Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 310
308
TÍMARIT VPl 1967
hjá miklu hærrí innflutningstollum á fullunninni
vöru. Ef farin er sama leið og hjá Coldwater, er
varan, þegar hún er fullunnin, sem ný, en allir
vita það, að allar matvörur láta sig við geymsl-
una, og ég tala ekki um, ef þær eiga fyrir hönd-
um langan flutning milli landa í neytendaum-
búðum. Þá verður varan alltaf fyrir meira og
minna hnjaski og getur, þó að hún sé ágæt, þeg-
ar hún er nýframleidd, verið orðin léleg vara,
þegar hún kemur til neytandans, þrátt fyrir all-
ar frystigeymslur. Og ég vil einnig benda á það,
að sama gæti átt sér stað með síldarvinnslu.
Það sýnir sig, að lokaðar dósir eru að verða á
eftir tímanum. Menn vilja fá þessa vöru meira
og meira í plastumbúðum og glösum, þar sem
þeir geta séð, hvað þeir eru að kaupa. Og svo
er það, að varan endist ekki nema skamman
tíma, eftir að hún er komin í dósirnar. En ef
hún er í sínum upprunalegu umbúðum, þá er
hægt fyrir þann, sem hefur þessar upprunalegu
umbúðir, sem hvað síldina snertir eru tunnurn-
ar, að taka úr tunnunum og pakka í neytenda-
umbúðir eftir hendinni, þannig að varan er ekki
búin að tapa sínu gildi og sínum krafti nema
lítið, kannski lítið sem ekkert, þegar hún kemur
til neytandans, en mjög mikil hætta er á
skemmdum, ef hún geymist um langan tíma
í dósum, sem hlýtur að verða, ef hún á langa
flutninga og svo geymslu í þessu ásigkomulagi
fyrir höndum í markaðslöndunum, þrátt fyrir
það þó hún kynni að vera geymd í frosti. Það
eru fleiri atriði, sem ég sæi ástæðu til að minn-
ast á, ef tími væri fyrir hendi, en það er ekki,
þar sem tíminn er þegar liðinn, sem í raun og
veru er til umráða. En ég vildi nú skora á Er-
lend Þorsteinsson, sem er kunnugur því, sem
veit að súrsuðu síldinni, að gera grein fyrir
henni, því að svona fullyrðingum, eins og dr.
Jakob Sigurðsson er með þarna, má ekki vera
ómótmælt.
Erlendur Þorsteinsson:
Herra fundarstjóri. Háttvirta samkoma. Mér
finnst persónulega, að það sé ekki verkefni þess-
arar ráðstefnu að ræða sölufyrírkomulag eða
annað slíkt. Það ætti að gerast á öðrum vett-
vangi, enda eru þar hlutir, sem mikið hefur verið
deilt um. En úr því að það hefur komið hér á
dagskrá, þá finnst mér að ég þurfi að leiðrétta
hér mikið ranghermi, sem að vísu hefur veríð
leiðrétt áður á öðrum vettvangi. Það virðist vera
eins og nokkurs konar árátta á dr. Jakobi Sig-
urðssyni, hvenær sem hann stingur niður penna,
að endurtaka þessar rangfærslur. Hann segir
hér, að hann hafi hafið útflutning á súrsíld til
Ameríku, og síðan hafi það verið hindrað af op-
inberum íslenzkum aðila. Að vísu nefnir hann
ekki Síldarútvegsnefnd, en allir vita að við hana
er átt, þar sem hún hefur haft einkaútflutning
á útfluttri síld í tunnum síðan eftir styrjöldina.
Það er rétt að taka það fram, sem ég man ekki
hvort ég gerði hér í gær, að Síldarútvegsnefnd
hefur engin afskipti af niðurlagðri síld, niður-
soðinni síld, eða síld í svo kölluðum neytendaum-
búðum. Með neytendaumbúðum er venjulega átt
við síld, sem mun aðallega vera í 5-7 kg pakkn-
ingum og þar fyrir neðan. Okkur var vel kunn-
ugt um þennan súrsíldarmarkað í Ameríku og
höfðum meira að segja reynt fyrir síðari heims-
styrjöld að notfæra hann, en það hafði ekki tek-
izt. Við vissum það, að dr. Jakob Sigurðsson
hafði stundað nám þarna ytra, er verkfræðingur
að mennt og hefur ágæta menntun í matvælaiðn-
aði, og þegar hann minntist á þetta, þá fannst
okkur sjálfsagt, að hann fengi að athuga um
þennan markað. Nú verð ég að vísu að treysta
á minni, því að ég held að það sé rétt, að hann
hafi fengið leyfi til að senda út nokkurs konar
prufusendingu, en ég man ekki hvað mikið magn.
Þvi miður er nú framkvæmdastjóri Síldarútvegs-
nefndar, sem daglega afgreiðslu hafði í þessum
málum, Gunnar Flóvenz, ekki á landinu, en er
einmitt í Ameríku um þessar mundir að athuga,
hvort megi afla þar fjölbreyttari markaða. Síð-
an skeður það, að dr. Jakob Sigurðsson segist
hafa markað þarna fyrir nokkurt magn af síld,
sem hann telji sig vel geta framleitt fyrir það
verð, sem hann nái. Það var þá búið að fela
nefndinni einkasölu á allri síld í tunnum, og ég
held að ég fari með rétt mál, að við höfum reynt
mjög eftir megni að koma þessu máli á þann
grundvöll, að hægt væri að koma síldinni á mark-
aðinn, en aðallega ræddi Gunnar Flóvenz þetta
mál við dr. Jakob Sigurðsson. Meðal annars
sögðum við, að við værum tilbúnir að flytja út
síldina í eigin nafni og til hans umbjóðanda, en
við þyrftum náttúrlega að fá að sjá, hver skil-
yrði væru, bæði hvaða verð og skilmálar um
greiðslu. Það má segja til gamans hér, að það
kom svar frá þessum kaupanda, þar sem hann
lýsir því yfir skýrt og skorinort, að það komi
ekki til mála, að hann kaupi af Síldarútvegs-
nefnd, því að hún sé kommúnistiskt fyrirtæki.
Við létum það nú gott heita, en það var haldið
áfram að rannsaka málið, og við vildum náttúr-
lega fá greinargóð skil á því, hvernig væri
gengið frá greiðslu, skoðun og öðrum skilmál-
um. Og það var á því, sem strandaði. En það