Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 161
TlMARIT VFl 1967
159
Hér merkir dv/dt þurrkhraðann (rate of
drying), en V vatnsinnihaldið miðað við þurr-
efni, og er þá V„ jöfnunarvatnsinnihaldið en
Va og V2 vatnsinnihaldið á mismimandi tímum.
Tímalengdin, sem tekur skreiðina að þorna svo
vatnsinnihaldið breytist frá Vi til V2 er t.
Athuganir leiddu einnig í ljós, að eftir því
sem spyrðan var þyngri við upphengingu, varð
þurrkhraðinn minni, eða í öfugu hlutfalli við
3
\/Þ, þar sem Þ er þunginn á spyrðunni. Fekkst
þá eftirfarandi líking, sem virtist gilda a. m. k.
fyrir spyrður frá 4 kg að 10 kg.
t — 11,3 x VÞ X loge ^ y ______. y J
(t = dagar, Þ = kg).
Að lokum má gefa líkingu fyrir tímalengdina
í dögum frá upphengingu, þar til skreiðin inni-
heldur eitthvað ákveðið vatnsinnihald, V2. Nú
er V, = 4 og V0 = 0,32 og ef líkingin á að
gilda fyrir þungann þ kg á einstökum fiski, þ.
e. a. s. þ = Y2 Þ, þá verður:
3
t = VÞ [18-55 — 32,78 log10 (V2 — 0,32)]
Þessar líkingar eru ólíkar venjulegum líkingum
fyrir þurrkun, þar sem ekki virðist vera um
neitt tímabil að ræða þar sem þurrkhraðinn er
stöðugur (constant rate period). Má ef til vill
skýra það á þann hátt, að roðið á fiskinum
hindri svo mikið rakaflutninginn frá fiskinum
út í loftið, strax frá upphafi. Við þornunina
harðnar roðið fljótlega og yfirborð fisksins virð-
ist því þorna mjög fljótt. Þetta er eflaust mjög
æskilegt, þó það dragi úr þurrkhraðanum, því
að um leið verða erfið lífsskilyrði fyrir rotnun-
argerlana utan á roðinu. Innan í fiskinum eiga
aftur á móti engir rotnunargerlar að finnast og
má þetta vera skýring á að fiskurinn skemmist
ekki meira en hann gerir uppi á trönunum.
í skreiðargeymslunni hélt þornunin áfram, en
þar sem aðstæður voru nú breyttar, gilda ofan-
greindar líkingar ekki fyrir þann tíma, sem
skreiðin er í húsi.
Eftir 5—6 mánuði frá upphengingu, varð
skreiðin loks pökkunarhæf, og vógu spyrðurnar
24% af þeim þunga, sem þær vógu við upp-
hengingu.
Gæði skreiðar
Hráefni það, sem notað er til skreiðarverkun-
ar, er misjafnt að gæðum, og meðan fiskurinn
er hafður úti, verður hann fyrir alls konar veðr-
um. Veðráttan hefur mikil áhrif á verkun skreið-
arinnar, sérstaklega fyrst eftir að fiskurinn er
hengdur upp. Ýmsar tegundir myglusveppa geta
herjað á fiskinn, og valda þeir svonefndum jarð-
slaga, en roðið verður þá mjög dökkt og ósjá-
legt. Þegar hlýnar í veðri, getur flugumaðkur-
inn valdið tjóni. 1 skreiðargeymslunni geta ýmis
skordýr og nagdýr skemmt fiskinn. Öll þessi at-
riði og mörg önnur hafa áhrif á gæði skreiðar-
innar. Kaupendur hennar gera misjafnar kröfur
til gæða, enda er mikill verðmunur á gæðaflokk-
um.
Fiskmat ríkisins setur reglur um flokkun
skreiðarinnar eftir gæðum og stærðum. Lögboðið
er að við pökkun skreiðarinnar skuli meta hana
og flokka í gæðaflokka undir umsjón Fiskmats
ríkisins. Matsreglurnar eru flóknar og styðjast
margar þeirra við margra alda reynslu Norð-
manna í skreiðarviðskiptum. Samkvæmt leið-
beiningum (4) frá Fiskmati ríkisins eru aðal-
gæðaflokkarnir þrír þ. e.:
I. flokkur eða ,,Prima“
H. flokkur eða ,,Sekunda“
III. flokkur eða ,,Afrika“
IV. flokkur eða „Offal“
Til Italíu var nær eingöngu flutt út skreið í
I. og II. flokki, en árið 1965 voru gefnar út nýj-
ar leiðbeiningar (5), og var þá bætt við einum
flokki, sem ætlað er að fara á ítalíumarkað.
Jafnframt var flokkunum gefin ný nöfn, og heita
flokkarnir nú:
Príma, Saga og Edda (til Italíu).
Astra, Stella og Polar (til Afríku).
Samkvæmt upplýsingum fiskmatsstjóra flokk-
aðist skreiðarútflutningurinn þannig árið 1966:
Príma um 0,06%
Saga — 1,76%
Edda — 21,95%
Astra — 55,44%
Stella — 9,24%
Polar — 11,55%
100,00%
Hráefnisgæðin hafa mikil áhrif á hin endan-
legu gæði skreiðarinnar (3). Eftir því sem fersk-
ari fiskur er hengdur upp, eru meiri líkur fyrir
því, að skreiðin verkist í betri og verðmætari
gæðaflokka.
Lokaorð
Skreiðarverkun hefur að mestu leyti verið
óbreytt öldum saman, og eru engar meiri hátt-