Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 146

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 146
144 TlMARIT VFl 1967 liggja með hann í marga mánuði. Þó er saltfisk- ur, sem sendur er til S.-Ameríku, ávallt þurrk- aður hér heima, þar sem hann mundi annars skemmast í hinum löngu flutningum. Helztu markaðslönd okkar fyrir saltfisk eru í S.-Evrópu, þ.e. Portúgal, Spánn, Itaiía og Grikkland. Eins er selt töluvert magn af salt- fiski til S-Ameríku, aðallega til Brazilíu. Kúba var líka mikilvægt viðskiptaland, en eftir bylt- inguna þar hefur útflutningur þangað legið niðri. Linþurrkaður saltfiskur til S-Ameríku er send- ur með kæliskipum. Bretland hefur einnig keypt töluvert magn af lélegum gæðaflokkum og selt áfram til samveldislandanna. Útflutningur saltfisks hefur síðan 1932 verið eingöngu í höndum samtaka fiskframleiðendanna sjálfra, Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda — SlF. Þó hefur á síðari árum verið flutt út smávegis af söltuðum þunnildum af sölusamtök- um frystihúsanna og ennfremur hefur einn óháð- ur aðili fengizt við útflutning saltfisks hin síð- ari ár, en í mun minni mæli en SlF. Því hefur oft verið haldið fram, að vinsældir saltfisks í suðrænum löndum stöfuðu af saltinni- haldi fisksins. Þetta er ekki nema að sumu leyti rétt, því að aðalkostir hans í þessum löndum er gott geymsluþol hans og það, hve saltfiskur er ákaflega auðmelt fæða, en í heitu löndunum er þetta tvennt mjög mikilvægir kostir. Auk þess er næringargildið í hverri þyngdareiningu þurrk- aðs saltfisks mun meira en í ferskum eða frosn- um fiski, þar sem saltfiskurinn inniheldur fleiri eggjahvítueiningar, og er hlutfall þetta ekki ósvipað alkóhólhlutfalli koníaks og þrúguvíns. Saltfiskur er ennþá að langmestu leyti fluttur út sem flattur saltfiskur, þ.e. með roði, uggum og smávegis af beinum. Á undanförnum árum hefur þó nokkuð magn saltaðra þunnilda verið flutt út til Italíu, en þessi þunnildi fást aðallega við afskurð á flökum í frystihúsunum. Einnig hafa söltuð ufsaflök verið seld til Þýzkalands, þar sem þau eru aðallega notuð sem hráefni við aðra vinnslu. S.I.F. hefur látið gera tilraunir með vandaðar neytendapakkningar á saltfiski til útflutnings, og hafa þessar pakkningar líkað mjög vel. Er hér um að ræða beinlaus, söltuð þorskflök, sem eru linþurrkuð, skorin niður í hæfilega bita, pressuð í V2 kg blokkir, sem eru síðan vafðar inn í Cry-O-Vac plasthimnu. Blokkunum er stungið í litprentaðar pappaöskjur og þær eru pakkaðar inn í sellófanhimnu. Saltfisk, sem þannig er pakkaður, má geyma ca. 1 mánuð við stofuhita, meira en 1 ár í óupphituðu fiskhúsi og lengur í kæligeymslum. Þessi pökkun hentar ágætlega til dreifingar í sjálfsafgreiðsluverzlun- um, þareð pakkarnir smita ekkert frá sér í geymslu. Framleiðsluhættir I höfuðdráttum fer saltfiskframleiðslan fram sem hér segir: Fiskurinn er hausaður, slægður og flattur með því að skera í burtu hrygginn að mestu. Fiskurinn er þveginn vandlega og honum staflað upp í ca. 4 feta háar stæður með miklu salti á milli laga, þannig að salt hggi allsstaðar yf- ir fiskinn. Eftir 5-7 daga er fiskinum umstaflað og salti stráð á milli laga. Oft er honum um- staflað aftur eftir 2 vikur til að tryggja jafna Mynd 1. Séð inn í söltunarsal. saltdreifingu í fiskinum. Eftir ca. 4 vikur í salti er fiskurinn talinn fullstaðinn og hæfur til pökk- unar, en má vera mun lengur í stæðunum, ef svo ber undir. Fyrir pökkun er hver fiskur metinn í gæðaflokka og stærðarflokka af ríkisskipuðum fiskmatsmönnum. Vanalega er fiskurinn pakkað- ur í 52 kg strigapakka, þ.e. í hverjum pakka er gert ráð fyrir að 1 kg sé laust salt og að 1 kg fari í vigtarrýrnun í flutningi þannig, að kaup- andinn fái sem næst 50 kg af saltfiski. Fyrir þurrkun er saltfiskurinn þveginn í vatni og svarta magahimnan nudduð í burtu af þunn- ildunum. Síðan er fisknum staflað í háar stæð- ur og smávegis af salti stráð á milli laga til að gera fiskinn hvítari og varna þvi, að hann fest- ist saman. Eftir að hafa staðið 5—10 daga í stæðu er honum umstaflað, þannig að efstu fisk- arnir verði neðst í hinni nýju stæðu og öfugt. Þetta er til að jafna fargið á fiskinum. Eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252
Blaðsíða 253
Blaðsíða 254
Blaðsíða 255
Blaðsíða 256
Blaðsíða 257
Blaðsíða 258
Blaðsíða 259
Blaðsíða 260
Blaðsíða 261
Blaðsíða 262
Blaðsíða 263
Blaðsíða 264
Blaðsíða 265
Blaðsíða 266
Blaðsíða 267
Blaðsíða 268
Blaðsíða 269
Blaðsíða 270
Blaðsíða 271
Blaðsíða 272
Blaðsíða 273
Blaðsíða 274
Blaðsíða 275
Blaðsíða 276
Blaðsíða 277
Blaðsíða 278
Blaðsíða 279
Blaðsíða 280
Blaðsíða 281
Blaðsíða 282
Blaðsíða 283
Blaðsíða 284
Blaðsíða 285
Blaðsíða 286
Blaðsíða 287
Blaðsíða 288
Blaðsíða 289
Blaðsíða 290
Blaðsíða 291
Blaðsíða 292
Blaðsíða 293
Blaðsíða 294
Blaðsíða 295
Blaðsíða 296
Blaðsíða 297
Blaðsíða 298
Blaðsíða 299
Blaðsíða 300
Blaðsíða 301
Blaðsíða 302
Blaðsíða 303
Blaðsíða 304
Blaðsíða 305
Blaðsíða 306
Blaðsíða 307
Blaðsíða 308
Blaðsíða 309
Blaðsíða 310
Blaðsíða 311
Blaðsíða 312
Blaðsíða 313
Blaðsíða 314
Blaðsíða 315
Blaðsíða 316
Blaðsíða 317
Blaðsíða 318
Blaðsíða 319
Blaðsíða 320
Blaðsíða 321
Blaðsíða 322
Blaðsíða 323
Blaðsíða 324
Blaðsíða 325
Blaðsíða 326
Blaðsíða 327
Blaðsíða 328
Blaðsíða 329
Blaðsíða 330
Blaðsíða 331
Blaðsíða 332
Blaðsíða 333
Blaðsíða 334
Blaðsíða 335
Blaðsíða 336
Blaðsíða 337
Blaðsíða 338
Blaðsíða 339
Blaðsíða 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.