Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 88
86
VÍð, að tappað hefur verið af þeim þvagið. Annar dó á árinu, kominn
á níræðisaldur. Þriðji bættist við, og var sá ekki nema 69 ára, en með
injög mikla þvagteppu og kirtilinn það stækkaðan, að ekki tókst
að koma þvaglegg inn í blöðruna. Var því gerð á honurn epicystotomia
með þeirri fyrirætlun að nema kirtilinn burtu síðar meir.
Kópaskers. 79 ára maður með hypertrophia prostatae fékk full-
komna þvagteppu. Var hann fluttur í sjúkrahús á Húsavík og gerð á
honum aðgerð með góðum árangri.
25. Hypotonia arteriarum.
Flateijrar. Verður alltaf vart, en hin nýju antihistamínlyf létta oft
fljótt og vel óþægindin, sem þessu eru samfara. Skráð 3 tilfelli. Fylgir
deyfð, viljaleysi og þreyta.
26. Idiosyncrasia.
Árnes. 3 tilfelli eftir súlfalyf hurfu, er lyf jagjöfinni var hætt.
Blönduós. Virðist vera allalgeng á krökkum, sem koma hingað úr
kaupstöðum til sumardvalar og lýsir sér með strophulus og öðrum
hvimleiðum hörundskvillum.
27. Ileus.
Hvammstanga. Invaginatio acuta: 5 mánaða drengur, áður hraust-
ur. Ég var kallaður til barnsins kl. 2 um nótt milli 1. og 2. desember.
Ég taídi óráðlegt og vonlítið að ráðast í aðgerð, eins og á stóð, eða
gera tilraun til þess hér yfirleitt, enda ætiaði faðir drengsins, bíl-
stjóri á Hvammstanga, til Reykjavíkur í bítið morguninn eftir. Ákveðið
var, að hann tæki drenginn þá með sér á sjúkrahús þar. Færð var
þung vegna snjóa og ferðin gekk seint. Drengurinn dó um kl. 1 a
íeiðinni suður, í Hvalfirði.
Hofsós. Ungur maður í Fljótum fékk ileus. Ég flutti sjúklinginn til
Akureyrar til aðgerðar, sem tókst vel.
28. Ischias.
Árnes. 2 tilfelli. Annað reyndist discusprolaps, og á Landsspítalanum
ver gerð operatio með góðuin árangri. Grunur um discusprolaps í hmu
tilfellinu líka. Sérfræðingur ráðlagði konservatíva meðferð. Árangui
mjög' lélegur.
Vopnafj. 3 tilfelli.
29. Leukaemia lymphatica.
Vestmannaeyja. Kona, f. 28. janúar 1929, fékk þessa veiki. Fékk hei
á spítalanum blóðgjafir, batnaði í byrjun, en versnaði og var flutt a
Landsspítalann. Dó þar. Kona, f. 25. nóvember 1900, með polycytaenna
fékk nitrogen mustard og geislun á Landsspítalanum.
30. Migraene.
Flategrar. Skráð 4 tilfelli.
Búða. Sömu sjúklingar sem áður (2 ungar konur). Hef reyn
gynergen, en árangur vafasamur.