Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 312
310
TlMARIT VFl 1967
ur mál, að um þróun þeirra og möguleika þarf
að reyna að spá fram í tímann, en oft eru þessar
spár að sjálfsögðu meira og minna loftkastalar.
E.t.v. finnst mörgum ýmislegt að því, sem dr.
Jakob Sigurðsson hefur sett hér fram, fyrst í
mjög ýtarlegri grein og síðar í ræðu hér áðan,
loftkastalar, sem lítt sé takandi mark á, en ég
vil algjörlega hafna því og skoðun slíkra manna,
m.a. vegna þess, að eftir því sem mér hefur tek-
izt að kynna mér fiskiðnað og sjávarútvegsmál
á íslandi, virðist mér, að of oft hafi ekki verið
tekið nægilegt tillit til framtíðardrauma manna
eins og dr. Jakobs Sigurðssonar, ef ég mætti
komast svo að orði.
1 framhaldi af þessum orðum vil ég svo halda
því fram, að það, sem mest og bezt hefur áunn-
izt í þessum atvinnuvegi, hefur verið gert af ís-
lenzkum útgerðarmönnum og verkfræðingum,
sem hafa lagt sig í líma við að leysa ýmis tækni-
vandamál sjávarútvegs og fiskiðnaðar. Ég sé að
sumir brosa hér inni og þá sérstaklega spámenn
nýja tímans, sem eru eins og við vitum sumir
sérfræðingar ríkisvaldsins. En ef við, sem stönd-
um í þessum atvinnuvegi, gefumst upp við það,
að glíma sjálfir við vandann og þau mál, sem
að okkur snúa í daglegu starfi, og njótum ekki
trausts og eigum ekki gott samstarf og þá sér-
staklega við verkfræðingana, sem hafa tekið virk-
an þátt í uppbyggingu þessa atvinnuvegar, er lítil
framtíð í íslenzkum sjávarútvegi og fiskiðnaði.
Og þá er rétt að líta í aðrar áttir.
Ég hef starfað fyrir hraðfrystiiðnaðinn undan-
farin 6 ár, sem svo nefndur talsmaður stærsta
fyrirtækisins innan þessarar greinar, Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna. Það er að ýmsu leyti
nokkuð flókið verkefni, vegna þess að það getur
stundum verið erfitt að þurfa að skýra frá því,
þegar sérstaklega vel hefur gengið. Það gera okk-
ar þjóðfélagsaðstæður, sem við þekkjum allir, og
svo samanburðaraðstaðan gagnvart hinum ýmsu
mörkuðum, sem er þannig háttað, að oft er ekki
æskilegt að birta of nákvæmar upplýsingar um
verðlag og þess háttar. En ef menn líta til baka
og hugsa til áranna í kringum 1940, þegar hrað-
frystiiðnaðurinn var raunverulega að hefjast hér
á Islandi, þá er það mjög athyglisvert, að það
voru ekki togaraútgerðarmennirnir, sem höfðu
mikinn áhuga fyrir hraðfrystiiðnaðinum, heldur
yfirleitt bátaútvegsmenn, sem bjuggu ekki við
eins mikla velgengni og togaraútgerðin á þeim
árum. Ég hef spurt menn, sem hafa unnið með
og eru gjörkunnugir mörgum togaraútgerðar-
mönnum, af hverju þetta stafaði. Þeir hafa ýms-
ar skýringar á því. Einn, sem var mjög nátengd-
ur togaraútgerðinni, sagði mér, að hann hefði
fært það í tal við stórútgerðarmenn í togaraút-
gerð á þeim tíma, hvort ekki væri rétt, að þeir
færu út í hraðfrystiiðnaðinn eins og aðrir. En
svarið, sem hann fékk, var það, að það væri vafa-
samt, hve mikil framtíð væri í hraðfrystiiðnað-
inum eftir styrjöldina. Sem sagt, mjög fáir af
togaraútgerðarmönnum fóru út í hraðfrystiiðn-
að. Síðan hef ég talað við annan stórútgerðar-
mann, sem enn rekur togara í einkaútgerð með
sæmd, um þessi mál, og hans svar var þetta:
„Því miður fór ég of seint út í hraðfrystiiðnað
samhliða minni togaraútgerð“. Þetta er sá tog-
araútgerðarmaður, sem enn rekur 3 togara í
einkarekstri. Hann á auðvitað eins og aðrir við
erfiðleika að stríða í dag, bæði með sína togara-
útgerð og sitt hraðfrystihús. Þetta vildi ég að-
eins segja til þess að undirstrika það, að spá-
dómar og framtíðarsýn manna getur verið mis-
jafnlega góð, og þess vegna vil ég ekki fortaks-
laust fordæma allar þær hugmyndir, sem dr.
Jakob Sigurðsson kemur með, nema síður sé. Ég
tel, að einmitt við, sem erum í þessari atvinnu-
grein, eigum frekar að fagna því, að enn skuli
vera spámenn á meðal okkar.
Um það, sem Sveinn Benediktsson sagði í sam-
bandi við niðursuðuna, sem ég hef reynt að
kynna mér nokkuð, þá er það auðvitað allt sam-
an satt og rétt, að það er enginn grundvöllur
fyrir niðursuðu á íslandi í dag. En það er þrennt,
sem ber að líta á í sambandi við niðursuðuiðnað
á sjávarafurðum, sem eru auðvitað augljósar
staðreyndir fyrir jafn menntaða menn og hér
eru inni. Framleiðsluskilyrði verða að vera fyrir
hendi. Mikil verðbólguþróun er það versta, sem
hægt er að hugsa sér í sambandi við framleiðslu
og sölu á niðursoðnum afurðum, og svo þarf að
sjálfsögðu að líta til markaðanna. Ég minnist
þess að hafa séð í erlendum skýrslum, að árleg
sala niðursoðinna og niðurlagðra sjávarafurða
sé um 500.000 tonn í öllum heiminum. Markaðir
fyrir þessa vöru eru yfirleitt mjög stöðugir. Það
er ekki mikil aukning í eftirspurn eftir niður-
soðnum og niðurlögðum vörum, og verð eru
ótrygg vegna breyttra neyzluhátta, sem hafa
breytt eftirspurn eftir þessari vöru. Neyzlan
stefnir meira og meira í þá átt, að fólk vill fá
frystar afurðir eða frekar tilbúnar afurðir úr
nýmeti. 1 þessu sambandi er ég auðvitað að tala
um eftirspurn og neyzluvenjur íbúa háþróaðra
ríkja, eins og t.d. Bandaríkjanna.
Hér á árunum í kringum 1959 og 1960 var
norskur sérfræðingur, sem gerði úttekt á því,
hvort það væri grundvöllur fyrir að efna til nið-