Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 120
118
TÍMARIT VFl 1967
TAFLA 1
Áhrif hleðsluaðferðar á frystitíma og eðlisþyngd
blokkar
Influence of methods of loading on the freezing
time and the density of the block
Hleðsluaðferð Metliod of loading Frystitíml, klst. Freezingtime hours Þyngd Density kg/m3
Volg-ar plötur, þrýst saman Warm plates, pressed 3,0 800
Volg'ar plötur, ekki þrýst saman Warm plates, not pressed 3,0 776
Kaldar plötur, þrýst saman Cold plates, pressed 3,8 648
Kaldar plötur, ekki þrýst saman Cold plates, not pressed 4,0 648
Frystivélar
Um borð í verksmiðju- og frystitogurum er
að sjálfsögðu margar mismunandi tegundir og
gerðir frystivéla, og fer val þeirra eftir aðstæð-
um á hverjum stað. Nauðsynlegt þykir að frysti-
vélarnar séu sterklega byggðar og þarfnist lítils
viðhalds um borð. Sama gildir um fylgibúnað
þeirra. Þar sem frystar eru blokkir um borð,
eins og í frystitogurunum, er þörf á að uppguf-
unarhitastig frystimiðilsins sé nokkuð lágt, svo
frystitíminn verði ekki óeðlilega langur. Þetta
krefst venjulegast tveggja þrepa pressu, og er
þá hægt að hafa uppgufunarhitastigið um eða
undir -f- 40° C. Velja má milli mismunandi kæli-
miðla. Algengasti kælimiðillinn um borð í fiski-
skipum Sovétríkjanna, Póllands, Grikklands,
Italíu og Japans er ammoníak, en Þjóðverjar,
Norðmenn, Frakkar, Spánverjar og Bretar hafa
heldur kosið að nota önnur efni, eins og halógen-
kælimiðla 12 og 22 (Freon 12 og Freon 22). Al-
gengasti kælimiðillinn, sem notaður er um borð
í brezku frystitogurunum, er Freon 22. Þetta
efni er um 5 sinnum dýrara en ammoníak, og
er því talið nauðsynlegt að nota eins lítið af því
í kælikerfinu og nokkur tök eru á. Sú leið, sem
notuð er í flestum brezku frystitogurunum, er
að kælimiðillinn er látinn kæla annan vökva
(secondary refrigerant) í hitaskipti. Þessum
vökva er síðan dælt að frystitækjunum og um
kælibúnað lestanna. Efni það, sem mest er not-
að er tríklórethylen, en það frýs ekki fyrr en
við -h 87° C og hefur ýmsa aðra hagstæða eig-
inleika. Nota mætti kalsíumklóriðpækil, ef ekki
þyrfti að fara neðar með hitastigið en um -f- 30°
C, eins og gert er í sovézku, pólsku og japönsku
verksmiðjuskipunum. Með tríklórethylen er
hægt að fara með hitastigið niður fyrir -f- 40°
C, en menn eru þó ekki á eitt sáttir, hvort æski-
legt sé að nota þennan vökva, vegna þess að
hann hefur svæfandi eiginleika líkt og klóró-
form. Ekki er þó vitað um, að áhöfn hafi orðið
fyrir óþægindum af völdum þessa efnis. Kæli-
miðillinn, sem er um borð í togaranum Narfa,
er Freon 12 og er hann notaður beint á frysti-
tækin og kælibúnað lestarinnar.
Frystilestir
Nauðsynlegt er að halda lágu hitastigi í lest-
um þeirra fiskiskipa, sem frysta afla um borð.
Algengast er nú orðið að gera ráð fyrir -f- 29° C,
en þetta hitastig krefst góðrar einingrunar.
Brezkir frystitogarar eru flestir einangraðir
með polyurethane á síðum og þiljum. Þessi ein-
angrun er búin til á staðnum og krossviður hafð-
ur á innra fleti. Yfir botntöknum er haft kork,
en steypt gólf ofan á því. Undir þilfarinu er
venjulegast höfð glerull og onazote og krossvið-
ur undir. Kælispíralar eru flestir við loft lestar-
innar og stundum einnig niður með síðunum.
Geymsla og uppþýðing
I Bretlandi sjá útgerðarfélögin, eða fyrirtæki
í nánum tengslum við þau, um geymslu á frysta
fiskinum í landi. Eftir því sem frysting um borð
hefur aukizt, hafa þessi fyrirtæki þurft að
byggja nægjanlegar frystigeymslur, en augljóst
er að mikið þarf að byggja af þeim á næstu ár-
um, eftir því sem frystitogaraútgerð eykst.
Vinnsla og dreifing á heilfrysta fiskinum er
einnig á vegum útgerðarfélaganna. Nauðsynlegt
er að þíða frystu fiskblokkirnar upp, eftir að
þær eru teknar úr frystigeymslunum í landi.
Uppþíðing fer fram á ýmsan hátt, svo sem í
rökum loftstraumi, í rennandi vatni eða með
rafsviðshitun (dielectric heating). Síðast nefnda
aðferðin byggist á því, að frosnu fiskblokkirnar
eru látnar fara á færibandi milli tveggja raf-
skauta, sem tengd eru við hátíðnistraum, venju-
legast um 5000 volt og 80 megarið á sekúndu.
Fiskurinn snertir ekki rafskautin, en við svo
háa tíðni myndast hiti, jafnt í gegnum fiskinn,
og þiðnar 10 sm þykk blokk á um 1 klst. Aftur
á móti tekur um 4 klst að þíða hana upp í vatns-