór og smá, útbúin klórtækjum. Vart hefur orðið við ýmsa byrjunarörðugleika í sambandi við uppsetningu tækja (ekki nægur eða réttur vatnsþrýstingur), skort á nægu eftir- liti með frágangi og viðgerð bilaðra tækja, van- rækslu verkstjóra og eða vélstjóra að hafa tæk- in ávallt í notkun, er fiskvinnsla fer fram, og fleiri atriði, sem eru framkvæmdalegs eðlis. Hversu margar fiskvinnslustöðvar, sem verka saltfisk og skreið eingöngu, hafa klórtæki, er höfundi ekki nægilega kunnugt um. Telja verður þó, að mikill hluti saltfisks- og skreiðar- verkun- arhúsa eigi aðgang að vatni, blönduðu klóri. 1 nýútkominni reglugerð um meðferð á humar og rækju er kveðið svo á, að nota skuli klórblandað vatn við þrif á kössum, tækjum, geymslusvæði og vinnusölum. Um notkun sjávar úr höfnum er það að segja, að mjög fáar fiskvinnslustöðvar, ef nokkrar, nota sjó, sem ekki er blandað í klór (gerileyddur), enda ætti að banna slíkt og leggja viðurlög við, ef sannaðist. Mjög erfitt vandamál, sem að mestu er óleyst, er öflun nægilegs magns af hreinu og ómenguðu vatni til þvotta á fiskiskipum. Sjór úr höfnum er enn mjög almennt notaður til þess. Þó veita þrjú bæjarfélög, þ.e.a.s. Reykjavík, Hafnarfjörð- ur og Akureyri, þessa sjálfsögðu þjónustu. 1 Vest- mannaeyjum er sjóveita, sem útbúin er með klór- tækjum til gerileyðingar. 1 sambandi við þvott á fiskiskipum úr sjó má geta þess, að Ferskfisk- eftirlitið beitti sér fyrir tilraun með klórtæki (Wallace & Tiernantæki) til gerileyðingar á sjó úr höfnum, sem notaður var um borð í vélbáti nokkrum úr Reykjavík. Gaf sú tilraun góða raun, og hafa tæki verið sett í nokkur fiskiskip, bæði vélbáta og togara. Lögð hefur verið áherzla á að setja slík tæki í sem flesta báta, sem gera út frá Vestmannaeyjum, en höfundi er ókunnugt um tölu þeirra. Gætu slík klórtæki um borð í fiskiskipum að einhverju eða miklu leyti leyst þann vanda, sem skipin eiga í við öflun ómeng- aðs vatns til þvotta og þrifa. Það skal að lokum tekið fram, að ekki hefur farið fram skipulögð rannsókn á vatni, sem not-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292
Blaðsíða 293
Blaðsíða 294
Blaðsíða 295
Blaðsíða 296
Blaðsíða 297
Blaðsíða 298
Blaðsíða 299
Blaðsíða 300
Blaðsíða 301
Blaðsíða 302
Blaðsíða 303
Blaðsíða 304
Blaðsíða 305
Blaðsíða 306
Blaðsíða 307
Blaðsíða 308
Blaðsíða 309
Blaðsíða 310
Blaðsíða 311
Blaðsíða 312
Blaðsíða 313
Blaðsíða 314
Blaðsíða 315
Blaðsíða 316
Blaðsíða 317
Blaðsíða 318
Blaðsíða 319
Blaðsíða 320
Blaðsíða 321
Blaðsíða 322
Blaðsíða 323
Blaðsíða 324
Blaðsíða 325
Blaðsíða 326
Blaðsíða 327
Blaðsíða 328
Blaðsíða 329
Blaðsíða 330
Blaðsíða 331
Blaðsíða 332
Blaðsíða 333
Blaðsíða 334
Blaðsíða 335
Blaðsíða 336
Blaðsíða 337
Blaðsíða 338
Blaðsíða 339
Blaðsíða 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.