Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1949, Blaðsíða 64
62
aðstæður, áður en berklaveikir, þótt albata séu taldir, eru ráðnir til
barna- og unglingafræðslu. Ekkert þeirra barna, sem nýsmituð voru,
veiktust, en fylgzt var með þeim mánaðarlega með röntgenskyggn-
ingum. Allir aðstandendur hinna nýsmituðu voru röntgenskyggndir,
eins og venjulegt er, en ekkert fannst athugavert, og er það manni
alltaf nokkurt áhyggjuefni, þegar ekki er hægt að finna með fullri
vissu orsök hverrar nýsmitunar og taka hana til einangrunar og með-
ferðar. Fyrr geta berklavarnirnar ekki talizt í lagi en hægt er að láta
fara fram alls herjar berklarannsókn á fárra ára fresti.
Ögur. Af þeim 3 sjúklingum, sem veiktust 1948 í Súðavík, er nú 1
látinn, en 2 dveljast á sjúkrahúsum utan héraðs. Ekki hefur borið
á smitunum frá þessu hreiðri, og voru öll börn frá barnaskólanum
í Súðavík neikvæð við berklapróf. í Reykjanesi voru einnig öll börnin
neikvæð. Unglingar þeir, sem jákvæðir voru í héraðsskólanum, eru
löngu smitaðir.
Arnes. Ekkert tilfelli skráð.
Hólmavíkur. 2 stúlkur fá viðhaldið loftbrjósti; var önnur þeirra
aðeins um stundarsakir í héraði. Gamall bóndi, sem lengi hafði haft
bólgu i úlnlið, var eftir röntgenrannsókn talinn hafa tbc. ossis carpi.
4. sjúklingurinn fannst eftir berklapróf á skólabörnum, er 4 systkini
reyndust nýlega orðin jákvæð, og reyndist smitberinn vera eldri
bróðir þeirra, andlega og likamlega volaður epileptiker. Honum var
samstundis komið á Vífilsstaði. Börnin 4 virtust hraust, þar til í
janúar, að eitt þeirra, 7 ára drengur, veiktist af pleuritis, en batnaði
furðu fljótt. Loftbrjóstaðgerðir voru gerðar 30 sinnum á 2 sjúk-
lingum.
Hvammstanga. Berklapróf (Moro) gert á öllum skólabörnum. Ekk-
ert nýtt kom fram. Ungur berklasérfræðingur, aðstoðarlæknir berkla-
yfirlæknis, rannsakaði alla nemendur Reykjaskóla og hóf að skyggna
þá hér á Hvammstanga með tæki sjúkraskýlisins. Hafði hálflokið því
verki, er tækið bilaði, hafði ofhitnað. Annars kom ekkert grunsam-
legt í l jós.
Blönduós. Ungur maður fékk vota brjósthimnubólgu, og hafði systir
hans komið úr vist utan héraðs heim til sín 2—3 árum áður með
lungnaberkla. 33 ára bóndi, ókvæntur, kvartaði fyrst um þreytu-
verk í kviðnum hægra megin neðan til, og hélt ég, að hann stafaði
frá samvöxtum eftir botnlangaskurð, sem ég hafði gert á honum
2 árum áður. Óþægindi þessi ágerðust, og brátt fannst mjög þétt
herzli utan við botnlangaörið. Datt mér fyrst í hug, að um geisla-
sveppsbólgu í ristilbotninum væri að ræða. Maðurinn lá fyrst heima
hjá sér með nokkurn hita og Jagði mjög af. Kom svo, að ég lagði
hann inn á sjúkrahúsið, enda fannst þá abscessmyndun í herzlinu.
Skar ég í það, og virtist þar vera um typiskan berklagröft að ræða.
Fannst þá einnig nokkur bjúgur uppi við rifjabrúnina, og taldi eg
þetta mundu stafa af tbc. costae. Brátt kom í ljós stór abscessus á
lundunuin, og' reyndist gröfturinn þar svo þykkur, að hann náðist ekki
út með holnál, svo að ég opnaði ígerðina og hreinsaði hana út, tók
manninn til streptomycínmeðferðar og síðan „pass“. Virtist það
bera mjög góðan árangur, en fistillinn frá ígerðinni að framanverðu