Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 199
197
yfir 2 eldri hús. í þessum húsum verða 23 íbúðir, og eru þær flestar
4 stofur og eldhús. Húsin eru öll úr steinsteypu, samanlögð stærð
þeirra 9100 m3. í smíðum eru 48 íbúðarhús. Af þeim eru 34 einbýlis-
hús og 14 tvíbýlishús. Þá er verið að stækka 4 eldri hús. f öllum þess-
um húsum ættu að vera 64 íbúðir. Margar þessar byggingar hafa verið
lengi í smíðum, sumar langt komnar, en aðrar í byrjun. Húsin eru
öll úr steinsteypu, stærð þeirra 29020 m3. Aðrar byggingarfram-
kvæmdir: Á árinu hafa verið byggðir um 6000 m3 af húsi fiskvinnslu-
stöðvarinnar, og hefur hraðfrystihús stöðvarinnar verið stækkað um
1000 m3. Þetta húsnæði verður allt tekið í notkun á vertíðinni. Hrað-
frystihús fsfélags Vestmannaeyja hefur verið tekið í notkun og er að
stærð um 9000 m3. Allar þessar byggingar eru úr steinsteypu. Af
öðrum stærri húsum eru í smíðum: Búið að steypa upp kjallara og
hæð gagnfræðaskólahúss; skólinn verður að stærð 8000 m3. Hús
templara er að verða fokhelt; stærð 5300 m3. Hótel Helga Benedikts-
sonar er langt komið og mun verða tekið í notkun á þessu ári; stærð
3500 m3. Þá hefur bæjarsjóður í smíðuni þvottahús, og er það fok-
helt. Enn fremur lét hann reisa leikskóla við barnaheimilið Helgafell,
og er stærð þessarar byggingar samanlögð 1000 m3. Mörg eldri hús
hafa verið lagfærð og endurbætt á síðast liðnu ári. Byggingarfulltrúi
hefur góðfúslega gefið mér upplýsingar uin byggingarframkvæmdir
i bænum. Þrifnaður í héraðinu virðist víst eins góður, ef ekki betri,
en víða annars staðar, þó að margt standi enn til bóta. Niðurrif gömlu
beituskúranna breyttu bænum í þrifabæ, samanborið við það, sem
áður var. Hafnaruppfyllingin útrýmdi gömlu beituskúrunum.
Selfoss. Talsvert hefur verið byggt bæði í sveitum og hér á Selfossi,
en sakir tregðu á leyfisveitingum var það mun minna en menn vildu
og sóttu um. Húsnæðisekla er mikil hér á Selfossi, og fjölgar því eigi
svo ört í plássinu sem ella mundi.
5. Fatnaður og matargerð.
Læknar láta þessa getið:
Akranes. í sama horfi og undanfarið ár. Nú er hafin smíð á mjólk-
urstöð hér í kaupstaðnum, en er enn skammt á veg komin.
Borgarnes. Helzt að telja, að miklir örðugleikar voru á að fá svo
nefnd „vinnuföt“; kennt efnisleysi klæðagerðar. Annars skortur á
öllum efnum í línföt og rúmföt; ullarefni, a. m. k. innlend, alltaf fá-
anleg í ytri föt.
Ólafsvíkur. Mataræði, klæðnaður og þrif taka litlum breytingum.
Búðardals. Litlar breytingar á fatnaði fólks. Ekki get ég látið hjá
líða að minnast á úlpur þær eða jakka, fóðraðar gæruskinnum, sem
menn eru nú allmikið teknir að nota sem hlífðarföt í kulda, gefast
agætlega og eru miklu betri en leðurjakkarnir. Jakkar þessir eru
sniðnir eftir amerískri fyrirmynd, og er ekki nema gott við því að
se§ja, en einhvern veginn finnst manni, að þeir hefðu átt að vera
komnar fyrr, og ekki hefði átt að þurfa hingað amerískt setulið til að
kenna íslendingum að klæða sig.
Beijkhóla. Skjólfatnaður yfirleitt góður. Matargerð fremur fábreytt.
Mest um mjólkurmat, súrmeti, saltmeti og kartöflur. Nýmetisskortur