Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 137
TÍMARIT VFI 1967
135
inu 1958 verið hægt að selja a.m.k. 50.000—
60.000 kassa, 2 til 3 millj. dósa af niðursoðinni
síld, og viðskiptin hafa þann mikla kost, að þar
er hægt að selja fyrirfram, jafnvel löngu fyrir-
fram, og felst í því mikið öryggi“. Ég taldi þá,
og hef ekki haft ástæðu til þess að skipta um
þá skoðun, að þarna hafi verið kominn mjög
verulegur grundvöllur. Og þegar þar við bætt-
ist, að næstu árin á eftir voru sérstaklega góð
síldarár hér við Faxaflóann, þá sýnist mér að
þarna hefði skapazt nýr iðnaður, en úr því varð
ekkert, því fyrirtækið var selt þetta sama ár
og starfsemin lögð niður.
Ég býst við því, að það sé kannski ekki hægt
að ræða um niðursuðu hér á íslandi í dag, án
þess að minnast á Norðurstjörnuna, eins og dr.
Sigurður líka gerði. Það er sorgarsaga eins og
sakir standa, og veit ég ekkert hvaða áætlanir
eru uppi um ráðstöfun á því fyrirtæki eða notk-
un. Ég held þó, að menn megi ekki draga af
því ástandi, sem þar er nú, þá ályktun, að
þarna sé eitt dæmið enn um það, að niðursuðu-
iðnað sé ekki hægt að byggja upp á íslandi. Dr.
Sigurður minntist á það, að þarna hefði mark-
aðurinn verið fyrir hendi og þess vegna hefði
þetta haft sérstöðu. Ég tel nú ekki, að hann hafi
farið alveg með rétt mál, þegar hann sagði ann-
ars staðar, að við hefðum eiginlega gloprað út
úr höndum okkar markaðinum og nú sætu aðrir
að honum. Ég held að það séu ennþá möguleik-
ar á að komast inn og að það sé ekkert endan-
legt í þessu. En varðandi Norðurstjörnuna, —-
ég vil taka það fram, að ég hef ekki kynnt mér
rekstur né uppbyggingu þess fyrirtækis, nema
eins og hver annar áhorfandi — þó sýnist mér
að það sé auðvelt að benda á viss atriði, sem
betur hefðu mátt fara. Það var mikið lagt upp
úr því, að markaðurinn væri tryggður fyrirfram.
Á þeim grundvelli var þessu fyrirtæki séð fyrir
fé mörgum sinnum það, sem nokkur önnur fyrir-
tæki á þessu verksviði hafa fengið hér á landi.
Árin þarna á undan var náttúrlega tvennt, sem
var áberandi. Annars vegar, að hér hafði verið
mikil síld, og hins vegar, að hinn stóra og gróna
framleiðanda í Noregi, sem söluna skyldi ann-
ast, hafði vantað síld. Ég held að hann hafi og
ég bjóst alltaf við því, að hann hafi litið á
þetta sem útibú, og sem væri ágætt að hafa
hérna, ef hann skyldi halda áfram að vanta síld
í Noregi. Ég veit ekki, hvað hann gerði bindandi
samninga langt fram í tímann. Ég held að það
hafi ekki verið langt, og ég held ennfremur, að
hann hafi nokkurn veginn getað fyrirskipað
verðið. Þar með er ég ekki að segja, að hann
hafi á þessu tímabili, sem verksmiðjan var rekin,
eða reynt var að reka hana, borgað þeim undir-
verð. Það veit ég ekki. Hitt hlýtur að virðast
nokkuð furðulegt, að meðan þessi verksmiðja
hér hefur ekki verið hreyfð nokkuð lengi, — og
skulum við nú ekki gleyma þeim öðrum orsök-
um, sem þar komu til, sem sagt þeim, að síldin
hvarf að miklu leyti frá suð-vestur-miðunum —
þá er Bjælland, eins og þeir vita, sem til þekkja,
enn að byggja upp stórfyrirtæki í Noregi til
þess að framleiða sömu vöru. Tölulegur saman-
burður á einstökum kostnaðarliðum hér og í
Noregi mun ekki hafa verið birtur. Ég er þannig
ekki viss um, að þessi söluaðferð hafi endilega
verið sú öruggasta, þegar allt kom til alls. Ann-
að, sem ég vildi segja um þetta, er það, að mér
sýnist að stofnkostnaður þessa fyrirtækis mið-
að við afköstin hafi verið óþarflega hár. Þetta
er t.d. byggt við hliðina á einu stærsta frystihúsi
landsins, sem hefur oft haft lítið að gera, og
mjög verulegur stofnkostnaður þarna er vegna
frystingar. Ég held, sem sagt, að það megi benda
á ýmislegt, sem betur hefði mátt fara, og þess
vegna dreg ég þetta fram, að af því megi ekki
draga þá ályktun, að niðursuðuiðnaður, jafnvel
í vel vélvæddri verksmiðju eins og þarna er um
að ræða, geti ekki borgað sig á íslandi. Eitt
atriði enn. Þarna var aðeins gert ráð fyrir einni
vörutegund úr síld og engu öðru. Nú er það svo,
að þegar búið er að byggja niðursuðuverk-
smiðju, þá kostar tiltölulega lítið að gera til við-
bótar ráð fyrir framleiðslu á ýmsum fleiri vöru-
tegundum úr sama hráefni. Enn fremur eru þá
möguleikar til þess að halda verksmiðjunni
gangandi með framleiðslu ýmissa annarra vöru-
tegunda úr öðrum hráefnum, ef til vill í minna
magni.
Ég ætla ekki að f jölyrða um þetta hér, en mér
þykir það einsýnt, að við eigum að byggja upp
niðursuðuiðnað og að við getum það. Ef svo
fer, sem margir spá, að dragi úr veiðum, bæði
sildar og þorsks, þá verður ennþá meira aðkall-
andi að fullvinna þá vöru, sem á land berst. Ég
álít, og hef ég að vísu sagt það oft áður, eins
og líka dr. Sigurður Pétursson minntist á, að hér
þurfi að gera skipulegt átak, með þá ákvörðun
fyrst og fremst að halda áfram, þangað til að
árangri er náð. Ég held að hægt sé að benda á
það með raunhæfum verðútreikningum, að slíkt
hljóti að takast, ef rétt og vel er að því unnið.
Jóliaiines Arason:
Herra fundarstjóri. Háttvirta ráðstefna. Ég
vil hér þakka dr. Sigurði Péturssyni fyrir yfir-