Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 26
24
Nes. Viðloðandi allt árið, mest áberandi í börnum og unglingum.
Flest tilfellin haustmánuðina.
Búða. Kom fyrir alla mánuði ársins, en varla sem faraldur.
Djúpavogs. Gerir annað slagið vart við sig, en enginn faraldur á
árinu. 2 telpur fengu angina catarrhalis, áttu lengi i því, og önnur
fékk albumen i þvag. Á báðum þessum telpum hafði verið gerð
tonsillectomia. Talsvert ber á því, að fólk haldi, að endilega þurfi að
rífa úr börnum hálseitlana, ef það hefur einhvern grun um, að
á þá sjáist.
Breiðabólsstaðar. Fáein væg tilfelli.
Víkur. Yfirleitt væg.
Vestmannaeyja. G,erði vart við sig i öllum mánuðum ársins, einkum
þó vetrar-, vor- og haustmánuði. Yfirleitt mjög væg. Tel líklegt, að
sumt af þessari hálsbólgu hafi verið væg skarlatssótt, sem stungið
hefur sér niður.
Stórólfshvols. Slæðingur flesta mánuði ársins, mest yfir sumar-
mánuðina; nálgaðist þá faraldur í sumum sveitum; yfirleitt bar lítið
á ígerðum.
Egrarbakka. Nokkur tilfelli mánaðarlega allt árið, einkum fyrstu
og síðustu 2 mánuði ársins. Óvenjumörg tilfelli í ungum börnum.
Ileflavíkur. Hér mjög algeng, og má nærri eins búast við henni og'
veðurfarsbreytingum. Þó er ég ekki frá, að minna beri á henni í ung-
börnum, eftir að eingöngu var farið að neyta gerilsneyddrar mjólkur,
sem er flutt hingað frá Reykjavík.
2. Kvefsótt (catarrhus respiratorius acutus).
Töflur II, III og IV, 2.
Sjúklingafjöldi 1940—1949:
1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949
Sjúld. 15982 20248 21777 14086 18459 16158 18812 20707 17962 20187
Dánir 1443624421
Skráð með meira móti, en virðist á engan hátt hafa verið afbrigðileg,
hvorki að því er tekur til faraldra né sjúkdómseinkenna.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfj. Gætti mjög alla mánuði ársins og ekki verulegur munui
á sumri og vetri, nema að því leyti, að inflúenzan bættist ofan a
vetrarmánuðina síðustu.
Akranes. Gekk allt árið, eins og að undanförnu, en færðist einkum
í aukana í nóvember og desember. Ekki var hún þó illkynjuð.
Borgarnes. Eins og vant er allt árið, helzt faraldur í apríl—mai.
Ólafsvíkur. Flesta mánuði ársins, einkum hina síðari.
Búðardals. Á þessari veiki bar mest síðara hluta árs, einkum í Ju 1
og ágúst, og virtist allþrálát.
Reykhóla. Dreifð tilfelli flesta mánuði ársins. Þó gekk kveffaraldui
í ágústmánuði og upp úr því nokkur lungnabólgutilfelli, sem þó °
bötnuðu.