Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 308

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 308
306 TlMARIT VPl 1967 Umrœður Sveiirn Benediktsson: Góðir fundarmenn. Þetta er nú æði stórt fund- arefni, sem hér er til umræðu, en tíminn er í raun og veru þrotinn áður en umræður hefjast, svo ég verð að reyna að vera eins stutt- orður og föng eru á. Frummælandi talaði einna mest um nýtingu síldarinnar og sagði ýmislegt í því sambandi. Ég vil vekja athygli á því, að það er búið að reyna hér á landi fiskniðursuðu og niðurlagningu á fiski og þ.á.m. síld um all- langan tíma. Ég er ekki sammála síðasta ræðu- manni um það, að það hafi vantað áróður í sam- bandi við þessa starfsemi, því að það er búið að tala um það hvað eftir annað, bæði í blöðum, ritgerðum og útvarpi, að það sé eitthvað mest þjóðarhneyksli hér, að við skulum ekki fullvinna fiskafurðimar í miklu stærri stíl heldur en raun ber vitni. I þessum áróðri hygg ég að hafi verið sett algert met haustið 1964, þegar sendinefnd Sameiningarflokks alþýðu - ég held að flokkurinn hafi heitið það þá — kom hingað eftir heimsókn í Rússlandi og hafði verið þar í sambandi við þá menn, sem rétt á eftir komust þar til æðstu valda, en þá var það fullyrt, að það væri ótak- markaður markaður í Sovétríkjunum fyrir nið- urlagða síld. Þessar fregnir voru birtar með fyr- irsögnum, sem varla komust á framsíðuna, það var heimsstyrjaldarletur á öllum fyrirsögnum í heila viku í blaðinu um það, að þama væri gull- náma, þarna var markaðurinn fundinn, ótak- markaður markaður. Og það barst bréf frá ein- um manni, sem stendur í nánum verzlunarvið- skiptum við Sovétríkin, til stjórnar Síldarverk- smiðja ríkisins, þar sem okkur var sagt: Nú höf- um við ótakmarkaðan markað, og nú er bara að byrja að framleiða, það skortir ekki markaðinn. Við kölluðum þennan mann á okkar fund til þess að fá nánari skýringar hjá honum, og þá kom það í ljós, að hann virtist byggja á þessum stóru fyrirsögnum, þó að hann hefði sjálfur nýlega verið í Moskvu og því átt að vita betur. En við höfðum þá fyrir skömmu, jafnvel fyrir nokkrum dögum, fengið bréf frá Sovétríkjunum sem svar við málaleitun, þar sem við höfðum verið að fal- ast eftir aukinni sölu í smáum stíl á þessari vöru, og var okkur sagt af Innkaupastofnun Sovétríkjanna, Prodintorg, að á því væru engir möguleikar á því ári.Við báðum manninn að skýra þetta misræmi og hann gat ekki skýrt það, en hann trúði þessmn fyrirsögnum og var þó sjálfur nýkominn að austan og kannski í samfylgd þeirra manna, sem þar höfðu verið á ferðinni. Þegar þessar gífurlegu markaðsfréttir voru komnar af þessum mikla markaði, sem þarna var fundinn, þá fórum við að leita fyrir okkur á ný og töluðum við verzlunarfulltrúa Sovétríkjanna hér í Reykja- vík. Þeir vörðust allra frétta, sögðu að þetta væri mál Prodintorg. Við spurðum þá, eigum við þá að taka þetta bréf, sem við erum nýbúnir að fá, sem endanlegt svar? Það getum við nú ekki sagt, en það er hægt að spyrja aftur. Og niður- staðan af öllu þessu brambolti og stóru fyrir- sögnum og prentsvertu var sú, að það seldist ekki einn einasti kassi til viðbótar á árinu 1964. Svo leið fram á árið 1965, en þá var hægt að fá það tekið inn í verzlunarsamninga, að innflutn- ingskvóti fyrir niðurlagða og niðursoðna síld, ef hún væri til, sem hafði verið 7 milljónir, skyldi vera aukinn upp í 24 milljónir króna. Og það tókst í þessum samningum árið eftir að fá kvót- ann aukinn upp í 24 milljónir með heimild til þess að bæta við 9V2 milljón, ef vel gengi. Þetta átti að gilda fyrir árið 1966. Svo kom árið 1966. Þá var farið að tala um viðbótina: „Island getur að sjálfsögðu fengið þennan 24 millj. inn- flutning." En það stóð alllengi á svörum um það, og einnig við því að taka þessa 9*4 millj. til við- bótar, sem heimild hafði verið veitt fyrir í verzl- unarsamningum landanna, og að lokum kom alger neitun fyrir viðbótinni. En það er rétt að segja frá því, að núna fyrir svo sem mánuði eða vel það, þá kom aftur fyrirheit um það, að nú skyldi bætt við þessari 9% millj., þannig að innflutn- ingsheimildin er þá komin þarna upp í 33 Vá millj. En það er svolítið annað, heldur en sagt hafði verið fyrir nærri 3 árum, að þarna væri unnt að selja ótakmarkað magn, ef vilji væri til þess af hálfu íslendinga. Það er dálítið einkennilegt í sambandi við þessa starfsemi á niðursoðnum fiski og niður- lagðri síld, að þeir, sem hafa stundað þessa starf- semi á undanförnum árum og við skulum segja að nokkru leyti á undanförnum áratugum, hafa held ég allir orðið fyrir miklu tapi á þessari starfsemi. Og flestir hafa orðið að hætta starf- seminni. Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins byrj- aði þessa, ég vil kalla, tilraunastarfsemi fyrir alvöru fyrir nokkrum árum, vegna þess að henni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308
Page 309
Page 310
Page 311
Page 312
Page 313
Page 314
Page 315
Page 316
Page 317
Page 318
Page 319
Page 320
Page 321
Page 322
Page 323
Page 324
Page 325
Page 326
Page 327
Page 328
Page 329
Page 330
Page 331
Page 332
Page 333
Page 334
Page 335
Page 336
Page 337
Page 338
Page 339
Page 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.