Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 226
224
TlMARIT VFI 1967
geymt mánuðum saman, bæði hér heima og er-
lendis. Það þarf því að geta þolað þá meðferð
og geymslu vel.
Gott og vel skilið lýsi má geyma árum saman
án nokkurrar verulegrar gæðarýmunar.
Lýsisframleiðsla Islendinga er dreifð á marga
staði og hefir ársframleiðslumagnið verið mjög
mismunandi mikið á hinum ýmsu stöðum síðustu
áratugina.
Á þeim árum sem síldveiðar voru miklar fyrir
Norðurlandi var framleiðsla lýsis mest á Siglu-
firði, enda eru verksmiðjurnar enn stærstar þar.
En nú síðustu árin hefir framleiðsla síldarlýsis
verið mest á Austfjörðum, m.a. vegna vetrarsíld-
veiðanna.
1 töflu I er greint frá lýsisframleiðslu á Is-
landi s.l. 10 ár (2).
Notkun lýsis í matarfitu
Nú um langt skeið hefir meginið af öllu því
lýsi, sem framleitt er í heiminum farið til herzlu
og verið notað til manneldis. Aðalmarkaðurinn
er í Evrópu.
Það var einkum laust fyrir fyrri heimsstyrj-
öld, að menn fóru að hreinsa og herða lýsi og
nota það síðan í matarfitu. Jókst sú starfsemi
jafnhliða því að framleiðsla lýsis óx og lýsið varð
betra.
Af grein McKerrigans (3) er ljóst, hversu víð-
tæk þessi notkun lýsis er orðin. Þar er skýrt
frá því, að árin 1959—61 voru notaðar í Bret-
landi til jafnaðar 95 þúsund smálestir af lýsi á
ári í smjörlíki, en þá fóru alls 287 þúsund smá-
lestir af fitu á ári til þeirrar nota. Lýsið hefir
því numið um 33%. Frá því á árunum 1954—56
hefir notkun lýsis tvöfaldazt, þó að framleiðsla
smjörlíkis hafi dregizt saman um 8%.
Svipaða sögu er að segja af framleiðslu ann-
arrar matarfitu (compound cooking fat) í Bret-
landi, þó að aukningin á notkun lýsis sé ekki eins
mikil þar. 1 slíka fitu fara árlega um 50 þúsund
smálestir lýsis þar.
Hér verður nú gerð stutt grein fyrir hinni
tæknilegu hlið hreinsunar og herzlu lýsis og þá
einkum vegna þess, að síðustu áratugina hefir
orðið mikilvæg breyting á þessu sviði með til-
komu aðferða til samfelldrar hreinsunar (conti-
nous refining, bleaching, deodorisation). Ekki er
þó ástæða til að fara nákvæmlega í þessa þætti
tækninnar, þar sem til eru nokkrar ágætar hand-
bækur nm það efni (Andersen (4), Bailey (5),
Schwitzer (6), Bailey et al (7), Lude (8)).
Hreinsun
Lýsi, sem nota á hert til manneldis, þarf að
hreinsa bæði fyrir og eftir herzlu.
Þorskalýsi var að vísu hert hér nokkur ár
óhreinsað, en hreinsað að lokinni herzlu, en slíkt
er undantekning. Enda var ekki hert nema gott
þorskalýsi, þ.e. hreint og sýrulítið. Var það að
jafnaði látið standa í geymum mánuðum saman
fyrir herzlu. Væri það ekki gert varð að nota
mun meira af hvata við herzluna en ella. Þetta
var því aðeins hægt, að þorskalýsið er mjög lit-
lítið og var því unnt að komast hjá að bleikja
það. Hreinsun á lýsi fyrir herzlu er tvenns konar:
afsýring og bleiking. Að lokinni herzlu fer svo
enn fram tvenns konar hreinsun: afsýring og
TAFLA 1
Lýsisframleiðsla á Islandi 1956—65
(Tonn)
Production of fish oils in Icéland 1956—65
(Metric tona)
Ár Year Slldarlýsi Berring oil Karfalýsi Red fish oil Loðnulýsi Oapelin ott Hvallýsi (ekki búr- hvalalýsi) Whale ott (no aperm oil) Alls Total jÞorskalýsi Cod liver ott
1956 8.514 2.833 1.950 13.297 11.016
1957 11.279 2.893 2.334 16.506 9.321
1958 5.880 4.577 2.151 12.608 9.800
1959 21.600 4.900 1.343 27.843 10.200
1960 18.200 2.300 1.205 21.705 10.508
1961 38.077 1.197 1.043 40.317 6.948
1962 60.157 623 2.088 62.868 7.350
1963 46.228 1.027 2.055 49.310 7.753
1964 80.016 737 40 1.804 82.597 10.269
1965 94.635 395 757 2.209 97.996 7.603