Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 267
TlMARIT VFI 1967
265
TAFLA 2
Stærð og efnahlutföll
Size and chemical composition of capelin, sandeél and Norway pout
Loðna Oapelin Sandsíli Sandeel Rpærlingrir Norway Pout
Algengust lengd Most common length 14—17 sm 15—18 sm 15—20 sm
Lýsi Oil 2,3—10,2% 3,0—10,5% 3,0— 9,5%
Þurrefni Solids 13,5—16,2% 18,0—21,0% 19,3—20,5%
Vatn Water 84,0—73,5% 79,0—70,0% 77,0—70,5%
Ekki er vitað, að aðrar þjóðir en Danir og
Norðmenn veiði spærling að nokkru ráði.
Efnahlutföll í tegundunum
Allir eru þessir fiskar gott hráefni til mjöl-
og lýsisvinnslu, þótt þeir jafnist ekki á við síld-
ina í því tilliti. Efnainnihald þeirra er þó nokk-
uð breytilegt, eins og fram kemur í töflu 2. 1 töfl-
unni er miðað við íslenzkar rannsóknir, hvað
loðnuna snertir, en spærlings- og sandsílistölum-
ar eru eftir dönskum heimildum (5) (6).
Loðna
Loðnan er af laxaættinni, eins og þegar var
sagt, og safnar því lýsi í búkinn og flest líffær-
anna. Hún er á hrygningargöngu, þegar hún
veiðist við Island, og er feitust og mjölefna-
mest, þegar hún kemur upp að landinu, snemma
í febrúar. Nokkur áraskipti eru að því, hve mikið
lýsi er í henni, en yfirleitt er hún því feitari,
því fyrr á veiðitímanum sem hún veiðist. Algeng-
ast er, að lýsisinnihaldið sé 6—7%, þegar veið-
arnar hef jast, en 1965 og 1966 reyndist það mest
10,2%, enda hófust veiðamar óvenju snemma
bæði þessi ár. Loðnan horast mjog fljótt, eftir að
hún kemur upp að landinu, og er lýsisinnihaldið
í henni komið niður í 5—6% í lok febrúar, og
í byrjun apríl er það oftast unair 3,0%. Það er
sérkennilegt við loðnuna, að hrygnumar em
ætíð 1—2% feitari en hængarnir. Norðmenn hafa
mælt 21,5% af lýsi (7) í kynþroska loðnu, sem
veiddist í nóvember í Barentshafi. Trúlega er
íslenzka loðnan einnig mjög feit um þetta leyti
árs, en þá er hún í kalda sjónum norður og
norðaustur af landinu. Hún hefir því þegar hor-
azt mikið, er hún kemur upp að ströndinni í
byrjun febrúar.
Eins og sjá má af töflu 2, er mun minna af
mjölefnum í loðnu en í sandsíli og spærlingi.
Mjölefnin fara líka minnkandi í loðnunni eins
og lýsisinnihaldið, allt frá því hún byrjar að
veiðast. Er þetta í rauninni skiljanlegt, þegar
þess er gætt, að megnið af henni deyr, þegar að
lokinni hrygningu.
Talið er, að íslenzkar verksmiðjur fái að með-
altali 15% af mjöli og 2,5% af lýsi úr loðnunni.
Sandsíli
Sandsílið safnar lýsi í búkinn og flest líffær-
anna eins og loðnan. Það er einnig mjög mis-
feitt, eftir því á hvaða tíma það veiðist. Þegar
dönsku veiðarnar hefjast í byrjun maí, er fisk-
urinn mjög smár og em ekki nema 3% af lýsi
í honum, en lýsismagnið eykst eftir því sem líð-
ur á vorið og er komið upp í 10% um mánaða-
mótin júní og júlí. Það er einnig breytilegt, hve
mikið er af mjölefnum í sandsílinu. Minnst er
magnið í byrjun veiðitímabilsins, en eykst síðan
jafnt og þétt eins og lýsið.
Talið er að danskar verksmiðjur fái 21,5%
af mjöh úr sandsílinu, þegar bezt lætur. Lýsis-
útkoman er hinsvegar um 5% (8) að meðaltali.
Spœrlingur
Spærlingurinn er af þorskaættinni, eins og
áður var sagt. Hann er frábrugðinn loðnu og
sandsili meðal annars að því leyti, að hann safn-
ar ekki lýsi í önnur líffæri en lifrina. Eins og hjá
öðrum þorskfiskum er lifrarmagn hans breyti-
legt eftir stærð fisksins. Samkvæmt dönskum at-
hugunum (5) er það í nóvember um 6,7% í
smæsta fiskinum, en 12,8% í þeim stærsta, mið-
að við fisk upp úr sjó.
Spærlingurinn er lifrarmestur og feitastur í
byrjun veiðanna í nóvember og desember, og
hafa þá verið mæld í honum 10,5% af lýsi miðað
við þyngd hans. Síðan horast hann jafnt og þétt,
og er lýsisinnihaldið komið niður í 3% í apríl.