Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 182
180
TlMARIT VFl 1967
og stökkbreyting í nýtingu aflans, eins og tafla
2 ber með sér.
Árið 1948 fóru um 87% af heildaraflanum
beint til manneldis, en um 69% árið 1965, er
29% fóru til mjöl- og lýsisvinnslu, en 8% voru
nýtt á þann hátt 17 árum áður (fiskúrgangur
ekki talinn með).
Sumum þykir, að hér sé um öfugþróun að ræða
og illa sé farið með dýrmæt próteínefni í svelt-
andi heimi. En á það skal bent, að fiskmjöl fer
nú eingöngu til framleiðslu á matvælum. Svín,
nautgripir og alifuglar breyta því í veizlukost, og
bollýsið er aðalhráefnið við smjörlíkisfram-
leiðslu. Aðalmarkmið fiskmjölsiðnaðarins hlýtur
þó að vera það að koma próteínríku næringar-
efnunum milliliðalaust á matborðið. Að því er
imnið víða um heim, og hillir nú loks undir lausn
þess vandamáls að framleiða manneldismjöl úr
fiski, en um það efni mun dr. Emst R. Pariser
fjalla á þessari ráðstefnu.
Hin gífurlega aukning fiskaflans síðustu árin
á sér aðallega þrennar forsendur: 1 fyrsta lagi
eru veiðar á nýjum miðum, t.d. við Perú, Chile
og Suðvestur-Afríku. 1 öðru lagi hefir ný tækni
rutt sér til rúms við síldveiðar í Atlantshafi,
og hefir hún haft mest áhrif á aflaaukninguna
hér á landi og í Noregi. 1 þriðja lagi má telja
stórauknar úthafsveiðar Rússa og Japana um öll
höf með veiði- og verksmiðjuskipaútgerð.
Aukning aflans bitnar mjög misjafnlega á
fisktegundunum. Síðustu árin birtist hún að lang-
mestu leyti í stórauknum veiðum fiska af sílda-
ættinni (clupeidae). Öhamið magn einkennir
veiðar þessara fiska, af því að þeir ganga í gríð-
TAFLA 3
Síldfiskveiði í þús. tonnum (4)
Catches of herríngs, sardines, anchovies etc. in thousand metric tons
1948 1958 1960 1962 1964 1965
Ansjóveta Engraulia ringens 780 3.480 7.130 9.800 7.680
Atlantshafssíld Olupea harengus 2.230 2.550 2.640 2.790 3.540 4.050
Suður-Afríku sardína Bardinops ocellatus 70 510 660 890 1.100 1.080
Menhaden Brevoortia spp 460 710 920 1.070 710 770
Kyrrahafssíld Olupea pallassii 590 610 340 580 780 770
Japönsk ansjóveta Engraulis japonica 460 410 410 440 670
Ýmsir síldfiskar Various clupeoids 1.370 1.740 1.780 1.880 2.350 2.430
Samtals 4.720 7.360 10.230 | 14.750 18.720 | 17.450
faldazt frá árinu 1948. Á þessum árum hafa
rúmlega % hlutar heildaraflans verið sjávarfisk-
ur eða rúmlega 40 milljónir tonna síðustu árin,
eins og lesa má í töflu 1. Þar eru skelfiskar
ekki taldir með fiskafla úr sjó (marine fishes).
Af fiskaflanum fór 1% milljón tonna beint
til fiskmjölsvinnslu árið 1948 (úrgangur ekki
talinn með), en tífalt meira magn árið 1965 eða
rúmar 15 milljónir tonna. Áætla má, að fiskúr-
gangur, sem fór til vinnslu á þessu tímabih,
hafi numið 1—2 miUjónum tonna á ári. Hráefnið,
sem fór til fiskmjöls- og lýsisframleiðslu á síð-
ustu árum, hefir því verið um 17—17 y2 milljón
tonna á ári eöa um þriðjungur heimsaflans.
Á þeim tveim áratugum, sem liðnir eru frá
styrjaldarlokum, hefir orðið bylting í fiskveiðum
TAFLA 2
Áætluð nýting heimsaflans (5)
Estimated disposition of world catch
1948 1958 1965
% % %
Nýr Fresh 50 44 33
Frystur Frozen 5 8 11
Saltaður, hertur, reyktur 25 22 16
Cured
Niðursoðinn Canned 7 9 9
Til manneidis 87 83 69
For human consumption
Til mjöl- og lýsisvinnslu 8 13 29
For Reduction
Ýmis notkun Miscellanous 5 3 2
Alls Total 100 100 100