Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 140
138
TlMARIT VFÍ 1967
haldið áfram að aukast, en ég vil ekki gera ráð
fyrir, að hún geti haldið áfram að aukast í eins
stórkostlegum stökkum eins og hún hefur gert
oftast áður og eins og hún hefur þurft að gera
til þess að skapa grundvöll fyrir þeim öru efna-
hagsframförum, sem hér hafa átt sér stað. Ég
vil gera ráð fyrir, að þessi vöxtur verði miklu
hægari yfir lengri tíma litið. Það þýðir þá auð-
vitað um leið, að inn á milli geta komið tímabil,
þar sem vöxturinn er enginn eða jafnvel verður
minnkun. Hvað þýða þessi breyttu viðhorf? Þau
þýða, að við verðum að leita að nýjum vaxtar-
greinum. Ein þessara hugsanlegu greina er nið-
ursuðu- og niðurlagningariðnaður.
Hvað eigum við þá að gera til þess að geta
hagnýtt þau tækifæri, sem hér kunna að vera
til staðar? Ég er alveg sammála því, sem kem-
ur fram hjá þeim dr. Sigurði og dr. Jakobi, að
það er eðlilegt að niðursuðuiðnaðurinn geri kröfu
til þess að sitja við sama borð og aðrir. Erfið-
leikinn er, hvers konar kerfi það sé, sem geti
tryggt þetta? Ég er ekki reiðubúinn til þess að
gefa svar við þeirri spurningu, eins og er. Þetta
er mál, sem þarf gaumgæfilegrar athugunar við.
Það er líka hægt að segja með fullum rétti, að
ekkert sé óeðlilegt við, að opinberir aðilar á
einn eða annan hátt leggi fram verulega aðstoð
til þess að þróa nýjar iðngreinar. í raun og veru
er það þetta sjónarmið, sem liggur bak toll-
verndar. Það er uppeldissjónarmiðið, að ný iðn-
grein njóti verndar í visst árabil, meðan hún
er að verða jafnoki annarra, sem voru á undan
henni, en síðan hverfi verndin hægt og hægt
eftir því, sem greininni vex fiskur um hrygg.
Það mætti nota þessa sömu röksemd að því er
snertir útflutningsiðnað og segja, að eðlilegt sé
að styrkja slíkan iðnað á einn eða annan hátt,
meðan hann er að koma undir sig fótunum.
Þetta hefur að sjálfsögðu víða verið gert, m.a.
hér á landi. Hins vegar er ég ekki viss um, að
hliðstæðan, sem dr. Sigurður nefndi, eigi hér
við, þ.e. frystiiðnaðurinn. Ég er ekki viss um,
að það hafi verið aðstoðin frá því opinbera, sem
réði úrslitum fyrir þróun þessa iðnaðar. Því má
ekki gleyma, að rétt um það leyti, sem hin opin-
bera starfsemi hefði átt að fara að bera árang-
ur, þá kom heimsstyrjöld, sem skapaði frysti-
iðnaðinum allt í einu ný tækifæri og auðunninn
markað. Ef styrjöldin hefði ekki komið til, þá
er ekki víst, að neitt svipaður árangur hefði
náðst af þeirri tilraunastarfsemi, er rekin var á
árunum milli 1930 og 1940, eins og raun varð
á. Þar með vil ég ekki segja, að ekki sé æski-
legt eða nauðsynlegt að aðstoð sé veitt, en ég
held að það verði að gerast að vel athuguðu
máli. Það verður einnig að framkvæma sérhverja
aðstoð á þann hátt, að atvinnugreinum sé ekki
mismunað, og ef ákveðið er að leggja fram op-
inbera aðstoð til þróunar tiltekinnar greinar,
verður að gera það með sterkum rökum fyrir
því, að árangur geti náðst. Ég held sem sagt,
að málið þurfi enn miklu meiri athugunar við,
og mér finnst það, sem skrifað er og sagt um
þetta, bera ennþá alltof mikinn keim af almenn-
um bollaleggingum. Við hljótum að geta gengið
lengra. Sú vitneskja, sem við þegar ráðum yfir,
hlýtur að vera nægileg til þess að gera sér ná-
kvæmari grein fyrir því, en hér hefur komið
fi'am, hvaða kostir séu yfirleitt fyrir hendi, i
hvaða sérgreinum við virðumst hafa bezta að-
stöðu, hver meginvandamálin séu og að hvaða
verkefnum við eigum fyrst og fremst að ein-
beita kröftum okkur.
Dr. Jakob Sigurðsson:
Það kom fram hjá síðasta ræðumanni, að skil-
yrði hér á landi væru ekki sambærileg við það,
sem annars staðar gerist, og af því virðist mér
hann draga þá ályktun, að vegna þess hvað þau
væru erfiðari hér, þá væru jafnvel miklar líkur
til að þessi iðnaður mundi tæplega eiga rétt á
sér eða hafa möguleika til vaxtar í fyrirsjáan-
legri framtíð. Það er út af fyrir sig alveg rétt,
að það er ákaflega mikið auðveldara að byrja
að framleiða vöru, sem hægt er að selja á heima-
markaði. Á þeim grundvelli getum við sagt, að
það sé auðveldara fyrir Þjóðverja, skulum við
segja, að byggja upp niðursuðuiðnað. Þeir hafa
markað hjá sér fyrir kannski 80% til 90% af
framleiðslunni og geta framleitt fyrir þann
markað eftir hendinni, eins og Jónas Haralz
minntist á að verksmiðjur íslenzkra sölusamtaka
gera í Bandaríkjunum. Þetta er út af fyrir sig
alveg rétt. En þetta er bara nokkuð, sem við
verðum að fást við á öllum sviðum. Við höfum
ekki heldur markað hér í landinu fyrir neinar
aðrar vörur í miklu magni. Og ef við erum sam-
mála um það, eins og við virðumst vera, að hér
verði í náinni framtíð að halda áfram að byggja
upp einhvern iðnað, þá fæ ég ekki séð, að það
geti verið um aðrar iðngreinar að ræða, enda
hefur það ekki komið fram, sem við getum byggt
upp hérna í stórum stíl, án þess að flytja út.
Við erum nú einu sinni þannig settir, að við höf-
um lítinn heimamarkað, það gildir um þetta eins
og annað. En það finnst mér ekki þýða það, að
við getum ekki náð árangri þarna eins og ann-
ars staðar. Jónas Haralz lagði líka áherzlu á