Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 73
TlMARIT VFl 1967
71
var fiskurinn, sem eftir var, saltaður. Fúkalyf
(CTC) var sett í sjóinn til að tefja fyrir gerla-
gróðri.
Islenzkir humarbátar hafa margir notað ein-
falda sjókælingaraðferð. Humarinn er settur í
tunnur með sjó og ís, en yfirleitt er engin tilraun
gerð til að kæla vélrænt eða hringrása. Sjókæl-
ing á humar er einnig notuð í sumum frystihús-
unum.
Hraðfrystihúsið Kirkjusandur í Ólafsvík hef-
ur komið sér upp sjókælingartönkum til geymslu
á vertíðarfiski. Eru það steinsteypt ker. Sjó eða
saltvatni er hringdælt, en kælingin er framkvæmd
með ís.
Síldarflutningaskipið Dagstjarnan er útbúið
með dælukerfi til hringrásunar á sjó með tilliti
til sjókælingar. Ætlunin er að kæla með ís. Vegna
þess, að tankar eru ekki einangraðir, hefir ekki
tekizt að geyma ís um borð nægilega lengi.
M.b. Héðinn frá Húsavík, ÞH 57, er útbúinn
með sjódælingarkerfi fyrir 80 tonn. Tankar eru
einangraðir, kæling framkvæmd með frystivél-
um og hringrásun með dælum. Þess er að vænta,
að niðurstöður fáist af kerfinu á þessu ári.
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins fram-
kvæmdi árið 1966 rannsóknir og tilraunir með
síld, sem benda til þess, að árangurs sé að vænta
af þessari aðferð í framtíðinni.
2. Framtíðargildi sjókælingar á Islandi
Sjókæling, sem geymsluaðferð á hráefni fisk-
iðnaðarins, er komin yfir tilraunastig í laxa-
iðnaði á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og
Kanada. Annars staðar er sjókæling ekki út-
breidd, enda þótt einstök kerfi finnist nú hjá
flestum fiskveiðiþjóðum, ýmist á sjó eða í landi.
Mynd 8. Isuð síld 1 móttöku í frystihúsi. Vélskófla
notuð til að moka á færiband. (Ljósm. höf.)
Fig. 8. Iced herring in a bin at a freezing plant.
Síldarflutningar. Sumarið 1964 hófust síldar-
flutningar af fjarlægum miðum með tankskip-
um, er síld var flutt með tankskipinu Þyrli til
Bolungavíkur (15). Flutningsaðferð þessi hefir
síðan verið tekin upp af nokltrum síldarverk-
smiðjum, og er um hana fjallað af öðrum á
þessari ráðstefnu. Næsta skref hlýtur að vera
að nýta hluta af þessari síld til annarrar og
verðmætari notkunar en í mjöl og lýsi. Til þess
að svo megi verða, þarf að leysa þau tæknilegu
vandamál, sem því eru samfara að koma síldinni
í höfn í vinnsluhæfu ástandi. Isun í tankskipi er
óhentug, til þess þarf of miklar breytingar á
útbúnaði, og auk þess yrði vinna við ísunina of
mikil, eins og áður var bent á. Ein lausn gæti
verið að koma fyrir sjókælingarkerfum í skipun-
um.
Nótaveiðar. Á það var bent hér áður, að ísun
er að ýmsu leyti óhentug, þegar veitt er með nót,
hvort sem um er að ræða síld, þorsk, ýsu eða
annan fisk. Vandkvæðalaust ætti hins vegar að
vera að háfa eða dæla í sjókælingartanka.
Rækju- og humarbátar. Sjókæling hefir víðast
reynzt vel til kælingar og geymslu á skelfiski,
jafnvel lifandi fiski, eins og áður er sagt.
Útjöfnun á vinnslu í fiskviimslustöðvum.
Fiskmóttökur í landi, þar sem ísað er í bing,
sem ekki má vera dýpri en 60 sm, ná yfir stóran
gólfflöt. Þegar mikið berst að, er nauðsynlegt að
geyma hluta aflans. Stór sjókælingarkerfi gætu
hugsanlega orðið til þess að gera vinnslustöðv-
um kleift að geyma fisk lengur en nú er gert
og jafna út vinnslu. Eitt slíkt kerfi er á tilrauna-
stigi í Ólafsvík eins og áður er sagt.
Mynd 9. Síld í móttöku í frystihúsi ásamt flokkunarvél.
Hallandi gólf. Fiski er hleypt á færiband í gólfi.
(Ljósm. höf.).
Fig. 9. Herring and a grading machine at a freezing
plant. Sloping floor. Hose being used to transfer fish onto
conveyor.