Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Side 194
192
E. Manneldisráð ríkisins.
Prófessor Júlíus Sigurjónsson hélt áfram vítamínrannsóknum Sín-
um á sama hátt og áður.
F. Sumardvöl kaupstaðarbarna i sveitum.
Læknar láta þessa getið:
Búðardals. Sumardvalarheimili starfrækt að Sælingsdalslaug, eins
og að undanförnu.
Blönduós. Sumardvöl eiga hér ýmis kaupstaðarbörn, og una sum
þeirra svo vel hag sínum, að þau vilja helzt ekki hverfa heim aftur
að hausti.
G. Fávitahæli á Kleppjárnsreykjum.
í ársbyrjun voru á hælinu 22 fávitar, 12 karlar og 10 konur. Á árinu
urðu ekki aðrar breytingar en þær, að 1 kona bættist í vistmanna-
hópinn. í árslok voru því á hælinu 23 fávitar: 12 karlar og 11 konur.
Dvalardagar alls 8268. Fávitar vistaðir að meðaltali á dag 22,7.
H. Elliheimili.
Læknar láta þessa getið:
Blönduós. Elliheimilis er hér bi’ýn þörf, og er mikill áhugi ríkjandi
fyrir því að koma hér upp nýju sjúkrahúsi og elliheimili í samein-
ingu. Kvenfélögin og ungmennafélögin hafa siðustu árin safnað í
þessu skyni nokkrum tugum þúsunda króna árlega, hrepparnir skrifað
sig fyrir allhárri upphæð, 5000—20000 krónum hver, auk þess sem
aðrar gjafir hafa borizt, þ. á m. 1000 krónur frá einum hjónum og um
12000 frá einum öldruðum bónda. Uppdrættir að byggingunni eru og
til, en ekki hefur tekizt að hefja framkvæmdir vegna þess, að fjárhags-
ráð hefur synjað um fjárfestingarleyfi.
Akureyrar. Verið er að byggja allverulega viðbyggingu við elli-
heimilið í Skjaldarvík, og mun hún e. t. v. verða tekin í notkun ein-
hvern tíma síðast á næsta ári.
Seyðisff. Elliheimilið vistar um 6 gamalmenni. Kvenfélag það, sem
rekur og á heimilið, býst við að þurfa að loka innan skamms vegna
vöntunar á starfsfólki.
Vestmannaeyja. Bærinn keypti hús í sumar fyrir elliheimili, og er
verið að útbúa það. Hugmyndin mun vera að hafa þar rólfær gamal-
menni, svo að lítið bætir það úr skák með rúm á sjúkrahúsinu.
4. Húsakynni. Þrifnaður.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarff. Unnið var að stæklcun vatnsveitu bæjarins, en hún var
orðin allt of lítil.
Akranes. Á þessu ári hefur húsagerð verið mun minni en áður, og
valda því þeir erfiðleikar, sem öllum eru kunnir. Á árinu voru reist
4 hús með 5 íbúðum, en fullgerð frá fyrra ári 12 hús með 17 íbúðum.
Þrifnaði utan húss er að ýmsu leyti ábótavant, sorpi og rusli er kast-