Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Síða 66
64
Akureyrar; kom síðan heim og hefur legið rúmfastur mikinn hluta
vetrar. Pilturinn hefur verið á Kristneshæli í vetur, og er hann sagður
að mestu jafngóður, er þar frekar til öryggis en af þörf. Aldrei hefur
fundizt smit hjá honum, að mér er sagt. Óupplýst er, hvar þeir hafa
smitazt.
Kópaskers. Óreiða var á færslu berklabókarinnar vegna hinna tíðu
læknaskipta í héraðinu undanfarið, en ég þykist nú vera búinn að
koma henni í lag. 2 gamlir sjúklingar komu af hælum á árinu, og fór
annar þeirra aftur á hæli. 1 nýr berklasjúklingur uppgötvaðist á
þessu ári með adenitis colli. Var Iiann grunaður um lymphogranul-
omatosis, en við smásjárrannsókn rcyndist það vera tuberculosis.
Annars virðist berklaveiki vera á undanhaldi í héraðinu.
Vopnafi. Skrásettar 2 konur með tbc. pulm. og endurskráð barn
með tbc. aliis locis, berkla í hælbeini. Önnur konan, 16 ára stúlka,
er úr kunnu berklahreiðri hér og barn berklaveikrar móður. Hafði
sýnt jákvætt berklapróf í barnaskóla. Var henni komið fyrir á Krist-
neshæli. Hin konan aðflult hingað, en úr kunnu berklahreiðri á
Jökuldal. Ekki er mér kunnugt um það, hvort hún hefur verið skrá-
sett áður sem berldasjúklingur, en á unglingsárum sínum hafði hún
verið „í ljósum“ á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði. Var komið fyrir ú
heilsuhælinu á Vífilsstöðum.
Bakkagerðis. Engin berklaveiki, eftir því sem bezt verður vitað.
1947 var 43 ára karlmaður úr héraðinu á sjúkrahúsi Seyðisfjarðar
í nokkra mánuði til lækninga vegna ljnnphoms á hálsi, sem álitið var
berklaeðlis. Virtist fá fullan bata og hefur verið vel hraustur síðan.
Segðisfi. Ungur maður, sem legið hafði í Landsspítalanum, en var
útskrifaður og kominn heim, veiktist aftur. 37 ára smiður, sem gengið
hefur með pneumothorax artificialis á 4. ár og er vinnufær. 6 ára
drengur, sem hafði hilitis tuberculosa og er hafður enn undir eftirliti.
Eru þá taldir þeir, sem skráðir eru berklaveikir innan héraðs í árslok.
Nes. Engin ný tilfelli. 22 ára nemandi í iðnskóla reyndist jákvæður
við berklapróf, en var neikvæður í fyrra.
Búða. Engin ný tilfelli á árinu.
Djúpavogs. Mikið breytzt til batnaðar í héraðinu síðast Iiðin ár,
hvað við kemur berklaveiki. 1 maður, bóndi á Berufjarðarströnd og
gamall berklasjúklingur, veiktist að nýju. Var sendur suður, eins
fljótt og kostur var á. Reyndist þá kavernös. 6 börn voru á heimilinu
3—12 ára. Reyndust þau öll orðin Moro-f- nema 1, annars vel hraust-
leg að sjá.
Breiðabólsstaðar. Varð ekki vart. 1 sjúklingur með adenitis colh
tuberculosa tekinn af slcrá eftir röntgenmeðferð, að fengnum góðum
bata, að því er virðist. Brá þá svo við, að hann veiktist hastarlega af
heymæði, en hafði lítið kennt hennar áður.
Víkur. Enginn nýr sjúklingur í héraðinu.
Vestmannaeijja. 3 sjúklingar með smitandi lungnaberkla, og var
þeim öllum komið á Vífilsstaði. Smituðust börn á heimilum þeirra
(hilitis). Sjúkingunum versnaði upp úr inflúenzu, sem gekk í marz
og apríl og urðu smitandi upp úr henni.
Stórólfshvols. Enginn nýr sjúklingur þetta ár.