Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 98
96
3, scoliosis 1, abscessus paradentalis 1, vestigia rachitidis 1, asthma
bronchiale 1.
Breiðabólsstaðar (62 börn og að auk 10 börn í Öræfum, þar sem hér-
aðslæknir framkvæmdi skólaskoðun í forföllum héraðslæknis í Hafn-
arhéraði). Hypertrophia tonsillaris höfðu 13 börn, þar af 3 með mjög
slæma kirtla. Eitlaþrota á hálsi höfðu 65 börn, mest vegna skemmdra
tanna og hypertrophia tonsillaris. Myopia höfðu 10, 3 voru með gler-
augu. Væga hryggslcekkju höfðu 3. Vestigia rachitidis 1. gr. 1 og m. gr.
1, habitus pycnicus 1. Heilsufar barnanna með bezta móti í haust.
Vikur (97). Adenitis 67, hypertrophia tonsillaris 20.
Vestmannaeyja (467). 1 barnaskóia kaupstaðarins eru 440 börn, sem
öll hafa verið skoðuð. Yfir þroskaaldri 385, undir þroskaaldri 55. Nær-
sýn 7, strabismus 2, heyrnardeyfa 3, skakkbak (áberandi) 22, eitla-
auki 5, eitlaþroti 2, blóðleysi 2, holgóma 1 (stúlka), lús 2, nit 4,
kláði enginn. Lús hefur verið á sama heimili, síðan ég kom í héraðið.
Margar tilraunir gerðar til útrýmingar af læknum og hjúkrunarkon-
um án fulls árangurs. í aðventistaskólanum eru 27 börn. Yfir þroska-
aldri 25, undir þroskaaldri 2. Skakkbak 2. Börnin yfirleitt hraustleg
og vel útiítandi. 1 drengur með Calvé-Pcrthessjúkdóm vinstra megin.
í smábarnaskóla voru skoðuð 40 börn. Börnin yfirleitt hreinlega til
fara og hraustleg.
Stórólfshvols (245). Engu barni vísað frá skóla vegna veikinda.
Börnin yfirleitt hraust og sælleg. Nokkuð bar þó á tannskemmdum,
og nokkur voru með kirtilauka í koki og nefi. Moropróf gert á öllum
börnum, og svara sárafá jákvætt. Lús og nit virðist vera að hverfa með
öllu, og er það mikil framför, frá þvi sem áður var.
Eyrarbakka (136). Mest ber á tannskemmdum, nokkuð verður vart
sjóngalla, en óþrifakvillum fækkar ört.
Setfoss (260). Hypertrophia tonsillaruin 55, scoliosis 28, anaemia 4,
myopia 1. gr. 14, gravis 5, contusiones variae 6, vulnera contusa 2,
nervositas 2, pes planus 19, genus valgum 1, vulnera varia 3, verrucae
variae 2, hypertrophia glandularum submaxillarium 5, strabismus 1,
ulcera buccarum oris 1.
Keflavikur (719). Heilsufar skólabarna yfirleitt mjög gott. Þrifn-
aður er í framför, og nit fer minnkandi í skólunum. Finni héraðslæknir
nit við skólaskoðun, er alltaf jafnframt séð um, að hlutaðeigandi
foreldrar fái lyf til eyðingar lús og nit. Virðist þetta bera árangur.
Algengustu kvillar auk tannskemmda eru eitlaþroti, stækkaðir kok-
eitlar og hryggskekkja, sem oftast má rekja til barnfóstrunnar.
Drengir sjást varla með þenna kvilla.
J