Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 256
254
TÍMARIT VFl 1967
4. Áburðargildi slógs
Dr. Björn Jóhannesson á búnaðardeild At-
vinnudeildar Háskólans gerði sumrin 1953 og
1954 samanburð á áburðargildi slógmeltu og til-
búins áburðar við grasrækt. Á alla tilraunareiti
var borið sama magn af fosfór- og kalíáburði.
Tilraunirnar bentu til, að við grasrækt þurfi að
bera á nálægt 30% meira köfnunarefnismagn í
slógmeltu en í tilbúnum áburði til þess að ná
áþekkum árangri.
Það er fróðlegt út frá þessum niðurstöðum að
gera sér grein fyrir, hve mikils virði slógið er
til grasræktar t.d. í Vestmannaeyjum. Þar kost-
aði smálest af ammóníumnítrati sumarið 1954
kr. 1.600,00 eða kg af köfnunarefni í tilbúnum
áburði kr. 4,78. 1 nýju slógi eru því sem næst
2,1% af köfnunarefni, eða 21 kg í smál. Köfn-
unarefnið í 1 smálest af slógi ætti því að jafn-
gilda 16,2 kg af köfnunarefni í tilbúnum áburði,
en söluverð þess í Vestmannaeyjum var sumarið
1954 kr. 77,40. Þegar tillit er tekið til þess, hve
kostnaðarsamt er að koma slóginu á völlinn og
hve mjög það getur ódrýgzt af ágangi fugls, sé
um nýtt slóg að ræða, virðist notkun þess til
áburðar ekki vera hagkvæm lausn á hagnýtingu
þessa hráefnis.
Framleiðsla á blönduðu mjöli
Blöndun slógs í hráefni síldar- og fiskmjöls-
verksmiðjanna er sennilega eins og sakir standa
heppilegasta aðferðin til nýtingar á slóginu.
Sé slógi blandað saman við bein til vinnslu í
fiskmjölsverksmiðjum, hefir sú íblöndun lítil
áhrif á próteíninnihald mjölsins, hins vegar
hækkar fituinnihaldið hlutfallslega með slóg-
magninu.
Þar sem vinnsla fer fram á feitum úrgangi,
svo sem karfabeinum, er hægt að blanda slóginu
þar saman við.
Á síðari árum hefir verið framleitt mikið af
loðnumjöli á þeim tíma, sem slógið er hvað mest,
og hefir reynzt vel að blanda slóginu þar saman
við.
Ef hlutfall slóg : bein verður hátt, er æskilegt
að nota tveggja þurrkara kerfi og endurkeyrslu.
Ef mjölsölur eru háðar hámarksfituinnihaldi,
verður að gæta þess að blanda ekki of miklu
slógi í beinin við vinnsluna.
Eins og sjá má hér á undan eru efnahlutföll
slógsins nokkuð misjöfn eftir kynþroska fisks-
ins og hlutfallslegu magni hinna ýmsu líffæra.
Mikið magn hfrarbrodda eykur mjög fituinni-
haldið. Aftur á móti lækkar gotan fituinnihaldið,
enda er hún fiturýrust allra hluta slógsins.
Tafla 9 sýnir efnahlutföh þorskslógs frá Faxa-
flóa, aðallega frá vertíðinni 1954. Til samanburð-
ar er birt efnagreinmg á þorskbeinum við ýmsar
verkunaraðferðir.
Það liggur í augum uppi, að hlutfahið milli
slógs og beina er mjög breytilegt, eftir því hvaða
verkunaraðferð er beitt. Mest verða beinin að
magni, þegar flakað er og þunnildi ekki hirt, eða
um 60% miðað við slægðan þorsk með haus.
Sé slógmagnið talið 15% á sama grundvelli, verð-
ur það um 20% af samanlögðum beinum og
slógi. Sé þorskur flattur í salt, verða beinin um
30% miðað við slægðan fisk með haus, en þá
yrði slógið um 33% af samanlögðum beinum og
slógi.
1. Tilraun hjá Fiskimjöl Njarðvík h/f,
Innri-Njarðvík
Blöndun slógs í fiskúrgang var prófað í fisk-
mjölsverksmiðju Fiskimjöls Njarðvíkur h/f,Innri-
Njarðvík. Fiskmjölsverksmiðjan var notuð á lík-
an hátt og við venjulega vinnslu þorskúrgangs,
þ.e.a.s. flytjarar fluttu blautt efnið í lítinn for-
þurrkara, en þaðan var brattur snigill upp í að-
alþurrkarann, sem var 18X1,4 m eða 27,6 m3.
Mjölið var malað í hamrakvörn með 3 mm
sigti. Enginn tætari var notaður á blautu beinin,
en fyrst í stað var slógið tætt í hamrakvörn,
en síðar var því hætt vegna þess, hve tætta slógið
reyndist erfitt viðfangs í flytjurunum.
Slóginu var safnað saman kvöldið áður en til-
raunin var framkvæmd. Var það þá fárra klst.
gamalt. Aðalefnið var hins vegar ný þorskbein
frá frystihúsum.
1 fyrstu tilraunina voru notuð þorskbein ein-
göngu. Imoksturinn varð of hraður, svo að mjölið
varð um tíma blautt og var ekki sekkjað fyrr
en búið var að endurþurrka það. I lok tilraunar-
innar fengust góð sýnishorn.
Önnur tilraun var framkvæmd í beinu fram-
haldi af þeirri fyrstu (þurrkarinn ekki tæmdur).
Þá var slógi blandað í þorskbeinin í hlutfallinu
1:9, það er að segja 10% slóg. Lítils háttar erf-
iðleikar urðu á að koma slóginu inn í þurrkar-
ana. Aðallega var það þó snigillinn upp í aðal-
þurrkarann, sem olli vandræðum, en slógið vildi
renna þar niður. Engir erfiðleikar urðu á þurrk-
uninni og ekki var hægt að sjá neina óeðlilega
viðloðun í þurrkaranum. Kútmagarnir komu heil-
ir út úr þurrkaranum og reyndust með um 39%
af vatni, en það virtist ekki koma að sök við
mölun á mjölinu.