Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 232
230
TlMARIT VPl 1967
(10) Tommerup, P. o.fl.: Ingeniören 73, 60 (1964).
(11) Holmboe, Carl Fred.: En norsk innsats i
forskning og teknikk, Trekk fra oijeherdningens
historie, Nasjonalforlaget, Oslo 1947.
(12) Blakstad, Egil: Teknisk Ukeblad 110, 665—72
(1963).
(13) Holmboe, Carl Pred.: Ingeniör ser sig tilbake,
Oslo 1948.
(14) Bailey, A. E.: Industrial oil and fat produets,
Interscience Publishers, New York 1945, bls.
558.
(15) Álit og tillögur Skipulagsnefndar atvinnumála I,
Reykjavík 1936.
(16) Pétur Pétursson: Iðnaðarmál 11, 19 (1964).
(17) Fette-Seifen-Anstrichmittel 67, 537 (1956).
(18) Boekenoogen, H. A. og R. J. Taylor: Chemistry
& Industry 15. jan. 1966, bls. 86—91.
Umrœður
Pétur Pétursson:
Ég vil þakka Páli Ólafssyni fyrir mjög fróð-
legar upplýsingar, sem hann hefur gefið okkur
um lýsisherzlu. Málið er mér nokkuð kunnugt.
Árið 1958, eins og Páll gat um, var stofnað
hlutafélagið Hydrol til þess að reka verksmiðju,
sem Ásgeir Þorsteinsson hafði látið reisa, eða
Lýsissamlagið undir forystu Ásgeirs, árið
1948. Þetta nýja hlutafélag tók sem sagt við
rekstrinum 1958 í árslok, og ég hef verið við
þessa verksmiðju starfandi frá þeim tíma. Páll
Ólafsson hefur útskýrt fyrir okkur tæknilegu
vandamálin í sambandi við lýsisherzlu og gert
það mjög vel, og skal ég þar engu við bæta. En
að mínu áliti eru vandamál íslenzks lýsisherzlu-
iðnaðar ekki fyrst og fremst tæknilegs eðlis.
Við höfum þessa reynslu frá 1948. Við höfum
að vísu hert á þessum tíma þorskalýsi fyrst og
fremst, en frá því í desember á s.l. ári höfum
við hert síldarlýsi og tekizt það að okkar áliti
mjög vel — verið mjög ánægðir með árangur-
inn af því, og teljum að tæknilega séu ekki nein
veruleg vandamál í sambandi við síldarlýsis-
herzlu á Islandi.
Vandamálin eru hins vegar fyrst og fremst
efnahagslegs eðlis, eða varðandi markaði —
sölumöguleika á þeirri framleiðslu, sem úr slíkri
herzluverksmiðju kemur. Eins og við vitum allir,
þá fer hert lýsi mest til manneldis; það er notað
í smjörlíki, mjög misjafnlega eftir löndum, í
Noregi sennilega mest í heiminum, Bretlandi
sennilega næst, mjög mikið í Hollandi og Sví-
þjóð, nokkuð mikið í Þýzkalandi og svo minna
í öðrum löndum. Ef hér á að stofna til stórfram-
leiðslu á harðfeiti, er þetta raunverulega það
vandamál, sem við þurfum fyrst að horfast í
augu við, og þá vildi ég gjarna reifa nokkuð,
hver þau vandamál eru. Af heildarframleiðslu í
veröldinni af feitmeti eru fiskolíur aðeins um
2%. Feitmetisframleiðslan mun láta nærri að
vera um 36 millj. tonn og af því eru um 800.000
tonn sjávardýraolíur, það eru fiskolíur og hval-
lýsi. Þrátt fyrir það, að þessi prósentutala sjáv-
ardýraolíunnar eða lýsisins, sem við skulum
kalla, sé lág, þá er markaðurinn mjög þröngur,
sem stafar af því, að aðeins örfáar þjóðir hafa
lært að nota þessa vöru til manneldis. Þessar
þjóðir eru einkum í Evrópu og þó sérstaklega
í V-Evrópu. 1 öllum þessum löndum er háþróað-
ur iðnaður, og í öllum þessum löndum eru
herzluverksmiðjur. Þó er það svo, að flest þess-
ara landa hafa miðað sína afkastagetu við eigin
notkun, nema Noregur. Norðmenn eru stórir út-
flytjendur af hertu lýsi. Þetta er ekki nýtilkomið
hjá Norðmönnunum. Þeir eru um árabil búnir
að vera leiðandi um lýsisherzlu og hafa verið
ráðandi á útflutningsmörkuðum um sölu þess-
arar vöru, og þess vegna vil ég halda mér eink-
um við Noreg í sambandi við þetta vandamál,
sem við þurfum að horfast í augu við, ef við
ætlum að flytja út hert lýsi. Norðmenn hafa
náð sinni forystu fyrir margra hluta sakir, og
má þá fyrst telja það, að þeir eru sjálfir mjög
stórir framleiðendur af því hráefni, sem þarf til
lýsisherzlu, það er síldarlýsi — fyrrum náttúru-
lega hvallýsi, þeir voru mjög stórir hvallýsis-
framleiðendur, en á seinni árum hefur hlutfallið
breytzt, þannig að nú er það síldarlýsið og
makríllýsi og loðnulýsi, sem fyrst og fremst ræð-
ur hráefnisöflun Norðmanna til þessarar fram-
leiðslu. Þá ber að geta þess, að þeir hafa um
árabil haft ódýrt rafmagn, sem skiptir miklu
máli í sambandi við rafgreininguna, eins og Páll
Ólafsson minntist á. Vetni er næstdýrasta hrá-
efnið, sem þarf til herzlu lýsis, þess vegna skiptir
það miklu máli, hvað kw-stundin kostar. Og þeir
hafa á þessu árabili notið þess að vera með
ódýrt rafmagn. Og þá komum við að því, sem
skiptir mestu máli í dag, að Norðmenn hafa meiri
reynslu, meiri kunnáttu, betra liði á að skipa