Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 117
TlMARIT VFl 1967
115
Sovétríkin
Fiskveiðar Sovétríkjanna hafa aukizt mjög
síðustu 20 árin. Árið 1945 var heildaraflinn 1,5
milljón tonn, en 1965 var hann um 5,6 milljón
tonn, og var þá tala fiskiskipa um 3000. Hlutur
togarafisks var kominn upp í 50% af heildinni
og er hann enn að aukast. Stór hluti af þeim
fiski, sem landað er í Sovétríkjunum, er veidd-
ur langt frá löndunarstað, svo ógerlegt er að
koma með nema lítinn hluta í fersku ásigkomu-
lagi til hafnar. Fiskiskipin landa því að stórum
hluta afla sínum í móðurskip, eða í sérstök
flutningaskip á hafi úti. Um 1955 var farið að
smíða togara, sem voru búnir tækjum til að
frysta hluta af aflanum. Þetta voru 630 br. 1.
togarar í svonefndum Mayak-flokki. Frystitæk-
in voru blástursfrystitæki með um 3 tonn/24
klst. afköstum. Smíðaður var mikill fjöldi af
togurum þessum, en þeir nýttust ekki sem skyldi,
vegna vöntunar á móðurskipum og flutninga-
skipum. Þess vegna var ákveðið að smíða stærri
togara, þar sem hægt væri að vinna allan afl-
ann um borð og flytja síðan afurðirnar til hafn-
ar. Fyrirmynd að fyrstu verksmiðjutogurunum
sóttu Sovétmenn til Fairtry-togaranna brezku,
og létu þeir smíða á árunum 1954—1956 24 tog-
ara í svonefndum Pushkin-flokki. Meðalstærð
þeirra er 2480 br. 1., og eru þeir búnir flökun-
arvélum og blástursfrystitækjum, sem geta
fryst um 20 tonn/24 klst. af flökum. Áhöfn
þeirra er 102 manns, en meðalúthaldstíminn er
50—60 dagar. Farið var að smíða endurbætta
gerð af Pushkin-togurunum árið 1958 og voru
þeir stærri (3170. br. 1.). Þetta var Maikowski-
flokkurinn. Árið 1960 smíðuðu Pólverjar togar-
ann Leskov fyrir Sovétmenn, og var hann að
mörgu leyti fullkomnari en hinir, sem áður hafa
verið nefndir. Næstu 3 árin voru margir togar-
ar í Lesfcou-flokki smíðaðir. Afkastageta þeirra
er um 30 tonn af frystum flökum og 20 tonn/24
klst. af fiskmjöli. Árið 1963 hófu Pólverjar að
smíða enn annan flokk togara fyrir Sovétmenn,
og var það hinn svonefndi Kosmos-flokkur. Aust-
in'-Þjóðverjar hafa síðan 1962 smíðað svo-
nefndan Tropik-flokk af togurum. Þeir togarar
eru að meðaltali 2435 br.l. að stærð, og eru þeir
ætlaðir til að stunda veiðar á hitabeltissvæðun-
um. Frystigeta þeirra er um 30 tonn/24 klst.
Meiri sjálfvirkni var tekin upp um borð, svo
áhöfnin er fámennari eða 76 manns. Með frek-
ari sjálfvirkni er búizt við að hægt verði að
komast af með 50 manns um borð. Við lok árs-
ins 1965 voru alls gerðir út 64 togarar af þess-
um flokki, en þá var hafin smíði á enn einum
flokki, þ.e.a.s. Atlantik-flokki, verksmiðjutogara,
sem hver um sig er um 2760 br. 1. að stærð. Tog-
urum þessum er ætlað að stunda veiðar á At-
lantshafinu, og er áformað að smíða um 100 af
þeim.
Við lok árs 1965 voru 210 verksmiðjutogarar
gerðir út frá Sovétríkjunum. Auk þeirra er
mikill f jöldi af stórum móðurskipum, sum þeirra
með allt að 100 tonn/24 klst. frystiafköst. Aðr-
ar greinar fiskvinnslu en frysting eru enn frem-
ur stundaðar í miklum mæli um borð í sovézk-
um skipum, svo sem söltun og niðursuða. Talið
er nú að um 60% af öllum fiski, sem landað er
í Sovétríkjunum, sé unnin á einhvern hátt á
hafi úti.
Önnur ríki
Útgerð verðsmiðju- og frystitogara hefur ver-
ið hafin og er sums staðar rekin í ríkum mæli
af öðrum þjóðum en þeim, sem minnst hefur
verið á hér á undan. Mesta neyzlufiskiveiðiþjóð
heims eru Japanir (6,7 milljón tonn, 1963), en
þeir stunda fiskveiðar víða um heim og vinna
mikið af aflanum um borð. Af öðrum ríkjum
utan Evrópu má nefna Ghana, S-Afríku og Israel.
Þær Evrópuþjóðir, sem mest frysta af fiski um
borð, utan Sovétríkjanna, eru Pólverjar og
Spánverjar (um 50 þús. tonn 1964). Önnur ríki,
sem nefnd skulu, eru: A-Þýzkaland, Holland,
Frakkland, ítalía, Grikkland, Rúmenía og
Búlgaría.
Tœkni
Meðferð afla
Frystitogarar gera ekki miklar kröfur um
aukið starfslið, t. d. er aðeins gert ráð fyrir 33
mönnum um borð í Junella og álíka margir eru
á öðrum frystitogurum. Veiðarnar sjálfar fara
fram á sama hátt, hvort frysta á fiskinn eða
ekki, en eftir að lokið er við að innbyrða aflann,
verða vinnubrögðin nokkuð ólík. Eftir það geta
þau einnig verið breytileg, eftir því hvort um
er að ræða skuttogara með milliþilfari eða venju-
legan togara, þar sem varpan er tekin inn á
annari síðunni. Gefið verður hér dæmi um vinnu-
tilhögun um borð í brezka skuttogaranum
Northella. Myndin sýnir hvermg fyrirkomulag-
ið er um borð. Togarinn var smíðaður í Aber-
deen, hjá Hall Russel, og er hann 1718 br. 1. að
stærð, rafknúinn (diesel-electric), 2100 öxul-
hestöfl. Ganghraði er 16 mílur á klst. Frysti-
lestin er 821 m3, en afköst frystitækja eru 37
tonn/24 klst. Frystivélarnar eru knúnar með
tveimur 130 hestafla rafmótorum og einum 25
hestafla mótor, sem heldur frosti við í lestinni.