Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Qupperneq 130
128
2. Heilbrigðisstarfsmenn.
Tafla I.
Læknar, sem lækningaleyfi hafa á íslandi, eru i árslok taldir 197,
þar af 1791), sem hafa fast aðsetur hér á landi og tafla I tekur til. Eru
þá samkvæmt því 788 íbúar um hvern þann lækni. Búsettir erlendis
eru 16, en við ýmis bráðabirgðastörf hér og erlendis 4. Auk lækn-
anna eru 29 læknakandídatar, sem eiga ófengið lækningaleyfi. ís-
lenzkir læknar, sem búsettir eru erlendis og ekki hafa lækningaleyfi
hér á landi, eru 7.
Tannlæknar, sem reka tannlæknastofur, teljast 24, auk tveggja
lækna, sem jafnframt eru tannlæknar, en tannlæknar, sem tann-
lækningaleyfi hafa hér á landi (læknarnir ekki meðtaldir), samtals
28, þar af 4 búsettir erlendis. íslenzkir tannlæknakandídatar, sem
eiga ófengið tannlækningaleyfi, eru 2.
Á læknaskipun landsins urðu eftirfarandi breytingar:
Harald Vigmo, cand. med. & chir., ráðinn aðstoðarlæknir héraðs-
læknis í Stykkishólmshéraði um 3 mánuði frá 1. janúar að telja;
ráðningin staðfest 17. janúar. — Kjartan Ólafsson, cand. med. &
chir., settur 1. febrúar héraðslæknir í Árneshéraði frá sama degi að
telja. — Inga Björnsdóttur, cand. med. & chir., ráðin aðstoðarlæknir
héraðslæknis í Breiðamýrarhéraði frá 1. febrúar; ráðningin stað-
fest 11. febrúar. — Hans Svane, cand. med. & chir., settur 11. febrúar
hérasðlæknir í Ögurhéraði og jafnframt til að gegna Hesteyrarhéraði,
hvort tveggja frá 15. s. m. að telja. — Bergþór V. Gunnarsson, cand.
med. & chir., settur 11. febrúar héraðslæknir í Flateyjarhéraði frá
15. s. m. að telja. — Henrik Linnet, cand. med. & chir., skipaður 14.
febrúar héraðslæknir í Bolungarvílcurhéraði frá 1. s. m. að telja. —
Erlendur Konráðsson, cand. med. & chir., skipaður 3. maí héraðs-
læknir í Kópaskershéraði frá 1. apríl að telja. — Björgúlfur Ólafsson,
læknir í Reykjavík, ráðinn aðstoðarlæknir héraðslæknis í Seyðis-
fjarðarhéraði frá 1. maí að telja; ráðningin staðfest 6. maí. — Stefán
Haraldsson, cand. med. & chir., ráðinn aðstoðarlæknir héraðslæknis
i Þórshafnarhéraði frá 1. júlí að telja; ráðningin staðfest 18. júní. —
Héraðslæknir í Stykkishólmshéraði settur 23. júní til þess að gegna
ásamt sínu héraði Flateyjarhéraði frá 1. s. in. að telja. — Lilja Peter-
sen, cand. med. & chir., ráðin aðstoðarlæknir héraðslæknis í Egils-
staðahéraði frá 1. júlí að telja; ráðningin staðfest 19. júli. — Inga
Björnsdóttir, cand. med. & chir., ráðin aðstoðarlæknir héraðslæknis
í Neshéraði um einn mánuð frá 1. september að telja; ráðningin stað-
fest 1. september. — Kolbeini Kristóferssyni, héraðslækni í Þing-
eyrarhéraði, veitt 21. september lausn frá embætti frá 1. nóvember
að telja. — Magnúsi Péturssyni, héraðslækni í Reykjavík, veitt 21-
september lausn frá embætti frá 31. desember að telja. — Þorgeir
Jónsson, cand. med. & chir., settur 26. október héraðslæknir i Þing-
1) 1 þessari tölu eru innifaldir og því tvítaldir 2 læknakandídatar, sem eiga
ófengið almennt lækningaleyfi, en gegna héraðslæknisembættum og hafa lækninga-
leyfi, aðeins á meðan svo stendur.