Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 137

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 137
TÍMARIT VFI 1967 135 inu 1958 verið hægt að selja a.m.k. 50.000— 60.000 kassa, 2 til 3 millj. dósa af niðursoðinni síld, og viðskiptin hafa þann mikla kost, að þar er hægt að selja fyrirfram, jafnvel löngu fyrir- fram, og felst í því mikið öryggi“. Ég taldi þá, og hef ekki haft ástæðu til þess að skipta um þá skoðun, að þarna hafi verið kominn mjög verulegur grundvöllur. Og þegar þar við bætt- ist, að næstu árin á eftir voru sérstaklega góð síldarár hér við Faxaflóann, þá sýnist mér að þarna hefði skapazt nýr iðnaður, en úr því varð ekkert, því fyrirtækið var selt þetta sama ár og starfsemin lögð niður. Ég býst við því, að það sé kannski ekki hægt að ræða um niðursuðu hér á íslandi í dag, án þess að minnast á Norðurstjörnuna, eins og dr. Sigurður líka gerði. Það er sorgarsaga eins og sakir standa, og veit ég ekkert hvaða áætlanir eru uppi um ráðstöfun á því fyrirtæki eða notk- un. Ég held þó, að menn megi ekki draga af því ástandi, sem þar er nú, þá ályktun, að þarna sé eitt dæmið enn um það, að niðursuðu- iðnað sé ekki hægt að byggja upp á íslandi. Dr. Sigurður minntist á það, að þarna hefði mark- aðurinn verið fyrir hendi og þess vegna hefði þetta haft sérstöðu. Ég tel nú ekki, að hann hafi farið alveg með rétt mál, þegar hann sagði ann- ars staðar, að við hefðum eiginlega gloprað út úr höndum okkar markaðinum og nú sætu aðrir að honum. Ég held að það séu ennþá möguleik- ar á að komast inn og að það sé ekkert endan- legt í þessu. En varðandi Norðurstjörnuna, —- ég vil taka það fram, að ég hef ekki kynnt mér rekstur né uppbyggingu þess fyrirtækis, nema eins og hver annar áhorfandi — þó sýnist mér að það sé auðvelt að benda á viss atriði, sem betur hefðu mátt fara. Það var mikið lagt upp úr því, að markaðurinn væri tryggður fyrirfram. Á þeim grundvelli var þessu fyrirtæki séð fyrir fé mörgum sinnum það, sem nokkur önnur fyrir- tæki á þessu verksviði hafa fengið hér á landi. Árin þarna á undan var náttúrlega tvennt, sem var áberandi. Annars vegar, að hér hafði verið mikil síld, og hins vegar, að hinn stóra og gróna framleiðanda í Noregi, sem söluna skyldi ann- ast, hafði vantað síld. Ég held að hann hafi og ég bjóst alltaf við því, að hann hafi litið á þetta sem útibú, og sem væri ágætt að hafa hérna, ef hann skyldi halda áfram að vanta síld í Noregi. Ég veit ekki, hvað hann gerði bindandi samninga langt fram í tímann. Ég held að það hafi ekki verið langt, og ég held ennfremur, að hann hafi nokkurn veginn getað fyrirskipað verðið. Þar með er ég ekki að segja, að hann hafi á þessu tímabili, sem verksmiðjan var rekin, eða reynt var að reka hana, borgað þeim undir- verð. Það veit ég ekki. Hitt hlýtur að virðast nokkuð furðulegt, að meðan þessi verksmiðja hér hefur ekki verið hreyfð nokkuð lengi, — og skulum við nú ekki gleyma þeim öðrum orsök- um, sem þar komu til, sem sagt þeim, að síldin hvarf að miklu leyti frá suð-vestur-miðunum — þá er Bjælland, eins og þeir vita, sem til þekkja, enn að byggja upp stórfyrirtæki í Noregi til þess að framleiða sömu vöru. Tölulegur saman- burður á einstökum kostnaðarliðum hér og í Noregi mun ekki hafa verið birtur. Ég er þannig ekki viss um, að þessi söluaðferð hafi endilega verið sú öruggasta, þegar allt kom til alls. Ann- að, sem ég vildi segja um þetta, er það, að mér sýnist að stofnkostnaður þessa fyrirtækis mið- að við afköstin hafi verið óþarflega hár. Þetta er t.d. byggt við hliðina á einu stærsta frystihúsi landsins, sem hefur oft haft lítið að gera, og mjög verulegur stofnkostnaður þarna er vegna frystingar. Ég held, sem sagt, að það megi benda á ýmislegt, sem betur hefði mátt fara, og þess vegna dreg ég þetta fram, að af því megi ekki draga þá ályktun, að niðursuðuiðnaður, jafnvel í vel vélvæddri verksmiðju eins og þarna er um að ræða, geti ekki borgað sig á íslandi. Eitt atriði enn. Þarna var aðeins gert ráð fyrir einni vörutegund úr síld og engu öðru. Nú er það svo, að þegar búið er að byggja niðursuðuverk- smiðju, þá kostar tiltölulega lítið að gera til við- bótar ráð fyrir framleiðslu á ýmsum fleiri vöru- tegundum úr sama hráefni. Enn fremur eru þá möguleikar til þess að halda verksmiðjunni gangandi með framleiðslu ýmissa annarra vöru- tegunda úr öðrum hráefnum, ef til vill í minna magni. Ég ætla ekki að f jölyrða um þetta hér, en mér þykir það einsýnt, að við eigum að byggja upp niðursuðuiðnað og að við getum það. Ef svo fer, sem margir spá, að dragi úr veiðum, bæði sildar og þorsks, þá verður ennþá meira aðkall- andi að fullvinna þá vöru, sem á land berst. Ég álít, og hef ég að vísu sagt það oft áður, eins og líka dr. Sigurður Pétursson minntist á, að hér þurfi að gera skipulegt átak, með þá ákvörðun fyrst og fremst að halda áfram, þangað til að árangri er náð. Ég held að hægt sé að benda á það með raunhæfum verðútreikningum, að slíkt hljóti að takast, ef rétt og vel er að því unnið. Jóliaiines Arason: Herra fundarstjóri. Háttvirta ráðstefna. Ég vil hér þakka dr. Sigurði Péturssyni fyrir yfir-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292
Side 293
Side 294
Side 295
Side 296
Side 297
Side 298
Side 299
Side 300
Side 301
Side 302
Side 303
Side 304
Side 305
Side 306
Side 307
Side 308
Side 309
Side 310
Side 311
Side 312
Side 313
Side 314
Side 315
Side 316
Side 317
Side 318
Side 319
Side 320
Side 321
Side 322
Side 323
Side 324
Side 325
Side 326
Side 327
Side 328
Side 329
Side 330
Side 331
Side 332
Side 333
Side 334
Side 335
Side 336
Side 337
Side 338
Side 339
Side 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.