Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 271
269
lolcs tekur hann þriðju bifreiðina og kemst á henni suður i Kópavog.
Þar ekur hann út af og verður að ganga til bæjarins. Fyrir þetta brot
er hann úrskurðaður af dómsmálaráðuneytinu til dvalar í sveit og
fluttur austur að A. í ... í nóvember. „Þarna lciddist mér mikið“,
segir R., „og var ég þar rúman mánuð. Þá tók ég frá bóndanum pen-
inga til að fara á ball á .. .vatni og fleira, en þetta varð til þess, að
bóndinn afsagði mig, og var ég sóttur að kvöldi dags. 5. des. og flutt-
ur að Litla-Hrauni. Þar var ég um nóttina, en daginn eftir var ég
sóttur af lögreglunni og fluttur að Kleppi.“ Þarna hafði hann sprengt
upp læsta hirzlu og stolið 100 kr. til þess að skemmta sér fyrir.
Á þessum árurn stelur hann ýmist einn eða í félagi við aðra. Þýfið
er aðallega peningar, sælgæti, áfengi og varningur, sem hægt er að
koma í peninga. Hann fer inn í hús, stundum með þjófalykli, brýtur
upp lokaðar hirzlur, tekur peninga og aðra muni úr fötum í forstofu,
fer um bjartan dag inn í kjallara Hótel B... og stelur þar áfengi,
hnuplar gærum úr sláturhúsi og selur þær undir röngu nafni, brýtur
upp sjálfsala og sælgætisskápa o. s. frv. Hann virðist stela af yfir-
lögðu ráði og fénu eyðir liann i bílferðir, kvikmyndahús og sælgæti.
Á Kleppsspítala dvaldi R. tímabilið 6. des. 1937 til 11. okt. 1938.
Virðist hann hafa komið sér þar heldur illa. Er óhlýðinn, frekjulegur
og ófyrirleitinn í framkomu, uppstökkur í skapi og hyskinn við störf.
Sé honum sýnt traust, hættir honum til að bregðast þvi, t. d. við úti-
vistarleyfi. Ertir sjúklinga og stelur frá þeim sælgæti, en þorir síður
til við starfsfólkið. í ágúst 1938 strauk hann ásamt öðrum manni út
um glugga, komst niður í bæ, en var fluttur inn eftir um hæl. Er
hann heimkominn var afklæddur, fannst lykill að geymsludeild spít-
alans í fötum hans. Ekki mun hann hafa stolið neinu teljandi þaðan
öðru en tóbaki. 1 greinargerð um hann farast yfirlækninum orð þann-
ig: „Annars verða skapbrestir hans því meira áberandi eftir því sem
hann kynnist betur, uppstökkur, sérhlífinn, ósannsögull, hverflyndur,
stríðinn og leggst að heita má eingöngu á þá, sem annaðhvort eru
rninni máttar eða ef til vill virðast taka sér það nærri.“ Er álit yfir-
læknisins á R. þetta: Hann er hvorki fáviti né geðveikur, en verður
að teljast geðveill (psykopat).
11. október 1938 er kveðinn upp sá dómur í málum hans, að gæzlu-
varðhald kærða frá 4. des. 1937 til dómsuppsagnar skuli koma í stað
refsingar.
1 febrúar 1939 fær hann áminningu lögreglunnar fyrir söng á götu
að næturlagi, og í apríl er hann lcærður fyrir þjófnað á 1000 kr.
vorið 1936. Er það mál látið falla niður, með því að brotið var framið
áður en kærður var 16 ára. Sjálfur segist hann að mestu hafa verið
ntvinnulaus veturinn 1938—1939. 1 júní 1939 er hann dæmdur fyrir
þjófnað og svik í þriggja mánaða fangelsi. Um sumarið vinnur hann
sem ungþjónn á e. s. . ..fossi, en hættir þar á miðju sumri og fer
í síldarvinnu á ...firði. í september fær hann aftur aukaréttardóm,
30 daga fangelsi, fyrir þjófnað. Að hans eigin sögn hafði hann stolið
borði úr sumarbústað, selt það og keypt áfengi fyrir. Einnig hafði
hann stolið peningum úr veski.
Áður en hann afplánaði þessa dóma, réð hann sig sem „messa-