Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 46
44
25. Mænusótt (poliomyelitis anterior acuta).
Töflur II, III og IV, 25.
S júklingafjöldi 1940—1949:
1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949
Sjúkl........ 3 1 1 „ 2 368 450 227 538 622
Dánir ....... „ „ „ „ 1 10 13 5 2
Framhald varð á fyrra árs faraldri hinnar afbrigðilegu mænusóttar
(Akureyrarveiki), sem svo rækileg grein er gerð fyrir í síðustu Heil-
brigðisskýrslum, og kveður áfram langmest að henni á Norðurlandi
og Vestfjörðum, a. m. k. eftir því sem skráning bendir til. En henni er
varlega treystandi, þvi að víðar hefur veiki þessi gengið en skráð er,
eða löngu fyrr gert vart við sig en tekið var að skrá hana (t. d. á
Isafirði). Sums staðar, þar sem allmikil brögð urðu að veikinni, mun
lítt eða ekki hafa verið við skrásetningu fengizt (sbr. ummæli hér-
aðslæknis í Hafnarfirði hér á eftir). Hinn mikli faraldur, sem skráður
er í Víkurhéraði, bendir til þess, hvað fyrir gat komið á Suðurlandi,
og víst mun fara fjarri, að Reykjavík hafi sloppið svo vel sem skrá-
setning þar gefur til kynna. Mun það hafa verið þcgjandi samkomu-
lag Reykjavíkurlækna að kenna veikina mjög varlega við mænusótt
og lamanir og gera yfirleitt sem allra minnst úr henni, og þó að
„epídemíólógían“ kunni að hafa skaðazt á því, hefur þessi afstaða
læknanna eflaust bjargað mörgum sjúkum og veikluðum undan mikilh
raun. Þó mun nokkur hluti Reykjavíkursjúklinga með Akureyrarveiki
koma til skila á farsóttaskrám undir dulnefni sóttarinnar, sbr. það, er
segir um „virusveiki“ hér á eftir (bls. 54). Hinn skráði mænusóttar- eða
Akureyrarveikifaraldur var að mestu leyti um garð genginn í marz (a
Vestfjörðum í apríl). Lítið virðist hafa kveðið að hinni gamalkunnu,
„klassisku" mænusótt á árinu, en reyndar ekki hægurinn hjá að lesa
þar í sundur. Slílt tilfelli munu þó hafa komið fyrir og þá einkum
sem einstök dreifð tilfelli í engu sambandi við aðalfaraldurinn.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfi. 1 tilfelli skráð í febrúar. Lítils háttar lömun á fæti, sem
batnaði að fullu. Fleiri tilfelli munu hafa sézt, sem líktust hinni ill*
ræmdu Akureyrarpest. Slík tilfelli voru ekki skrásett, því að flest
virtust þau væg, en fólk mjög óttaslegið, ef því var lýst yfir, að uffl
slíkan sjúkdóm væri að ræða.
Flateijrar. Skráð eru nokkur tilfelli fyrstu 4 mánuði ársins. Veikin
væg í flestum, og engar lamanir komu fram, en sumir þessara sjúk-
linga lágu lengi og voru máttfarnir lengi fram eftir árinu.
Bolungarvíkur. í byrjun ársins gekk hér sem annars staðar á land-
inu mænusóttarfaraldur sá, er síðar var nefndur Akureyrarveikin, og
eru alls skrásett hér 24 tilfelli. Af þeim sá ég aðeins 1, og var það
lömun á handlegg á unglingsdreng. Fyrirrennari minn hér skrásetti
hin tilfellin öll og stundaði, en engar alvarlegar lamanir urðu.
ísafj. Eins og getið er í fyrra árs skýrslu, kom mænusótt hér upp a
árinu 1948, en talið var líklegt, að veikin hefði verið hér viðloðandi
allt það ár og raunar fleiri ár. Rétt fyrir áramótin 1948—1949 magnast