Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 140

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 140
138 TlMARIT VFÍ 1967 haldið áfram að aukast, en ég vil ekki gera ráð fyrir, að hún geti haldið áfram að aukast í eins stórkostlegum stökkum eins og hún hefur gert oftast áður og eins og hún hefur þurft að gera til þess að skapa grundvöll fyrir þeim öru efna- hagsframförum, sem hér hafa átt sér stað. Ég vil gera ráð fyrir, að þessi vöxtur verði miklu hægari yfir lengri tíma litið. Það þýðir þá auð- vitað um leið, að inn á milli geta komið tímabil, þar sem vöxturinn er enginn eða jafnvel verður minnkun. Hvað þýða þessi breyttu viðhorf? Þau þýða, að við verðum að leita að nýjum vaxtar- greinum. Ein þessara hugsanlegu greina er nið- ursuðu- og niðurlagningariðnaður. Hvað eigum við þá að gera til þess að geta hagnýtt þau tækifæri, sem hér kunna að vera til staðar? Ég er alveg sammála því, sem kem- ur fram hjá þeim dr. Sigurði og dr. Jakobi, að það er eðlilegt að niðursuðuiðnaðurinn geri kröfu til þess að sitja við sama borð og aðrir. Erfið- leikinn er, hvers konar kerfi það sé, sem geti tryggt þetta? Ég er ekki reiðubúinn til þess að gefa svar við þeirri spurningu, eins og er. Þetta er mál, sem þarf gaumgæfilegrar athugunar við. Það er líka hægt að segja með fullum rétti, að ekkert sé óeðlilegt við, að opinberir aðilar á einn eða annan hátt leggi fram verulega aðstoð til þess að þróa nýjar iðngreinar. í raun og veru er það þetta sjónarmið, sem liggur bak toll- verndar. Það er uppeldissjónarmiðið, að ný iðn- grein njóti verndar í visst árabil, meðan hún er að verða jafnoki annarra, sem voru á undan henni, en síðan hverfi verndin hægt og hægt eftir því, sem greininni vex fiskur um hrygg. Það mætti nota þessa sömu röksemd að því er snertir útflutningsiðnað og segja, að eðlilegt sé að styrkja slíkan iðnað á einn eða annan hátt, meðan hann er að koma undir sig fótunum. Þetta hefur að sjálfsögðu víða verið gert, m.a. hér á landi. Hins vegar er ég ekki viss um, að hliðstæðan, sem dr. Sigurður nefndi, eigi hér við, þ.e. frystiiðnaðurinn. Ég er ekki viss um, að það hafi verið aðstoðin frá því opinbera, sem réði úrslitum fyrir þróun þessa iðnaðar. Því má ekki gleyma, að rétt um það leyti, sem hin opin- bera starfsemi hefði átt að fara að bera árang- ur, þá kom heimsstyrjöld, sem skapaði frysti- iðnaðinum allt í einu ný tækifæri og auðunninn markað. Ef styrjöldin hefði ekki komið til, þá er ekki víst, að neitt svipaður árangur hefði náðst af þeirri tilraunastarfsemi, er rekin var á árunum milli 1930 og 1940, eins og raun varð á. Þar með vil ég ekki segja, að ekki sé æski- legt eða nauðsynlegt að aðstoð sé veitt, en ég held að það verði að gerast að vel athuguðu máli. Það verður einnig að framkvæma sérhverja aðstoð á þann hátt, að atvinnugreinum sé ekki mismunað, og ef ákveðið er að leggja fram op- inbera aðstoð til þróunar tiltekinnar greinar, verður að gera það með sterkum rökum fyrir því, að árangur geti náðst. Ég held sem sagt, að málið þurfi enn miklu meiri athugunar við, og mér finnst það, sem skrifað er og sagt um þetta, bera ennþá alltof mikinn keim af almenn- um bollaleggingum. Við hljótum að geta gengið lengra. Sú vitneskja, sem við þegar ráðum yfir, hlýtur að vera nægileg til þess að gera sér ná- kvæmari grein fyrir því, en hér hefur komið fi'am, hvaða kostir séu yfirleitt fyrir hendi, i hvaða sérgreinum við virðumst hafa bezta að- stöðu, hver meginvandamálin séu og að hvaða verkefnum við eigum fyrst og fremst að ein- beita kröftum okkur. Dr. Jakob Sigurðsson: Það kom fram hjá síðasta ræðumanni, að skil- yrði hér á landi væru ekki sambærileg við það, sem annars staðar gerist, og af því virðist mér hann draga þá ályktun, að vegna þess hvað þau væru erfiðari hér, þá væru jafnvel miklar líkur til að þessi iðnaður mundi tæplega eiga rétt á sér eða hafa möguleika til vaxtar í fyrirsjáan- legri framtíð. Það er út af fyrir sig alveg rétt, að það er ákaflega mikið auðveldara að byrja að framleiða vöru, sem hægt er að selja á heima- markaði. Á þeim grundvelli getum við sagt, að það sé auðveldara fyrir Þjóðverja, skulum við segja, að byggja upp niðursuðuiðnað. Þeir hafa markað hjá sér fyrir kannski 80% til 90% af framleiðslunni og geta framleitt fyrir þann markað eftir hendinni, eins og Jónas Haralz minntist á að verksmiðjur íslenzkra sölusamtaka gera í Bandaríkjunum. Þetta er út af fyrir sig alveg rétt. En þetta er bara nokkuð, sem við verðum að fást við á öllum sviðum. Við höfum ekki heldur markað hér í landinu fyrir neinar aðrar vörur í miklu magni. Og ef við erum sam- mála um það, eins og við virðumst vera, að hér verði í náinni framtíð að halda áfram að byggja upp einhvern iðnað, þá fæ ég ekki séð, að það geti verið um aðrar iðngreinar að ræða, enda hefur það ekki komið fram, sem við getum byggt upp hérna í stórum stíl, án þess að flytja út. Við erum nú einu sinni þannig settir, að við höf- um lítinn heimamarkað, það gildir um þetta eins og annað. En það finnst mér ekki þýða það, að við getum ekki náð árangri þarna eins og ann- ars staðar. Jónas Haralz lagði líka áherzlu á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252
Side 253
Side 254
Side 255
Side 256
Side 257
Side 258
Side 259
Side 260
Side 261
Side 262
Side 263
Side 264
Side 265
Side 266
Side 267
Side 268
Side 269
Side 270
Side 271
Side 272
Side 273
Side 274
Side 275
Side 276
Side 277
Side 278
Side 279
Side 280
Side 281
Side 282
Side 283
Side 284
Side 285
Side 286
Side 287
Side 288
Side 289
Side 290
Side 291
Side 292
Side 293
Side 294
Side 295
Side 296
Side 297
Side 298
Side 299
Side 300
Side 301
Side 302
Side 303
Side 304
Side 305
Side 306
Side 307
Side 308
Side 309
Side 310
Side 311
Side 312
Side 313
Side 314
Side 315
Side 316
Side 317
Side 318
Side 319
Side 320
Side 321
Side 322
Side 323
Side 324
Side 325
Side 326
Side 327
Side 328
Side 329
Side 330
Side 331
Side 332
Side 333
Side 334
Side 335
Side 336
Side 337
Side 338
Side 339
Side 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.