Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 308
306
TlMARIT VPl 1967
Umrœður
Sveiirn Benediktsson:
Góðir fundarmenn. Þetta er nú æði stórt fund-
arefni, sem hér er til umræðu, en tíminn er í
raun og veru þrotinn áður en umræður hefjast,
svo ég verð að reyna að vera eins stutt-
orður og föng eru á. Frummælandi talaði einna
mest um nýtingu síldarinnar og sagði ýmislegt
í því sambandi. Ég vil vekja athygli á því, að
það er búið að reyna hér á landi fiskniðursuðu
og niðurlagningu á fiski og þ.á.m. síld um all-
langan tíma. Ég er ekki sammála síðasta ræðu-
manni um það, að það hafi vantað áróður í sam-
bandi við þessa starfsemi, því að það er búið að
tala um það hvað eftir annað, bæði í blöðum,
ritgerðum og útvarpi, að það sé eitthvað mest
þjóðarhneyksli hér, að við skulum ekki fullvinna
fiskafurðimar í miklu stærri stíl heldur en raun
ber vitni. I þessum áróðri hygg ég að hafi verið
sett algert met haustið 1964, þegar sendinefnd
Sameiningarflokks alþýðu - ég held að flokkurinn
hafi heitið það þá — kom hingað eftir heimsókn
í Rússlandi og hafði verið þar í sambandi við þá
menn, sem rétt á eftir komust þar til æðstu
valda, en þá var það fullyrt, að það væri ótak-
markaður markaður í Sovétríkjunum fyrir nið-
urlagða síld. Þessar fregnir voru birtar með fyr-
irsögnum, sem varla komust á framsíðuna, það
var heimsstyrjaldarletur á öllum fyrirsögnum í
heila viku í blaðinu um það, að þama væri gull-
náma, þarna var markaðurinn fundinn, ótak-
markaður markaður. Og það barst bréf frá ein-
um manni, sem stendur í nánum verzlunarvið-
skiptum við Sovétríkin, til stjórnar Síldarverk-
smiðja ríkisins, þar sem okkur var sagt: Nú höf-
um við ótakmarkaðan markað, og nú er bara að
byrja að framleiða, það skortir ekki markaðinn.
Við kölluðum þennan mann á okkar fund til þess
að fá nánari skýringar hjá honum, og þá kom
það í ljós, að hann virtist byggja á þessum stóru
fyrirsögnum, þó að hann hefði sjálfur nýlega
verið í Moskvu og því átt að vita betur. En við
höfðum þá fyrir skömmu, jafnvel fyrir nokkrum
dögum, fengið bréf frá Sovétríkjunum sem svar
við málaleitun, þar sem við höfðum verið að fal-
ast eftir aukinni sölu í smáum stíl á þessari
vöru, og var okkur sagt af Innkaupastofnun
Sovétríkjanna, Prodintorg, að á því væru engir
möguleikar á því ári.Við báðum manninn að skýra
þetta misræmi og hann gat ekki skýrt það, en
hann trúði þessmn fyrirsögnum og var þó sjálfur
nýkominn að austan og kannski í samfylgd þeirra
manna, sem þar höfðu verið á ferðinni. Þegar
þessar gífurlegu markaðsfréttir voru komnar af
þessum mikla markaði, sem þarna var fundinn,
þá fórum við að leita fyrir okkur á ný og töluðum
við verzlunarfulltrúa Sovétríkjanna hér í Reykja-
vík. Þeir vörðust allra frétta, sögðu að þetta
væri mál Prodintorg. Við spurðum þá, eigum við
þá að taka þetta bréf, sem við erum nýbúnir að
fá, sem endanlegt svar? Það getum við nú ekki
sagt, en það er hægt að spyrja aftur. Og niður-
staðan af öllu þessu brambolti og stóru fyrir-
sögnum og prentsvertu var sú, að það seldist
ekki einn einasti kassi til viðbótar á árinu 1964.
Svo leið fram á árið 1965, en þá var hægt að
fá það tekið inn í verzlunarsamninga, að innflutn-
ingskvóti fyrir niðurlagða og niðursoðna síld,
ef hún væri til, sem hafði verið 7 milljónir, skyldi
vera aukinn upp í 24 milljónir króna. Og það
tókst í þessum samningum árið eftir að fá kvót-
ann aukinn upp í 24 milljónir með heimild til
þess að bæta við 9V2 milljón, ef vel gengi. Þetta
átti að gilda fyrir árið 1966. Svo kom árið
1966. Þá var farið að tala um viðbótina: „Island
getur að sjálfsögðu fengið þennan 24 millj. inn-
flutning." En það stóð alllengi á svörum um það,
og einnig við því að taka þessa 9*4 millj. til við-
bótar, sem heimild hafði verið veitt fyrir í verzl-
unarsamningum landanna, og að lokum kom alger
neitun fyrir viðbótinni. En það er rétt að segja
frá því, að núna fyrir svo sem mánuði eða vel
það, þá kom aftur fyrirheit um það, að nú skyldi
bætt við þessari 9% millj., þannig að innflutn-
ingsheimildin er þá komin þarna upp í 33 Vá
millj. En það er svolítið annað, heldur en sagt
hafði verið fyrir nærri 3 árum, að þarna væri
unnt að selja ótakmarkað magn, ef vilji væri til
þess af hálfu íslendinga.
Það er dálítið einkennilegt í sambandi við
þessa starfsemi á niðursoðnum fiski og niður-
lagðri síld, að þeir, sem hafa stundað þessa starf-
semi á undanförnum árum og við skulum segja
að nokkru leyti á undanförnum áratugum, hafa
held ég allir orðið fyrir miklu tapi á þessari
starfsemi. Og flestir hafa orðið að hætta starf-
seminni. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins byrj-
aði þessa, ég vil kalla, tilraunastarfsemi fyrir
alvöru fyrir nokkrum árum, vegna þess að henni