Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 146
144
TlMARIT VFl 1967
liggja með hann í marga mánuði. Þó er saltfisk-
ur, sem sendur er til S.-Ameríku, ávallt þurrk-
aður hér heima, þar sem hann mundi annars
skemmast í hinum löngu flutningum.
Helztu markaðslönd okkar fyrir saltfisk eru
í S.-Evrópu, þ.e. Portúgal, Spánn, Itaiía og
Grikkland. Eins er selt töluvert magn af salt-
fiski til S-Ameríku, aðallega til Brazilíu. Kúba
var líka mikilvægt viðskiptaland, en eftir bylt-
inguna þar hefur útflutningur þangað legið niðri.
Linþurrkaður saltfiskur til S-Ameríku er send-
ur með kæliskipum. Bretland hefur einnig keypt
töluvert magn af lélegum gæðaflokkum og selt
áfram til samveldislandanna.
Útflutningur saltfisks hefur síðan 1932 verið
eingöngu í höndum samtaka fiskframleiðendanna
sjálfra, Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda
— SlF. Þó hefur á síðari árum verið flutt út
smávegis af söltuðum þunnildum af sölusamtök-
um frystihúsanna og ennfremur hefur einn óháð-
ur aðili fengizt við útflutning saltfisks hin síð-
ari ár, en í mun minni mæli en SlF.
Því hefur oft verið haldið fram, að vinsældir
saltfisks í suðrænum löndum stöfuðu af saltinni-
haldi fisksins. Þetta er ekki nema að sumu leyti
rétt, því að aðalkostir hans í þessum löndum er
gott geymsluþol hans og það, hve saltfiskur er
ákaflega auðmelt fæða, en í heitu löndunum er
þetta tvennt mjög mikilvægir kostir. Auk þess
er næringargildið í hverri þyngdareiningu þurrk-
aðs saltfisks mun meira en í ferskum eða frosn-
um fiski, þar sem saltfiskurinn inniheldur fleiri
eggjahvítueiningar, og er hlutfall þetta ekki
ósvipað alkóhólhlutfalli koníaks og þrúguvíns.
Saltfiskur er ennþá að langmestu leyti fluttur
út sem flattur saltfiskur, þ.e. með roði, uggum
og smávegis af beinum. Á undanförnum árum
hefur þó nokkuð magn saltaðra þunnilda verið
flutt út til Italíu, en þessi þunnildi fást aðallega
við afskurð á flökum í frystihúsunum. Einnig
hafa söltuð ufsaflök verið seld til Þýzkalands,
þar sem þau eru aðallega notuð sem hráefni við
aðra vinnslu.
S.I.F. hefur látið gera tilraunir með vandaðar
neytendapakkningar á saltfiski til útflutnings,
og hafa þessar pakkningar líkað mjög vel. Er
hér um að ræða beinlaus, söltuð þorskflök, sem
eru linþurrkuð, skorin niður í hæfilega bita,
pressuð í V2 kg blokkir, sem eru síðan vafðar
inn í Cry-O-Vac plasthimnu. Blokkunum er
stungið í litprentaðar pappaöskjur og þær eru
pakkaðar inn í sellófanhimnu. Saltfisk, sem
þannig er pakkaður, má geyma ca. 1 mánuð við
stofuhita, meira en 1 ár í óupphituðu fiskhúsi
og lengur í kæligeymslum. Þessi pökkun hentar
ágætlega til dreifingar í sjálfsafgreiðsluverzlun-
um, þareð pakkarnir smita ekkert frá sér í
geymslu.
Framleiðsluhættir
I höfuðdráttum fer saltfiskframleiðslan fram
sem hér segir: Fiskurinn er hausaður, slægður og
flattur með því að skera í burtu hrygginn að
mestu. Fiskurinn er þveginn vandlega og honum
staflað upp í ca. 4 feta háar stæður með miklu
salti á milli laga, þannig að salt hggi allsstaðar yf-
ir fiskinn. Eftir 5-7 daga er fiskinum umstaflað
og salti stráð á milli laga. Oft er honum um-
staflað aftur eftir 2 vikur til að tryggja jafna
Mynd 1. Séð inn í söltunarsal.
saltdreifingu í fiskinum. Eftir ca. 4 vikur í salti
er fiskurinn talinn fullstaðinn og hæfur til pökk-
unar, en má vera mun lengur í stæðunum, ef svo
ber undir. Fyrir pökkun er hver fiskur metinn
í gæðaflokka og stærðarflokka af ríkisskipuðum
fiskmatsmönnum. Vanalega er fiskurinn pakkað-
ur í 52 kg strigapakka, þ.e. í hverjum pakka er
gert ráð fyrir að 1 kg sé laust salt og að 1 kg
fari í vigtarrýrnun í flutningi þannig, að kaup-
andinn fái sem næst 50 kg af saltfiski.
Fyrir þurrkun er saltfiskurinn þveginn í vatni
og svarta magahimnan nudduð í burtu af þunn-
ildunum. Síðan er fisknum staflað í háar stæð-
ur og smávegis af salti stráð á milli laga til að
gera fiskinn hvítari og varna þvi, að hann fest-
ist saman. Eftir að hafa staðið 5—10 daga í
stæðu er honum umstaflað, þannig að efstu fisk-
arnir verði neðst í hinni nýju stæðu og öfugt.
Þetta er til að jafna fargið á fiskinum. Eftir