Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Side 8
6
því hefur verið tekið upp í Heilbrigðisskýrslur. Með meira móti er það
gert í þetta sinn, enda um að ræða óvenjuleg harðindi:1)
Hafnarfí. Hagur almennings sæmilegur, en þó heldur rýrnandi. At-
vinnuleysi ekkert, en vaxandi dýrtíð.
Akranes. Heita má, að árferði hafi verið slæmt, bæði til lands og
sjávar. Heyskapartíð slæm, sumarið sólarlítið og votviðrasamt, og
hröktust hey bænda. Ekki var betur ástatt til sjávarins. í vertíðar-
byrjun skorti beitusíld, sem þó var bætt úr siðar. í janúar og febrúar
voru ógæftir, en batnandi veður í marz. Afli var þó tregur framan af
þeim mánuði, en glæddist síðara hluta hans. Vertíðin var af þessum
sökum yfirleitt rýr. Um sumarið brást síldveiði, svo sem kunnugt er.
Af öllum þessum sökum hefur afkoma fólks versnað að mun, og mátti
sjá þess merki, þegar á árið leið.
Borgarnes. Árferði og afkoma góð, en útgerð í Borgarnesi var rekin
með stórtapi eins og fyrr, sérstaklega síldveiðin.
Ólafsvikur. Harðindavetur og mjög hart vor, svo að heyþrot var al-
mennt. Sumarið votviðrasamt, og skemmdust hey. Aflabrögð í tæpu
meðallagi. Almenn afkoma eftir því. Niðurskurður á öllu sauðfé. Hætt
er við, að niðurskurðurinn valdi efnahagstruflun í Breiðuvikurhreppi
sökum einangrunar hans að vetrinum (vegaleysis), er torvelda myndi
mjólkursölu.
Búðardals. Efnahagsleg afkoma bænda mun lakari en árið 1948.
Olli því einkum tvennt, í fyrsta lagi, að þeir höfðu mjög fátt fé til
frálags, þar sem flestir lögðu áherzlu á að auka bústofninn eftir niður-
skurðinn 1947, og í öðru lagi vorharðindin, sem leiddu til tilfinnan-
legs kostnaðar fyrir bændur. Ekki varð þó fellir neins staðar hér 1
sýslu og fénaðarhöld góð, en ærinn kostnaður vegna harðindanna, sem
áður segir. Þeir fáu verkamenn, sem hér eru, munu hafa haft sízt minni
atvinnu en árið áður vegna vetraratvinnu í þorpinu. Atvinna vöru-
bifreiðarstjóra fer minnkandi, enda fylgist hún að mestu með fram-
lögum ríkisins til veganna, og er viðbúið, að svo verði enn á næstu
árum. Yfirleitt munu peningaeignir manna heldur hafa gengið til
þurrðar á árinu 1949, og lánsfjárskortur hamlar víða framkvæmdum-
Reykhóla. Árferði var erfitt. Veturinn mjög snjóþungur, en þó tók
út yfir með vorharðindunum, sem voru mjög mikil. Hörkubylur var
hér um mánaðamótin maí og júní, og enginn gróður var kominn um
miðjan júní. Nær allir bændur urðu heylausir, um það er lauk, og
höfðu menn þó keypt mjög mikinn fóðurbæti. Sauðburður fór fram i
húsum alls staðar, og margir bændur misstu mikið af lömbum. Sum-
arið kom skyndilega upp úr miðjum júní, þá með miklum hita, svo ao
grasið þaut upp; grasspretta varð því viðast fremur góð, en sumarið
varð óþurrkasamt, svo að hey verkuðust illa. Þetta ár hefur því orðið
mörgum bóndanum hér um slóðir erfitt og létt pyngju hans að mikl-
um mun.
Bildudals. Afli báta, sem reru héðan um veturinn, var heldur tregur
yfirleitt, gæftir mjög stopular framan af, en betri, begar leið á vorim
1) Ársskýrslur (yfirlitsskýrslur) hafa ckki borizt úr Rvik, Alafoss, Kleppjárns
reykja, Stykkishólms, Flateyjar, Þingeyrar, Siglufj., Breiðumýrar, Þórshafnar,
Eskifj., Hafnar og Laugarás.